Hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar bæti samkeppnishæfni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. mars 2016 18:07 Ragnheiður Elín Árnadóttir vísir/vilhelm Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp á ríkisstjórnarfundi í dag um hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Lagt verður til að endurgreiðslurnar hækki úr 20 prósentum í 25 prósent. Hún segir þessar breytingar koma til með að bæta samkeppnishæfni landsins til muna. „Þetta er kerfi sem hefur verið í gildi hér í lögum síðan 1999 og hefur haft gríðarlega mikið að segja um þann mikla vöxt og þann uppgang sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð á undanförnum árum. Ég er að leggja þetta til með þeim rökum að við viljum gjarnan að samkeppnishæfni okkar haldist og breytingar á sambærilegum kerfum í öðrum löndum sem hafa orðið til þess að okkar 20 prósent voru ekki lengur samkeppnishæf,” segir Ragnheiður. Löggjöfin sem Ragnheiður vísar til rennur út að óbreyttu um næstu áramót. Hún kveður á um að unnt sé að fá endurgreitt 20 prósent af framleiðslukostnaði kvikmyndar eða sjónvarpsefnis á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. „Við verðum alltaf að gæta að því í svona að kerfið sé sjálfbært og teljum að við þurfum að gæta að ákveðnu jafnvægi. Þetta má ekki vera þannig að menn upplifi að það sé verið að veita of mikinn afslátt gegn því sem kemur bæði inn í ríkissjóð og inn í efnahagskerfið og þarna teljum við að við séum að ná ágætis jafnvægi,” segir hún, aðspurð hvort fimm prósenta hækkun muni hafa mikla þýðingu fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Ragnheiður segist hafa litið til annarra landa við gerð frumvarpsins. „Við erum ekki með hæstu prósentuna en þarna erum við vel samkeppnisfær. Þetta hefur líka orðið til þess að á undanförnum árum hefur okkur tekist að byggja upp gríðarlega öflugan kvikmyndaiðnað. Þrátt fyrir að þetta sé ekki fjölmennasti kvikmyndageirinn þá er hann mjög sterkur og þéttur.” Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, segist fagna þessu frumvarpi. „Ég held að kvikmyndagerðarmenn séu almennt gríðarlega ánægðir með frumvarpið og Ragnheiði Elínu. Hún hefur staðið sig mjög vel í því að reyna að bæta aðstæður og það að hækka þetta í 25 prósent gerir það að verkum að við munum verða samkeppnishæfari í því að laða að fleiri verkefni, erlend verkefni, til landsins, og vissulega mun þetta líka styðja við innlenda kvikmyndagerð,” segir Hrafnhildur. Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp á ríkisstjórnarfundi í dag um hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Lagt verður til að endurgreiðslurnar hækki úr 20 prósentum í 25 prósent. Hún segir þessar breytingar koma til með að bæta samkeppnishæfni landsins til muna. „Þetta er kerfi sem hefur verið í gildi hér í lögum síðan 1999 og hefur haft gríðarlega mikið að segja um þann mikla vöxt og þann uppgang sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð á undanförnum árum. Ég er að leggja þetta til með þeim rökum að við viljum gjarnan að samkeppnishæfni okkar haldist og breytingar á sambærilegum kerfum í öðrum löndum sem hafa orðið til þess að okkar 20 prósent voru ekki lengur samkeppnishæf,” segir Ragnheiður. Löggjöfin sem Ragnheiður vísar til rennur út að óbreyttu um næstu áramót. Hún kveður á um að unnt sé að fá endurgreitt 20 prósent af framleiðslukostnaði kvikmyndar eða sjónvarpsefnis á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. „Við verðum alltaf að gæta að því í svona að kerfið sé sjálfbært og teljum að við þurfum að gæta að ákveðnu jafnvægi. Þetta má ekki vera þannig að menn upplifi að það sé verið að veita of mikinn afslátt gegn því sem kemur bæði inn í ríkissjóð og inn í efnahagskerfið og þarna teljum við að við séum að ná ágætis jafnvægi,” segir hún, aðspurð hvort fimm prósenta hækkun muni hafa mikla þýðingu fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Ragnheiður segist hafa litið til annarra landa við gerð frumvarpsins. „Við erum ekki með hæstu prósentuna en þarna erum við vel samkeppnisfær. Þetta hefur líka orðið til þess að á undanförnum árum hefur okkur tekist að byggja upp gríðarlega öflugan kvikmyndaiðnað. Þrátt fyrir að þetta sé ekki fjölmennasti kvikmyndageirinn þá er hann mjög sterkur og þéttur.” Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, segist fagna þessu frumvarpi. „Ég held að kvikmyndagerðarmenn séu almennt gríðarlega ánægðir með frumvarpið og Ragnheiði Elínu. Hún hefur staðið sig mjög vel í því að reyna að bæta aðstæður og það að hækka þetta í 25 prósent gerir það að verkum að við munum verða samkeppnishæfari í því að laða að fleiri verkefni, erlend verkefni, til landsins, og vissulega mun þetta líka styðja við innlenda kvikmyndagerð,” segir Hrafnhildur.
Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Sjá meira