Lífið

Fullt út úr dyrum á frumsýningu Mamma mia - Myndaveisla

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson ásamt fríðu föruneyti.
Ólafur Ragnar Grímsson ásamt fríðu föruneyti. vísir/anton brink
Söngleikurinn Mamma mia var frumsýndur í Borgarleikhúsinu í gær hann er byggður á lögum sænsku hljómsveitarinnar ABBA. Nú þegar er búið að selja hátt í 36 þúsund miða á söngleikinn.

„Jesús minn, við höfðum nú svo sem við því að fólk hefði áhuga á tónlist Abba en þetta er framar okkar björtustu vonum," sagði leikstjóri sýningarinnar, Unnur Ösp Stefánsdóttir, í viðtali við Stöð 2 í gær.

Fullur salur fólks mætti í á frumsýninguna í gær en þar á meðal má nefna borgarstjórann Dag B. Eggertsson, fyrrverandi forseta Vigdísi Finnbogadóttur og fráfarandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum og tók myndir af gestum áður en sýningin hófst.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×