Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Una Sighvatsdóttir skrifar 13. mars 2016 18:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það ábyrgðarleysi að velta Vífilsstaðaleiðinni ekki fyrir sér fyrst yfirvöld í Garðabæ bjóði staðinn fram. Ef marka má yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á föstudag munu stjórnvöldá á næstunni eiga viðræður við bæjarstjórn Garðabæjar um þann möguleika að reisa nýjan Landspítala á Vífilsstöðum, í stað Hringbrautar, þar sem framkvæmri eru þegar hafnar. Ljóst er að Íslendingum er annt um Landspítalann, því um fjórðungur þjóðarinnar, 84.277 manns þegar þetta er ritað, hafa skrifað undir ákall Kára Stefánssonar um endurreisn heilbrigðiskerfisins og er undirskriftarsöfnunin þar með orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Kári segist hinsvegar ekki geta litið á útspil forsætisráðherra sem svar við því ákalli.Býr til deilur og tafir „Mér finnst það dálítið skringilegt hjá forsætisráðherra þegar hann loksins tjáir sig um heilbrigðismál að hann skuli ruglast í ríminu á þennan hátt og fara að tjá sig um skipulagsmál," segir Kári. „Með þessu útspili er hann að búa til deilur, með þessu útspili er hann að tefja, raunverulega að stangast á við þessar 84 þúsund manns sem eru búin að skrifa undir þennan undirskriftarlista. Ef við værum að byrja upp á nýtt og ekkert hefði verið í það lagt þá væri ekkert óskynsamlegt að velta fyrir sér ólíkum staðsetingum, en núna á þessu augnabliki er þetta skemmdarverk."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að spítalinn væri svo yfirfullur að það væri orðin öryggisógn. Þá hafði sjúkrarúmum verið komið upp í bílageymslu bráðamóttökunnar sem varrúðarráðstöfun fyrir helgina.Vegið að stjórnarsamstarfinu? Forstjóri Landspítalans hefur gagnrýnt það að forsætisráðherra setji málið í uppnám án nokkurs samráðs við heilbrigðisstarfsfólk. Kári tekur undir þetta. „Það sem gerir þetta ennþá skrýtnara er að hann gerir þetta án þess að ræða við heilbrigðismálaráðherra. Og það sem meira er, hann vegur að vissu leyti að þeim forsendum fyrrir ríkisfjármálum sem fjármálaráðherra hefur sett. Þannig að ef það er einhver skynsemi á bak við þetta útspil forsætisráðherra þá er það tjáning á vilja hans til að sprengja þessa ríkisstjórn í loft upp, vegna þess að þetta er svo kolvitlaust.Ætlaði ekki að beina spjótum gegn ríkisstjórninni Kári stefnir að því að ljúka undirskriftarsöfnunninni innan þriggja vikna og efna þá til pallborðsumræða um endurreisnina. „Hugmyndin var sú að reyna að gera það á þann máta að það yrði ekki litið á þetta sérstaklega sem gagnrýni á núverandi ríkisstjórn en það má vel vera að það breytist með þessu útspili forsætisráðherra." Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það ábyrgðarleysi að velta Vífilsstaðaleiðinni ekki fyrir sér fyrst yfirvöld í Garðabæ bjóði staðinn fram. Ef marka má yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á föstudag munu stjórnvöldá á næstunni eiga viðræður við bæjarstjórn Garðabæjar um þann möguleika að reisa nýjan Landspítala á Vífilsstöðum, í stað Hringbrautar, þar sem framkvæmri eru þegar hafnar. Ljóst er að Íslendingum er annt um Landspítalann, því um fjórðungur þjóðarinnar, 84.277 manns þegar þetta er ritað, hafa skrifað undir ákall Kára Stefánssonar um endurreisn heilbrigðiskerfisins og er undirskriftarsöfnunin þar með orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Kári segist hinsvegar ekki geta litið á útspil forsætisráðherra sem svar við því ákalli.Býr til deilur og tafir „Mér finnst það dálítið skringilegt hjá forsætisráðherra þegar hann loksins tjáir sig um heilbrigðismál að hann skuli ruglast í ríminu á þennan hátt og fara að tjá sig um skipulagsmál," segir Kári. „Með þessu útspili er hann að búa til deilur, með þessu útspili er hann að tefja, raunverulega að stangast á við þessar 84 þúsund manns sem eru búin að skrifa undir þennan undirskriftarlista. Ef við værum að byrja upp á nýtt og ekkert hefði verið í það lagt þá væri ekkert óskynsamlegt að velta fyrir sér ólíkum staðsetingum, en núna á þessu augnabliki er þetta skemmdarverk."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að spítalinn væri svo yfirfullur að það væri orðin öryggisógn. Þá hafði sjúkrarúmum verið komið upp í bílageymslu bráðamóttökunnar sem varrúðarráðstöfun fyrir helgina.Vegið að stjórnarsamstarfinu? Forstjóri Landspítalans hefur gagnrýnt það að forsætisráðherra setji málið í uppnám án nokkurs samráðs við heilbrigðisstarfsfólk. Kári tekur undir þetta. „Það sem gerir þetta ennþá skrýtnara er að hann gerir þetta án þess að ræða við heilbrigðismálaráðherra. Og það sem meira er, hann vegur að vissu leyti að þeim forsendum fyrrir ríkisfjármálum sem fjármálaráðherra hefur sett. Þannig að ef það er einhver skynsemi á bak við þetta útspil forsætisráðherra þá er það tjáning á vilja hans til að sprengja þessa ríkisstjórn í loft upp, vegna þess að þetta er svo kolvitlaust.Ætlaði ekki að beina spjótum gegn ríkisstjórninni Kári stefnir að því að ljúka undirskriftarsöfnunninni innan þriggja vikna og efna þá til pallborðsumræða um endurreisnina. „Hugmyndin var sú að reyna að gera það á þann máta að það yrði ekki litið á þetta sérstaklega sem gagnrýni á núverandi ríkisstjórn en það má vel vera að það breytist með þessu útspili forsætisráðherra."
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira