Hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar bæti samkeppnishæfni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. mars 2016 18:07 Ragnheiður Elín Árnadóttir vísir/vilhelm Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp á ríkisstjórnarfundi í dag um hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Lagt verður til að endurgreiðslurnar hækki úr 20 prósentum í 25 prósent. Hún segir þessar breytingar koma til með að bæta samkeppnishæfni landsins til muna. „Þetta er kerfi sem hefur verið í gildi hér í lögum síðan 1999 og hefur haft gríðarlega mikið að segja um þann mikla vöxt og þann uppgang sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð á undanförnum árum. Ég er að leggja þetta til með þeim rökum að við viljum gjarnan að samkeppnishæfni okkar haldist og breytingar á sambærilegum kerfum í öðrum löndum sem hafa orðið til þess að okkar 20 prósent voru ekki lengur samkeppnishæf,” segir Ragnheiður. Löggjöfin sem Ragnheiður vísar til rennur út að óbreyttu um næstu áramót. Hún kveður á um að unnt sé að fá endurgreitt 20 prósent af framleiðslukostnaði kvikmyndar eða sjónvarpsefnis á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. „Við verðum alltaf að gæta að því í svona að kerfið sé sjálfbært og teljum að við þurfum að gæta að ákveðnu jafnvægi. Þetta má ekki vera þannig að menn upplifi að það sé verið að veita of mikinn afslátt gegn því sem kemur bæði inn í ríkissjóð og inn í efnahagskerfið og þarna teljum við að við séum að ná ágætis jafnvægi,” segir hún, aðspurð hvort fimm prósenta hækkun muni hafa mikla þýðingu fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Ragnheiður segist hafa litið til annarra landa við gerð frumvarpsins. „Við erum ekki með hæstu prósentuna en þarna erum við vel samkeppnisfær. Þetta hefur líka orðið til þess að á undanförnum árum hefur okkur tekist að byggja upp gríðarlega öflugan kvikmyndaiðnað. Þrátt fyrir að þetta sé ekki fjölmennasti kvikmyndageirinn þá er hann mjög sterkur og þéttur.” Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, segist fagna þessu frumvarpi. „Ég held að kvikmyndagerðarmenn séu almennt gríðarlega ánægðir með frumvarpið og Ragnheiði Elínu. Hún hefur staðið sig mjög vel í því að reyna að bæta aðstæður og það að hækka þetta í 25 prósent gerir það að verkum að við munum verða samkeppnishæfari í því að laða að fleiri verkefni, erlend verkefni, til landsins, og vissulega mun þetta líka styðja við innlenda kvikmyndagerð,” segir Hrafnhildur. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp á ríkisstjórnarfundi í dag um hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Lagt verður til að endurgreiðslurnar hækki úr 20 prósentum í 25 prósent. Hún segir þessar breytingar koma til með að bæta samkeppnishæfni landsins til muna. „Þetta er kerfi sem hefur verið í gildi hér í lögum síðan 1999 og hefur haft gríðarlega mikið að segja um þann mikla vöxt og þann uppgang sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð á undanförnum árum. Ég er að leggja þetta til með þeim rökum að við viljum gjarnan að samkeppnishæfni okkar haldist og breytingar á sambærilegum kerfum í öðrum löndum sem hafa orðið til þess að okkar 20 prósent voru ekki lengur samkeppnishæf,” segir Ragnheiður. Löggjöfin sem Ragnheiður vísar til rennur út að óbreyttu um næstu áramót. Hún kveður á um að unnt sé að fá endurgreitt 20 prósent af framleiðslukostnaði kvikmyndar eða sjónvarpsefnis á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. „Við verðum alltaf að gæta að því í svona að kerfið sé sjálfbært og teljum að við þurfum að gæta að ákveðnu jafnvægi. Þetta má ekki vera þannig að menn upplifi að það sé verið að veita of mikinn afslátt gegn því sem kemur bæði inn í ríkissjóð og inn í efnahagskerfið og þarna teljum við að við séum að ná ágætis jafnvægi,” segir hún, aðspurð hvort fimm prósenta hækkun muni hafa mikla þýðingu fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Ragnheiður segist hafa litið til annarra landa við gerð frumvarpsins. „Við erum ekki með hæstu prósentuna en þarna erum við vel samkeppnisfær. Þetta hefur líka orðið til þess að á undanförnum árum hefur okkur tekist að byggja upp gríðarlega öflugan kvikmyndaiðnað. Þrátt fyrir að þetta sé ekki fjölmennasti kvikmyndageirinn þá er hann mjög sterkur og þéttur.” Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, segist fagna þessu frumvarpi. „Ég held að kvikmyndagerðarmenn séu almennt gríðarlega ánægðir með frumvarpið og Ragnheiði Elínu. Hún hefur staðið sig mjög vel í því að reyna að bæta aðstæður og það að hækka þetta í 25 prósent gerir það að verkum að við munum verða samkeppnishæfari í því að laða að fleiri verkefni, erlend verkefni, til landsins, og vissulega mun þetta líka styðja við innlenda kvikmyndagerð,” segir Hrafnhildur.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira