Vann upp fimm högga forskot á lokahringnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2016 11:00 Charl Schwartzel fagnar sigri á mótinu í gær. Vísir/Getty Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzl fagnaði sigri á Valspar-mótinu sem lauk í gærkvöldi en þetta var hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni síðan hann vann Masters-mótið árið 2011. Schwartzel náði að vinna upp fimm högga forystu Bill Haas á lokahringnum og hafði svo betur í bráðabana þar sem hann vann strax á fyrstu holu með stuttu pútti. Haas gerði stór mistök þegar hann reyndi að slá úr sandgryfju við hlið flatarinnar en það gerði það að verkum að Schwartzel mátti tvípútta fyrir sigrinum, sem reyndist einfalt verk. Hann spilaði á 67 höggum á lokahringnum og var á sjö höggum undir pari eftir hringinn, sem og Haas. Ryan Moore endaði í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Þetta eru góðar fréttir fyrir Schwartzel fyrir Masters-mótið sem fer fram í næsta mánuði en ríkjandi meistari þess móts, Jordan Spieth, náði að bjarga sér þokkalega fyrir horn eftir afar erfiða byrjun á mótinu í Flórída um helgina. Spieth var meðal neðstu manna eftir fyrsta hringinn en komst þó í gegnum niðurskurðinn eftir góðan annan dag. Hann endaði svo í átjánda sæti mótsins eftir að hafa spilað á 73 höggum í gær. Lee McCoy, 22 ára áhugamaður, náði afar áhugaverðum árangri en hann lék á 69 höggum á lokahringnum og endaði í fjórða sæti. Um næstu helgi fer fram Arnold Palmer Invitaional mótið en fyrsta útsending frá því verður á Golfstöðinni á fimmtudag klukkan 18.00. Golf Tengdar fréttir Spieth byrjaði skelfilega á Valspar Jordan Spieth vann Valspar-mótið í fyrra en gæti lent í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn. 11. mars 2016 12:30 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzl fagnaði sigri á Valspar-mótinu sem lauk í gærkvöldi en þetta var hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni síðan hann vann Masters-mótið árið 2011. Schwartzel náði að vinna upp fimm högga forystu Bill Haas á lokahringnum og hafði svo betur í bráðabana þar sem hann vann strax á fyrstu holu með stuttu pútti. Haas gerði stór mistök þegar hann reyndi að slá úr sandgryfju við hlið flatarinnar en það gerði það að verkum að Schwartzel mátti tvípútta fyrir sigrinum, sem reyndist einfalt verk. Hann spilaði á 67 höggum á lokahringnum og var á sjö höggum undir pari eftir hringinn, sem og Haas. Ryan Moore endaði í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Þetta eru góðar fréttir fyrir Schwartzel fyrir Masters-mótið sem fer fram í næsta mánuði en ríkjandi meistari þess móts, Jordan Spieth, náði að bjarga sér þokkalega fyrir horn eftir afar erfiða byrjun á mótinu í Flórída um helgina. Spieth var meðal neðstu manna eftir fyrsta hringinn en komst þó í gegnum niðurskurðinn eftir góðan annan dag. Hann endaði svo í átjánda sæti mótsins eftir að hafa spilað á 73 höggum í gær. Lee McCoy, 22 ára áhugamaður, náði afar áhugaverðum árangri en hann lék á 69 höggum á lokahringnum og endaði í fjórða sæti. Um næstu helgi fer fram Arnold Palmer Invitaional mótið en fyrsta útsending frá því verður á Golfstöðinni á fimmtudag klukkan 18.00.
Golf Tengdar fréttir Spieth byrjaði skelfilega á Valspar Jordan Spieth vann Valspar-mótið í fyrra en gæti lent í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn. 11. mars 2016 12:30 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spieth byrjaði skelfilega á Valspar Jordan Spieth vann Valspar-mótið í fyrra en gæti lent í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn. 11. mars 2016 12:30