Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Una Sighvatsdóttir skrifar 13. mars 2016 18:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það ábyrgðarleysi að velta Vífilsstaðaleiðinni ekki fyrir sér fyrst yfirvöld í Garðabæ bjóði staðinn fram. Ef marka má yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á föstudag munu stjórnvöldá á næstunni eiga viðræður við bæjarstjórn Garðabæjar um þann möguleika að reisa nýjan Landspítala á Vífilsstöðum, í stað Hringbrautar, þar sem framkvæmri eru þegar hafnar. Ljóst er að Íslendingum er annt um Landspítalann, því um fjórðungur þjóðarinnar, 84.277 manns þegar þetta er ritað, hafa skrifað undir ákall Kára Stefánssonar um endurreisn heilbrigðiskerfisins og er undirskriftarsöfnunin þar með orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Kári segist hinsvegar ekki geta litið á útspil forsætisráðherra sem svar við því ákalli.Býr til deilur og tafir „Mér finnst það dálítið skringilegt hjá forsætisráðherra þegar hann loksins tjáir sig um heilbrigðismál að hann skuli ruglast í ríminu á þennan hátt og fara að tjá sig um skipulagsmál," segir Kári. „Með þessu útspili er hann að búa til deilur, með þessu útspili er hann að tefja, raunverulega að stangast á við þessar 84 þúsund manns sem eru búin að skrifa undir þennan undirskriftarlista. Ef við værum að byrja upp á nýtt og ekkert hefði verið í það lagt þá væri ekkert óskynsamlegt að velta fyrir sér ólíkum staðsetingum, en núna á þessu augnabliki er þetta skemmdarverk."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að spítalinn væri svo yfirfullur að það væri orðin öryggisógn. Þá hafði sjúkrarúmum verið komið upp í bílageymslu bráðamóttökunnar sem varrúðarráðstöfun fyrir helgina.Vegið að stjórnarsamstarfinu? Forstjóri Landspítalans hefur gagnrýnt það að forsætisráðherra setji málið í uppnám án nokkurs samráðs við heilbrigðisstarfsfólk. Kári tekur undir þetta. „Það sem gerir þetta ennþá skrýtnara er að hann gerir þetta án þess að ræða við heilbrigðismálaráðherra. Og það sem meira er, hann vegur að vissu leyti að þeim forsendum fyrrir ríkisfjármálum sem fjármálaráðherra hefur sett. Þannig að ef það er einhver skynsemi á bak við þetta útspil forsætisráðherra þá er það tjáning á vilja hans til að sprengja þessa ríkisstjórn í loft upp, vegna þess að þetta er svo kolvitlaust.Ætlaði ekki að beina spjótum gegn ríkisstjórninni Kári stefnir að því að ljúka undirskriftarsöfnunninni innan þriggja vikna og efna þá til pallborðsumræða um endurreisnina. „Hugmyndin var sú að reyna að gera það á þann máta að það yrði ekki litið á þetta sérstaklega sem gagnrýni á núverandi ríkisstjórn en það má vel vera að það breytist með þessu útspili forsætisráðherra." Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það ábyrgðarleysi að velta Vífilsstaðaleiðinni ekki fyrir sér fyrst yfirvöld í Garðabæ bjóði staðinn fram. Ef marka má yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á föstudag munu stjórnvöldá á næstunni eiga viðræður við bæjarstjórn Garðabæjar um þann möguleika að reisa nýjan Landspítala á Vífilsstöðum, í stað Hringbrautar, þar sem framkvæmri eru þegar hafnar. Ljóst er að Íslendingum er annt um Landspítalann, því um fjórðungur þjóðarinnar, 84.277 manns þegar þetta er ritað, hafa skrifað undir ákall Kára Stefánssonar um endurreisn heilbrigðiskerfisins og er undirskriftarsöfnunin þar með orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Kári segist hinsvegar ekki geta litið á útspil forsætisráðherra sem svar við því ákalli.Býr til deilur og tafir „Mér finnst það dálítið skringilegt hjá forsætisráðherra þegar hann loksins tjáir sig um heilbrigðismál að hann skuli ruglast í ríminu á þennan hátt og fara að tjá sig um skipulagsmál," segir Kári. „Með þessu útspili er hann að búa til deilur, með þessu útspili er hann að tefja, raunverulega að stangast á við þessar 84 þúsund manns sem eru búin að skrifa undir þennan undirskriftarlista. Ef við værum að byrja upp á nýtt og ekkert hefði verið í það lagt þá væri ekkert óskynsamlegt að velta fyrir sér ólíkum staðsetingum, en núna á þessu augnabliki er þetta skemmdarverk."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að spítalinn væri svo yfirfullur að það væri orðin öryggisógn. Þá hafði sjúkrarúmum verið komið upp í bílageymslu bráðamóttökunnar sem varrúðarráðstöfun fyrir helgina.Vegið að stjórnarsamstarfinu? Forstjóri Landspítalans hefur gagnrýnt það að forsætisráðherra setji málið í uppnám án nokkurs samráðs við heilbrigðisstarfsfólk. Kári tekur undir þetta. „Það sem gerir þetta ennþá skrýtnara er að hann gerir þetta án þess að ræða við heilbrigðismálaráðherra. Og það sem meira er, hann vegur að vissu leyti að þeim forsendum fyrrir ríkisfjármálum sem fjármálaráðherra hefur sett. Þannig að ef það er einhver skynsemi á bak við þetta útspil forsætisráðherra þá er það tjáning á vilja hans til að sprengja þessa ríkisstjórn í loft upp, vegna þess að þetta er svo kolvitlaust.Ætlaði ekki að beina spjótum gegn ríkisstjórninni Kári stefnir að því að ljúka undirskriftarsöfnunninni innan þriggja vikna og efna þá til pallborðsumræða um endurreisnina. „Hugmyndin var sú að reyna að gera það á þann máta að það yrði ekki litið á þetta sérstaklega sem gagnrýni á núverandi ríkisstjórn en það má vel vera að það breytist með þessu útspili forsætisráðherra."
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Sjá meira