Erlent

Erdogan forseti heitir fullnaðarsigri á hryðjuverkamönnum

34 fórust í árásinni í Ankara í gær.
34 fórust í árásinni í Ankara í gær. Vísir/AP
Forseti Tyrkja, Recep Tayyip Erdogan hefur heitið því að vinna bug á hryðjuverkamönnum í landinu eftir árásina í höfuðborginni Ankara í gær þar sem að minnsta kosti 34 fórust.

Erdogan segir að bílsprengjan sem sprakk í gær muni eðeins herða tyrkneskar öryggissveitir í baráttunni. Auk þeirra sem létust í sprengingunni í Guven almenningsgarðinum særðust 125.

Rannsókn er í fullum gangi en engin hryðjuverkasamtök hafa enn lýst ábyrgðinni á hendur sér. Heimildir BBC innan úr ríkisstjórninni herma þó að grunurinn beinist helst að sjálfstæðissinnum úr röðum Kúrda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×