Innlent

Umsátur á Akureyri: Maðurinn ekki áður komið við sögu lögreglu

Bjarki Ármannsson skrifar
Úr anddyri íbúðarinnar sem skotið var á.
Úr anddyri íbúðarinnar sem skotið var á. Vísir
Maðurinn sem handtekinn var á Akureyri í nótt eftir að hafa hleypt af haglabyssu í fjölbýlishúsi í Naustahverfi var einn að verki. Hann á við andleg veikindi að stríða og hefur ekki áður komið við sögu lögreglu.

Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag, skaut maðurinn á íbúð nágrannakonu sinnar sem var heima með tveggja ára barn sitt. Enginn særðist. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru skotin að minnsta kosti fjögur og höfnuðu þau meðal annars í mannlausri bifreið fyrir utan húsið.

Að sögn lögreglu hefur ekki verið unnt að yfirheyra manninn en unnið er að því að hann fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Vettvangsrannsókn er lokið en ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manninum.

Tilkynning um skotin barst lögreglu um hálftvö í nótt. Maðurinn gaf sig sjálfur fram um fimmleytið eftir umsátur lögreglu og sérsveitar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×