Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Birgir Örn Steinarsson skrifar 13. mars 2016 09:00 Margrét og Una með dömubindin sem verða fáanleg á salernum Hagaskóla í næstu viku. Visir/Vilhelm Í næstu viku verða dömubindi og túrtappar fáanleg á öllum salernum Hagaskóla sem notuð eru af stelpum. Þetta er liður af fræðsluvikunni Túrvæðingin sem nýstofnað feministafélag skólans, Ronja (eftir samnefndri ræningjadóttur), stendur fyrir. Þetta kom fram á málþingi um kynhegðun, klámvæðingu og jafnréttisbaráttu ungs fólks sem haldið var í húsnæði Menntasviðs Háskóla Íslands fyrir troðfullu húsi í Stakkahlíðinni á föstudag. Yfirskriftin var „Ef þú ekki tottar, þú dagar upp og drepst!“. Una Torfadóttir, ein þeirra sem unnu Skrekk í fyrra með atriðinu „Elsku stelpur“, tilkynnti þetta í lok fyrirlesturs síns um tilurð og eftirmála atriðsins. Þessi dóttir þingmannsins Svandísar Svavarsdóttur er nú í tíunda bekk þar og mjög virk í feministafélaginu. Formaður félagsins og stofnandi heitir Margrét Snorradóttir, vinkona Unu sem einnig tók þátt í siguratriði Skrekks í fyrra. „Við erum að berjast fyrir því að borgin útvegi dömubindi og túrtappa á klósett í öllum skólum,“ sagði Una í viðtali við Vísi skömmu eftir að hún lauk erindi sínu á málþinginu. „Við viljum skapa þrýsting á borgaryfirvöld þess efnis að þetta verði svona á öllum almenningssalernum sem eru rekin af borginni. Vonandi taka einkafyrirtæki við sér líka. Þetta er í rauninni alveg jafn sjálfsagt og að hafa klósettpappír og sápu“. Ronja fékk styrk frá heildsölunum Nathan & Olsen og Isam sem skaffa félaginu 500 túrtappa og dömubindi af lagerum sínum. Á fræðsluvikunni verður líka sýnt myndband sem félagið vann á göngum skólans. „Við gengum á milli krakka í skólanum og spurðum þau hvað þau vissu um blæðingar? Við ætlum svo að selja kökur, kex og svoleiðis dóteri. Svo vonandi verður haldið umræðukvöld líka,“ segir Una að lokum. Skrekkur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Í næstu viku verða dömubindi og túrtappar fáanleg á öllum salernum Hagaskóla sem notuð eru af stelpum. Þetta er liður af fræðsluvikunni Túrvæðingin sem nýstofnað feministafélag skólans, Ronja (eftir samnefndri ræningjadóttur), stendur fyrir. Þetta kom fram á málþingi um kynhegðun, klámvæðingu og jafnréttisbaráttu ungs fólks sem haldið var í húsnæði Menntasviðs Háskóla Íslands fyrir troðfullu húsi í Stakkahlíðinni á föstudag. Yfirskriftin var „Ef þú ekki tottar, þú dagar upp og drepst!“. Una Torfadóttir, ein þeirra sem unnu Skrekk í fyrra með atriðinu „Elsku stelpur“, tilkynnti þetta í lok fyrirlesturs síns um tilurð og eftirmála atriðsins. Þessi dóttir þingmannsins Svandísar Svavarsdóttur er nú í tíunda bekk þar og mjög virk í feministafélaginu. Formaður félagsins og stofnandi heitir Margrét Snorradóttir, vinkona Unu sem einnig tók þátt í siguratriði Skrekks í fyrra. „Við erum að berjast fyrir því að borgin útvegi dömubindi og túrtappa á klósett í öllum skólum,“ sagði Una í viðtali við Vísi skömmu eftir að hún lauk erindi sínu á málþinginu. „Við viljum skapa þrýsting á borgaryfirvöld þess efnis að þetta verði svona á öllum almenningssalernum sem eru rekin af borginni. Vonandi taka einkafyrirtæki við sér líka. Þetta er í rauninni alveg jafn sjálfsagt og að hafa klósettpappír og sápu“. Ronja fékk styrk frá heildsölunum Nathan & Olsen og Isam sem skaffa félaginu 500 túrtappa og dömubindi af lagerum sínum. Á fræðsluvikunni verður líka sýnt myndband sem félagið vann á göngum skólans. „Við gengum á milli krakka í skólanum og spurðum þau hvað þau vissu um blæðingar? Við ætlum svo að selja kökur, kex og svoleiðis dóteri. Svo vonandi verður haldið umræðukvöld líka,“ segir Una að lokum.
Skrekkur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira