Innlent

Samfylkingin: Kosið í öll embætti á landsfundi í júní

Atli Ísleifsson skrifar
Árni Páll Árnason hefur hvorki sagt af eða á varðandi það hvort hann bjóði sig fram til áframhaldandi forystu.
Árni Páll Árnason hefur hvorki sagt af eða á varðandi það hvort hann bjóði sig fram til áframhaldandi forystu. Vísir/Ernir
Kosið verður til allra embætta á landsfundi Samfylkingarinnar sem fram fer helgina 3. til 4. júní. Þetta var ákveðið á fundi framkvæmdastjórnar flokksins í gærkvöldi.

„Það þýðir í reynd að aðal- og varamenn stjórnar og framkvæmdastjórnar munu leggja inn umboð sitt fyrir upphaf fundarins, en samkvæmt lögum flokksins ætti slíkt kjör fyrst að fara fram á reglulegum landsfundi 2017. Á landsfundi verður kosið um embætti formanns og varaformanns Samfylkingarinnar og telur framkvæmdastjórn æskilegt að flokksmönnum gefist færi á að kjósa um alla forystu flokksins,“ segir í tilkynningu frá flokknum.

Þingmaðurinn Helgi Hjörvar hefur enn sem komið er einn tilkynnt um framboð sitt til formanns flokksins. Árni Páll Árnason hefur hvorki sagt af eða á varðandi það hvort hann bjóði sig fram til áframhaldandi forystu.

Ályktun framkvæmdastjórnar 9. mars 2016

Stjórn og framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, aðal- og varamenn, samþykkja einróma að leggja til að kjörið verði til stjórnar og framkvæmdastjórnar á landsfundi 3. og 4. júní nk.

Nú liggur fyrir að formaður flokksins verði kjörinn í allsherjaratkvæðagreiðslu í aðdraganda landsfundar og að nýr varaformaður verði kjörinn á landsfundinum. Við þær aðstæður er æskilegt að tækifæri gefist til að kjósa alla forystu flokksins á sama tíma.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×