Hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar bæti samkeppnishæfni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. mars 2016 18:07 Ragnheiður Elín Árnadóttir vísir/vilhelm Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp á ríkisstjórnarfundi í dag um hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Lagt verður til að endurgreiðslurnar hækki úr 20 prósentum í 25 prósent. Hún segir þessar breytingar koma til með að bæta samkeppnishæfni landsins til muna. „Þetta er kerfi sem hefur verið í gildi hér í lögum síðan 1999 og hefur haft gríðarlega mikið að segja um þann mikla vöxt og þann uppgang sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð á undanförnum árum. Ég er að leggja þetta til með þeim rökum að við viljum gjarnan að samkeppnishæfni okkar haldist og breytingar á sambærilegum kerfum í öðrum löndum sem hafa orðið til þess að okkar 20 prósent voru ekki lengur samkeppnishæf,” segir Ragnheiður. Löggjöfin sem Ragnheiður vísar til rennur út að óbreyttu um næstu áramót. Hún kveður á um að unnt sé að fá endurgreitt 20 prósent af framleiðslukostnaði kvikmyndar eða sjónvarpsefnis á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. „Við verðum alltaf að gæta að því í svona að kerfið sé sjálfbært og teljum að við þurfum að gæta að ákveðnu jafnvægi. Þetta má ekki vera þannig að menn upplifi að það sé verið að veita of mikinn afslátt gegn því sem kemur bæði inn í ríkissjóð og inn í efnahagskerfið og þarna teljum við að við séum að ná ágætis jafnvægi,” segir hún, aðspurð hvort fimm prósenta hækkun muni hafa mikla þýðingu fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Ragnheiður segist hafa litið til annarra landa við gerð frumvarpsins. „Við erum ekki með hæstu prósentuna en þarna erum við vel samkeppnisfær. Þetta hefur líka orðið til þess að á undanförnum árum hefur okkur tekist að byggja upp gríðarlega öflugan kvikmyndaiðnað. Þrátt fyrir að þetta sé ekki fjölmennasti kvikmyndageirinn þá er hann mjög sterkur og þéttur.” Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, segist fagna þessu frumvarpi. „Ég held að kvikmyndagerðarmenn séu almennt gríðarlega ánægðir með frumvarpið og Ragnheiði Elínu. Hún hefur staðið sig mjög vel í því að reyna að bæta aðstæður og það að hækka þetta í 25 prósent gerir það að verkum að við munum verða samkeppnishæfari í því að laða að fleiri verkefni, erlend verkefni, til landsins, og vissulega mun þetta líka styðja við innlenda kvikmyndagerð,” segir Hrafnhildur. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp á ríkisstjórnarfundi í dag um hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Lagt verður til að endurgreiðslurnar hækki úr 20 prósentum í 25 prósent. Hún segir þessar breytingar koma til með að bæta samkeppnishæfni landsins til muna. „Þetta er kerfi sem hefur verið í gildi hér í lögum síðan 1999 og hefur haft gríðarlega mikið að segja um þann mikla vöxt og þann uppgang sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð á undanförnum árum. Ég er að leggja þetta til með þeim rökum að við viljum gjarnan að samkeppnishæfni okkar haldist og breytingar á sambærilegum kerfum í öðrum löndum sem hafa orðið til þess að okkar 20 prósent voru ekki lengur samkeppnishæf,” segir Ragnheiður. Löggjöfin sem Ragnheiður vísar til rennur út að óbreyttu um næstu áramót. Hún kveður á um að unnt sé að fá endurgreitt 20 prósent af framleiðslukostnaði kvikmyndar eða sjónvarpsefnis á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. „Við verðum alltaf að gæta að því í svona að kerfið sé sjálfbært og teljum að við þurfum að gæta að ákveðnu jafnvægi. Þetta má ekki vera þannig að menn upplifi að það sé verið að veita of mikinn afslátt gegn því sem kemur bæði inn í ríkissjóð og inn í efnahagskerfið og þarna teljum við að við séum að ná ágætis jafnvægi,” segir hún, aðspurð hvort fimm prósenta hækkun muni hafa mikla þýðingu fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Ragnheiður segist hafa litið til annarra landa við gerð frumvarpsins. „Við erum ekki með hæstu prósentuna en þarna erum við vel samkeppnisfær. Þetta hefur líka orðið til þess að á undanförnum árum hefur okkur tekist að byggja upp gríðarlega öflugan kvikmyndaiðnað. Þrátt fyrir að þetta sé ekki fjölmennasti kvikmyndageirinn þá er hann mjög sterkur og þéttur.” Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, segist fagna þessu frumvarpi. „Ég held að kvikmyndagerðarmenn séu almennt gríðarlega ánægðir með frumvarpið og Ragnheiði Elínu. Hún hefur staðið sig mjög vel í því að reyna að bæta aðstæður og það að hækka þetta í 25 prósent gerir það að verkum að við munum verða samkeppnishæfari í því að laða að fleiri verkefni, erlend verkefni, til landsins, og vissulega mun þetta líka styðja við innlenda kvikmyndagerð,” segir Hrafnhildur.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira