Lífið

Tivoli opnaði í Hafnarstræti um helgina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frans Magnússon til vinstri og Stefán Már til hægri en þeir eru starfsmenn staðarins.
Frans Magnússon til vinstri og Stefán Már til hægri en þeir eru starfsmenn staðarins. vísir
Um helgina opnaði nýr skemmtistaður sem heitir Tivoli er til húsa á Hafnarstræti 4 og er skemmtileg viðbót í stóru flóru skemmtanahalds í 101 Reykjavik.

Staðurinn einbeitir sér að aldurshópnum 20 til 35 ára einstaklinga sem þykir gaman að hrista af sér slenið annað slagið. Staðurinn býður uppá dansgólf á annarri hæð staðarins og einnig dj aðstöðu á neðri hæð.

Eigendur staðarins stefna að því að bjóða uppá skemmtilega jaðartónlist þó aðallega mun hann einbeita sér að hús og hip hop tónlist. Rekstaraðilarnir eru þeir Frans og Stefán sem hafa sett sitt mark á djammsenuna sem barþjónar en skemmtanastjórinn heitir Óli Hjörtur sem meðal annars opnaði Q Bar á sínum tíma og einnig Dolly.

Staðurinn mun einbeita sér að góðum kokkteilum og var mikið lagt í kokkteil seðil staðarins. Opnunin var núna um helgina og eru aðstandendur staðarins hæst ánægðir með sína fyrstu helgi og hlakka til að takast við fleiri áskoranir á staðnum og stefna hátt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×