Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Una Sighvatsdóttir skrifar 13. mars 2016 18:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það ábyrgðarleysi að velta Vífilsstaðaleiðinni ekki fyrir sér fyrst yfirvöld í Garðabæ bjóði staðinn fram. Ef marka má yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á föstudag munu stjórnvöldá á næstunni eiga viðræður við bæjarstjórn Garðabæjar um þann möguleika að reisa nýjan Landspítala á Vífilsstöðum, í stað Hringbrautar, þar sem framkvæmri eru þegar hafnar. Ljóst er að Íslendingum er annt um Landspítalann, því um fjórðungur þjóðarinnar, 84.277 manns þegar þetta er ritað, hafa skrifað undir ákall Kára Stefánssonar um endurreisn heilbrigðiskerfisins og er undirskriftarsöfnunin þar með orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Kári segist hinsvegar ekki geta litið á útspil forsætisráðherra sem svar við því ákalli.Býr til deilur og tafir „Mér finnst það dálítið skringilegt hjá forsætisráðherra þegar hann loksins tjáir sig um heilbrigðismál að hann skuli ruglast í ríminu á þennan hátt og fara að tjá sig um skipulagsmál," segir Kári. „Með þessu útspili er hann að búa til deilur, með þessu útspili er hann að tefja, raunverulega að stangast á við þessar 84 þúsund manns sem eru búin að skrifa undir þennan undirskriftarlista. Ef við værum að byrja upp á nýtt og ekkert hefði verið í það lagt þá væri ekkert óskynsamlegt að velta fyrir sér ólíkum staðsetingum, en núna á þessu augnabliki er þetta skemmdarverk."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að spítalinn væri svo yfirfullur að það væri orðin öryggisógn. Þá hafði sjúkrarúmum verið komið upp í bílageymslu bráðamóttökunnar sem varrúðarráðstöfun fyrir helgina.Vegið að stjórnarsamstarfinu? Forstjóri Landspítalans hefur gagnrýnt það að forsætisráðherra setji málið í uppnám án nokkurs samráðs við heilbrigðisstarfsfólk. Kári tekur undir þetta. „Það sem gerir þetta ennþá skrýtnara er að hann gerir þetta án þess að ræða við heilbrigðismálaráðherra. Og það sem meira er, hann vegur að vissu leyti að þeim forsendum fyrrir ríkisfjármálum sem fjármálaráðherra hefur sett. Þannig að ef það er einhver skynsemi á bak við þetta útspil forsætisráðherra þá er það tjáning á vilja hans til að sprengja þessa ríkisstjórn í loft upp, vegna þess að þetta er svo kolvitlaust.Ætlaði ekki að beina spjótum gegn ríkisstjórninni Kári stefnir að því að ljúka undirskriftarsöfnunninni innan þriggja vikna og efna þá til pallborðsumræða um endurreisnina. „Hugmyndin var sú að reyna að gera það á þann máta að það yrði ekki litið á þetta sérstaklega sem gagnrýni á núverandi ríkisstjórn en það má vel vera að það breytist með þessu útspili forsætisráðherra." Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það ábyrgðarleysi að velta Vífilsstaðaleiðinni ekki fyrir sér fyrst yfirvöld í Garðabæ bjóði staðinn fram. Ef marka má yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á föstudag munu stjórnvöldá á næstunni eiga viðræður við bæjarstjórn Garðabæjar um þann möguleika að reisa nýjan Landspítala á Vífilsstöðum, í stað Hringbrautar, þar sem framkvæmri eru þegar hafnar. Ljóst er að Íslendingum er annt um Landspítalann, því um fjórðungur þjóðarinnar, 84.277 manns þegar þetta er ritað, hafa skrifað undir ákall Kára Stefánssonar um endurreisn heilbrigðiskerfisins og er undirskriftarsöfnunin þar með orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Kári segist hinsvegar ekki geta litið á útspil forsætisráðherra sem svar við því ákalli.Býr til deilur og tafir „Mér finnst það dálítið skringilegt hjá forsætisráðherra þegar hann loksins tjáir sig um heilbrigðismál að hann skuli ruglast í ríminu á þennan hátt og fara að tjá sig um skipulagsmál," segir Kári. „Með þessu útspili er hann að búa til deilur, með þessu útspili er hann að tefja, raunverulega að stangast á við þessar 84 þúsund manns sem eru búin að skrifa undir þennan undirskriftarlista. Ef við værum að byrja upp á nýtt og ekkert hefði verið í það lagt þá væri ekkert óskynsamlegt að velta fyrir sér ólíkum staðsetingum, en núna á þessu augnabliki er þetta skemmdarverk."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að spítalinn væri svo yfirfullur að það væri orðin öryggisógn. Þá hafði sjúkrarúmum verið komið upp í bílageymslu bráðamóttökunnar sem varrúðarráðstöfun fyrir helgina.Vegið að stjórnarsamstarfinu? Forstjóri Landspítalans hefur gagnrýnt það að forsætisráðherra setji málið í uppnám án nokkurs samráðs við heilbrigðisstarfsfólk. Kári tekur undir þetta. „Það sem gerir þetta ennþá skrýtnara er að hann gerir þetta án þess að ræða við heilbrigðismálaráðherra. Og það sem meira er, hann vegur að vissu leyti að þeim forsendum fyrrir ríkisfjármálum sem fjármálaráðherra hefur sett. Þannig að ef það er einhver skynsemi á bak við þetta útspil forsætisráðherra þá er það tjáning á vilja hans til að sprengja þessa ríkisstjórn í loft upp, vegna þess að þetta er svo kolvitlaust.Ætlaði ekki að beina spjótum gegn ríkisstjórninni Kári stefnir að því að ljúka undirskriftarsöfnunninni innan þriggja vikna og efna þá til pallborðsumræða um endurreisnina. „Hugmyndin var sú að reyna að gera það á þann máta að það yrði ekki litið á þetta sérstaklega sem gagnrýni á núverandi ríkisstjórn en það má vel vera að það breytist með þessu útspili forsætisráðherra."
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira