Sjúkrarúm sett upp í bílageymslu bráðamóttökunnar Una Sighvatsdóttir skrifar 11. mars 2016 20:15 „Það keyrði um þverbak í þessari viku og niðurstaðan var sú að við höfum gripið til þess óyndisrúrræðis að útbúa hér einingu í bílskýlinu til þess að taka við ef áfram flæðir yfir,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sívaxandi álag hefur verið á spítalann um langt skeið, bæði vegna öldrunar þjóðarinnar, auknum straummi ferðamanna og að sögn Páls ekki síst vegna þess að erfiðlega gengur að losa um sjúkrarými þar sem liggur fólk sem er búið að fá meðferð og þyrfti að komast annað. Undanfarnar vikur hefur spítalinn glímt við þessa erfiðleika í vaxandi rými.Öryggisógn á yfirfullum spítala„Við vorum með 28 sjúklinga hér á gangi á miðvikudagskvödið og 35 í rúmum sem komust ekki inn á yfirfullan spítala. Þannig að þetta er öryggisógn,“ sagði Páll þegar fréttastofa Stöðvar2 hitti hann við sjúkrarýmin í bílageymslunni í kvöld. „Við vonum að við þurfum ekki að grípa til þess um helgina en komi til þess þá er þetta rými sem hefur verið notað í hópslysum og á að vera notað í eiturefnaslysum. Það er hægt að nota það. Auðvitað er þetta ekki félegt, en það er tryggara heldur en ef við værum að dreifa fólki á yfirfullar deildir um allan spítala.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur fullt tilefni til að skoða alvarlega tilboð Garðabæjar um að nýr Landspítali rýsi við VífilsstaðiMilljónum eytt í mistök? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í dag að þótt búið sé að eyða hundruðum milljóna í undirbúning nýs Landspítala við Hringbraut sé ekki þar með sagt að klára þurfi mistökin. Hann vill skoða aðra staðsetningu, við Vífilsstaði. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar2 sagðist forsætisráðherra telja Vífilsstaði hafa ýmsa kosti framyfir Hringbraut. Þá gæti ríkið einnig selt eignirnar við Hringbraut háu verði og nýtt það fé til að hraða uppbyggingu á Vífilsstöðum.Ekki of seint að vinda ofan af málinu á Hringbraut Aðspurður hvort ekki væri ábyrgðarleysi á þessu stigi málsins að opna umræðuna um staðsetningu á nýjan leik neitaði forsætisráðherra því. „Það væri ábyrgðarleysi að halda áfram á braut sem hefur sýnt sig að hefur ýmsa galla. Stærri galla en menn kannski gerðu ráð fyrir, og skoða ekki hvort það sé hægt með öðrum hætti að gera þetta á hagkvæmari hátt og jafnvel hraðar." Síðustu sjö ár hefur samtals um tveimur milljörðum króna verið kostað til hönnunar- og skipulagsvinnu við Nýjan landspítala. Sigmundur telur að sú vinna og þeir fjármunir fari ekki í súginn með nýrri staðsetningu. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé of seint að vinda ofan af þessu. Þetta sjúkrahútel mun nýtast, hvort sem það gerir það áfram sem sjúkrahótel eða verður með tímanum breytt í eitthvað annað. Það væri mikil synd ef menn ætluðu að nota það sem rök fyrir því að halda áfram að gera mistök, að það sé nú þegar búið að eyða pening í mistökin."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segist ekki skilja hvað mönnum gangi til að þyrla upp málum varðandi staðsetningu nýs Landspítala.Ekkert samráð við starfsfólk spítalans Páll Matthíasson segir það hafa verið mikil vonbrigði að heyra í forsætisráðherra og bæjarstjóra Garðabæjar í dag. „Mitt hlutverk sem forstjóri Landspítala er að tryggja öryggi sjúklinga og það verður sí erfiðara í þessum gömlu húsum. Allt það sem truflar að nýjar byggingar rísi sem fyrst er stórhættulegt og það gengur bara alls ekki.“ „Ekki hafa þessir menn kynnt sér málin hjá okkur, það er búið að fara yfir þetta mál endurtekið aftur og aftur. Þetta er búið að fara í gegnum allar samþykktir sem þarf og meira að segja hefur bæjarstjórn Garðabæjar, vel að merkja, samþykkt svæðisskipulag. Alþingi hefur einróma verið samþykkt að þetta eigi að rísa á Hringbraut. Við skiljum ekki hvað fólki gengur til að þyrla upp enn einu sinni þessari flóknustu framkvæmd Íslandssögunnar. Það bara gengur ekki.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
