Lífið

Sænska sveitin Kent leggur upp laupana í desember

Atli Ísleifsson skrifar
„Kent går i graven,“ segir sveitin á Facebook-síðu sinni.
„Kent går i graven,“ segir sveitin á Facebook-síðu sinni. Mynd/Kent
Sænska hljómsveitin Kent, ein af stærstu hljómsveitum Norðurlanda síðustu tuttugu ára, mun nú halda í sína síðustu tónleikaferð og gefa út sína síðustu plötu áður en hún leggur upp laupana í desember.

Frá þessu greinir sveitin í myndbandinu Då Som Nu För Alltid sem birt var á Facebook-síðu sveitarinnar í gær. Í myndbandinu má finna vísanir í fyrri plötur sveitarinnar, þeirra á meðal hvítan tígur (Vapen och Ammunition) og stúlkuna/konuna sem prýddi umslag plötunnar Hagnesta Hill.

Í lok myndbandsins birstist svo textinn „Síðasta tónleikaferðin, síðasta platan“ og tilkynning sem minnir um margt á dánartilkynningu: „16. maí 1990 - 17. desember 2016“.

Sveitin kom fyrst saman árið 1990 og sló almennilega í gegn með laginu Om du var här/If You Were Here af plötunni Isola frá árinu 1997.

Sveitina skipa þeir Joakim Berg, Martin Sköld, Sami Sirviö og Markus Mustonen.

Kent kom fram í Laugardalshöllinni árið sumarið 2000.

kent går i graven.Efter 26 år tillsammans meddelar idag kent att 2016 blir deras sista år tillsammans.Bandet bjuder...

Posted by Kent.nu on Monday, 14 March 2016





Fleiri fréttir

Sjá meira


×