Handbolti

Góður sigur Valsara í Mosfellsbænum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur Hólmar var öflugur í kvöld.
Guðmundur Hólmar var öflugur í kvöld. vísir/valli
Valsmenn fóru í fínt ferðalag í Mosfellsbæinn í kvöld. Sóttu tvö stig og styrktu stöðu sína í öðru sæti deildarinnar.

Mosfellingar leiddu með tveim mörkum í hálfleik, 15-13, en Valur vann með tveim mörkum, 24-26.

Valur er fimm stigum á eftir toppliði Hauka en Afturelding er í þriðja sæti. Einum tíu stigum á eftir Valsmönnum.

Afturelding-Valur  24-26 (15-13)

Mörk Aftureldingar: Mikk Pinnonen 9, Birkir Benediktsson 5, Gunnar Kristinn Þórsson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Þrándur Gíslason 2, Pétur Júníusson 2, Böðvar Páll Ásgeirsson 1.

Mörk Vals: Elvar Friðriksson 7, Guðmundur Hólmar Helgason 6, Vignir Stefánsson 5, Ómar Ingi Magnússon 4, Sturla Magnússon 2, Geir Guðmundsson 1, Atli Már Báruson 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×