„Það keyrði um þverbak í þessari viku og niðurstaðan var sú að við höfum gripið til þess óyndisrúrræðis að útbúa hér einingu í bílskýlinu til þess að taka við ef áfram flæðir yfir,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sívaxandi álag hefur verið á spítalann um langt skeið, bæði vegna öldrunar þjóðarinnar, auknum straummi ferðamanna og að sögn Páls ekki síst vegna þess að erfiðlega gengur að losa um sjúkrarými þar sem liggur fólk sem er búið að fá meðferð og þyrfti að komast annað. Undanfarnar vikur hefur spítalinn glímt við þessa erfiðleika í vaxandi rými.Öryggisógn á yfirfullum spítala„Við vorum með 28 sjúklinga hér á gangi á miðvikudagskvödið og 35 í rúmum sem komust ekki inn á yfirfullan spítala. Þannig að þetta er öryggisógn,“ sagði Páll þegar fréttastofa Stöðvar2 hitti hann við sjúkrarýmin í bílageymslunni í kvöld. „Við vonum að við þurfum ekki að grípa til þess um helgina en komi til þess þá er þetta rými sem hefur verið notað í hópslysum og á að vera notað í eiturefnaslysum. Það er hægt að nota það. Auðvitað er þetta ekki félegt, en það er tryggara heldur en ef við værum að dreifa fólki á yfirfullar deildir um allan spítala.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur fullt tilefni til að skoða alvarlega tilboð Garðabæjar um að nýr Landspítali rýsi við VífilsstaðiMilljónum eytt í mistök? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í dag að þótt búið sé að eyða hundruðum milljóna í undirbúning nýs Landspítala við Hringbraut sé ekki þar með sagt að klára þurfi mistökin. Hann vill skoða aðra staðsetningu, við Vífilsstaði. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar2 sagðist forsætisráðherra telja Vífilsstaði hafa ýmsa kosti framyfir Hringbraut. Þá gæti ríkið einnig selt eignirnar við Hringbraut háu verði og nýtt það fé til að hraða uppbyggingu á Vífilsstöðum.Ekki of seint að vinda ofan af málinu á Hringbraut Aðspurður hvort ekki væri ábyrgðarleysi á þessu stigi málsins að opna umræðuna um staðsetningu á nýjan leik neitaði forsætisráðherra því. „Það væri ábyrgðarleysi að halda áfram á braut sem hefur sýnt sig að hefur ýmsa galla. Stærri galla en menn kannski gerðu ráð fyrir, og skoða ekki hvort það sé hægt með öðrum hætti að gera þetta á hagkvæmari hátt og jafnvel hraðar." Síðustu sjö ár hefur samtals um tveimur milljörðum króna verið kostað til hönnunar- og skipulagsvinnu við Nýjan landspítala. Sigmundur telur að sú vinna og þeir fjármunir fari ekki í súginn með nýrri staðsetningu. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé of seint að vinda ofan af þessu. Þetta sjúkrahútel mun nýtast, hvort sem það gerir það áfram sem sjúkrahótel eða verður með tímanum breytt í eitthvað annað. Það væri mikil synd ef menn ætluðu að nota það sem rök fyrir því að halda áfram að gera mistök, að það sé nú þegar búið að eyða pening í mistökin."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segist ekki skilja hvað mönnum gangi til að þyrla upp málum varðandi staðsetningu nýs Landspítala.Ekkert samráð við starfsfólk spítalans Páll Matthíasson segir það hafa verið mikil vonbrigði að heyra í forsætisráðherra og bæjarstjóra Garðabæjar í dag. „Mitt hlutverk sem forstjóri Landspítala er að tryggja öryggi sjúklinga og það verður sí erfiðara í þessum gömlu húsum. Allt það sem truflar að nýjar byggingar rísi sem fyrst er stórhættulegt og það gengur bara alls ekki.“ „Ekki hafa þessir menn kynnt sér málin hjá okkur, það er búið að fara yfir þetta mál endurtekið aftur og aftur. Þetta er búið að fara í gegnum allar samþykktir sem þarf og meira að segja hefur bæjarstjórn Garðabæjar, vel að merkja, samþykkt svæðisskipulag. Alþingi hefur einróma verið samþykkt að þetta eigi að rísa á Hringbraut. Við skiljum ekki hvað fólki gengur til að þyrla upp enn einu sinni þessari flóknustu framkvæmd Íslandssögunnar. Það bara gengur ekki.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira