„Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. mars 2016 19:26 Páll Matthíasson vísir/gva „Það er rétt að ítreka það að þörf Landspítala fyrir nýjan spítala er gríðarleg og ekkert má stöðva þá uppbyggingu sem hafin er. Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í forstjórapistli á heimasíðu spítalans. Gripið var til þess ráðs í dag af stjórnendum bráðamóttöku að útbúa sjúkrarými í bílageymslu bráðamóttökunnar. Starfsfólk spítalans æfði móttöku sjúklinga í geymslunni ef ske kynni að fólk þyrfti að dveljast þar um helgina. Geymslan er þannig að hægt er, með litlum fyrirvara, að útbúa hana sem sjúkrarými en er það hugsað sem algert neyðarúrræði. „Við þessar aðstæður er algerlega óþolandi að heyra enn úrtöluraddir um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Hér er alvörumál á ferðinni sem snýst um öryggismál allra landsmanna.“ Í dag viðraði Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, hugmyndir um að nýr Landspítali myndi rísa á Vífilsstöðum. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lýsti því yfir að stjórnvöld ættu að bregðast við tilboðinu. „Eftir 15 ára yfirlegu hefur staðsetning spítalans verið ákveðin og þeir sem kjósa að hleypa þessu máli upp nú þegar framkvæmdir eru hafnar og málinu hefur verið siglt í höfn verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Hver einasti dagur sem uppbyggingin tefst, fyrir atbeina aðila með afar takmarkað vit á rekstri eða uppbyggingu háskólasjúkrahúss er alvörumál,“ skrifar Páll. Páll bendir á að því hafi verið haldið fram að mörg ár séu eftir af hönnunarvinnu en hið rétta sé að slíkri vinnu muni ljúka eftir rétt rúm tvö ár. Hann telur einnig að ef í uppbyggingu á Vífilstöðum yrði farið yrði spítalinn rekinn á þremur stöðum langt fram eftir þessari öld. Þá væri staðsetningin á Vífilsstöðum afleit staðsetning fyrir starfsmenn. „Það er líka rétt að segja það skýrt að háskólasjúkrahús sem þarf að vera í nánu samstarfi við háskólana verður ekki starfrækt með tölvupóstum, símhringingum og rápi um þvert höfuðborgarsvæðið. Landspítali er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem verið er að byggja í nágrenni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og öflugra þekkingarfyrirtækja eins og Íslenskrar erfðagreiningar og Alvogen.“ Pistil Páls í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Ráðherra steypir fyrstu steypu vegna byggingar sjúkrahótels Hótelið verður tekið í notkun árið 2017. 18. febrúar 2016 13:13 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
„Það er rétt að ítreka það að þörf Landspítala fyrir nýjan spítala er gríðarleg og ekkert má stöðva þá uppbyggingu sem hafin er. Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í forstjórapistli á heimasíðu spítalans. Gripið var til þess ráðs í dag af stjórnendum bráðamóttöku að útbúa sjúkrarými í bílageymslu bráðamóttökunnar. Starfsfólk spítalans æfði móttöku sjúklinga í geymslunni ef ske kynni að fólk þyrfti að dveljast þar um helgina. Geymslan er þannig að hægt er, með litlum fyrirvara, að útbúa hana sem sjúkrarými en er það hugsað sem algert neyðarúrræði. „Við þessar aðstæður er algerlega óþolandi að heyra enn úrtöluraddir um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Hér er alvörumál á ferðinni sem snýst um öryggismál allra landsmanna.“ Í dag viðraði Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, hugmyndir um að nýr Landspítali myndi rísa á Vífilsstöðum. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lýsti því yfir að stjórnvöld ættu að bregðast við tilboðinu. „Eftir 15 ára yfirlegu hefur staðsetning spítalans verið ákveðin og þeir sem kjósa að hleypa þessu máli upp nú þegar framkvæmdir eru hafnar og málinu hefur verið siglt í höfn verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Hver einasti dagur sem uppbyggingin tefst, fyrir atbeina aðila með afar takmarkað vit á rekstri eða uppbyggingu háskólasjúkrahúss er alvörumál,“ skrifar Páll. Páll bendir á að því hafi verið haldið fram að mörg ár séu eftir af hönnunarvinnu en hið rétta sé að slíkri vinnu muni ljúka eftir rétt rúm tvö ár. Hann telur einnig að ef í uppbyggingu á Vífilstöðum yrði farið yrði spítalinn rekinn á þremur stöðum langt fram eftir þessari öld. Þá væri staðsetningin á Vífilsstöðum afleit staðsetning fyrir starfsmenn. „Það er líka rétt að segja það skýrt að háskólasjúkrahús sem þarf að vera í nánu samstarfi við háskólana verður ekki starfrækt með tölvupóstum, símhringingum og rápi um þvert höfuðborgarsvæðið. Landspítali er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem verið er að byggja í nágrenni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og öflugra þekkingarfyrirtækja eins og Íslenskrar erfðagreiningar og Alvogen.“ Pistil Páls í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Ráðherra steypir fyrstu steypu vegna byggingar sjúkrahótels Hótelið verður tekið í notkun árið 2017. 18. febrúar 2016 13:13 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39
Ráðherra steypir fyrstu steypu vegna byggingar sjúkrahótels Hótelið verður tekið í notkun árið 2017. 18. febrúar 2016 13:13