Lífið

Lokaþáttur Ófærðar sýndur í kvöld: Fylgstu með Bretanum missa sig á Twitter

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingvar E. fór á kostum í Ófærð.
Ingvar E. fór á kostum í Ófærð. vísir
Englendingar munu að öllum líkindum sitja stjarfir fyrir framan sjónvarpsskjáinn í kvöld þegar lokaþátturinn af Ófærð fer í loftið klukkan 21 á BBC 4.

Í lokaþættinum verður hulunni loks svipt af því hver varð Geirmundi og Hrafni að bana en Bretinn hefur haft gríðarlega gaman af Ófærð og hefur þátturinn fengið frábæra dóma þar í landi.

Það er því ekki við öðru að búast en Englendingar verði nokkuð virkir á Twitter í kvöld en þeir hafa verið að styðjast við kassamerið #Trapped.

Hér að neðan geturðu fylgst með umræðunni á Twitter.


Tengdar fréttir

Augabrúnir Ilmar vekja athygli í Bretlandi

Síðasti þátturinn af hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð Ófærð verður sýndur á BBC 4 í Bretlandi um næstkomandi helgi. Enskt heiti Ófærðar er Trapped og hafa Bretar verið mjög duglegir við að tísta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×