Ný kynslóð verður tilbúin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. mars 2016 06:00 Freyr Alexandersson. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, fór sáttur heim frá Algarve-mótinu í Portúgal með bronsverðlaun í farteskinu eftir sigur á Nýja-Sjálandi í bronsleiknum á miðvikudagskvöldið. Þrátt fyrir að Ísland hafi verið hársbreidd frá því að komast í úrslitaleik mótsins segir Freyr að margt jákvætt hafi einkennt leik íslenska liðsins og að þjálfarateymið hafi náð flestum sínum markmiðum sem það setti sér fyrir mótið. „Fyrst og fremst var ég ánægður með hversu góð frammistaða liðsins var heilt yfir og hversu gott hugarfar leikmenn voru með. Við þjálfararnir fengum jákvæð svör við þeim spurningum sem við höfðum og erum með mun skýrari sýn fyrir liðið eftir mótið,“ segir Freyr sem segir að leikmenn hefðu náð að bregðast vel við þeim lagfæringum sem hann vildi gera á leik liðsins. „Við vorum svo heppin að fá að spila við lið sem höfðu mismundandi leikstíl og leikfræði og náðum við að bregðast mjög vel við aðstæðum hverju sinni,“ sagði Freyr en Ísland vann Belgíu og Danmörku í fyrstu tveimur leikjunum en tapaði svo fyrir Kanda.Styrkti mína sannfæringu „Eftir leikinn gegn Kanada, þar sem við áttum fremur dapran fyrri hálfleik, mættum við Nýja-Sjálandi sem spilar svipaðan fótbolta. Þar áttum við skínandi góðan fyrri hálfleik og náðum að leysa það sem við gerðum ekki vel gegn Kanada.“ Það var stutt á milli leikja á mótinu í Portúgal og eins og sjá má á meðfylgjandi tölum notaði Freyr stóran hóp leikmanna. „Það styrkti þá sannfæringu sem við höfðum um hversu góða breidd við erum með í okkar hópi. Allir tóku sínum hlutverkum fagnandi og voru með sitt á hreinu. Aldursbilið í hópnum er einnig mjög gott og spannar mörg ár. Það er mjög góður aldur á íslenska landsliðinu.“Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark á Algarve-mótinu.vísir/stefánUndirbúningur fyrir stórmót Ísland hefur verið fastagestur á Algarve-mótinu undanfarin ár og Freyr segir að mikilvægi þess sé gríðarlega mikið fyrir íslenska landsliðið. „Það er eitt og sér ákveðin prófraun fyrir liðið að vera saman, dag og nótt, í ellefu daga. Það er í raun ekki hægt að fá betri æfingu fyrir stórmót,“ segir hann. „Þá eru leikirnir allir í virkilega góðum gæðaflokki og öll lið sem við mætum ýmist betri en við eða jafn góð.“ Hann segir einnig gott að geta dreift álaginu á milli leikmanna. „Það þýðir að við eigum nú hóp 30-35 leikmanna sem við treystum fyllilega til að spila með landsliðinu, sem er afar dýrmætt.“Horfum bjartsýn til framtíðar Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2017 í haust en liðið mætir næst Hvít-Rússum ytra þann 12. apríl. Ísland mætir svo Skotum, sem er einnig með fullt hús stiga, ytra 3. júní og gæti sá leikur ráðið miklu um toppbaráttu riðilsins og sæti á EM 2017 í Hollandi. Ísland hefur verið þátttakandi á síðustu tveimur Evrópumeistaramótum og Freyr er ánægður með hversu vel hafi gengið að móta nýja kynslóð sem taki við af brautryðjendunum sem komu Íslandi á sitt fyrsta stórmót fyrir sjö árum síðan. „Við getum horft bjartsýn til framtíðar. Við eigum stóran hóp ungra leikmanna sem hafa sýnt að þeir geta staðið í lappirnar og gripið sín tækifæri. Þetta eru leikmenn sem eiga bara eftir að verða betri. Þegar fyrsta kynslóðin, sem kom okkur fyrst á EM, hverfur endanlega þá er ný kynslóðin tilbúin.“Tölur frá Algarve-mótinu í Portúgal Fengu tækifæri í byrjunarliðinu hjá Frey Alexanderssyni á Algarve-mótinu. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir var sú síðasta og skoraði í sinum fyrsta byrjunarliðsleik á mótinu.6 Skoruðu fyrir íslenska liðið á mótinu. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Elín Metta Jensen, Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoruðu allar.4 Byrjuðu flesta leiki á mótinu. Anna Björk Kristjánsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir voru allar þrisvar sinnum í byrjunarliðinu.3 Báru fyrirliðabandið á mótinu. Margrét Lára Viðarsdóttir var fyrirliði í tveimur leikjum og þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir í hinum. Fótbolti Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, fór sáttur heim frá Algarve-mótinu í Portúgal með bronsverðlaun í farteskinu eftir sigur á Nýja-Sjálandi í bronsleiknum á miðvikudagskvöldið. Þrátt fyrir að Ísland hafi verið hársbreidd frá því að komast í úrslitaleik mótsins segir Freyr að margt jákvætt hafi einkennt leik íslenska liðsins og að þjálfarateymið hafi náð flestum sínum markmiðum sem það setti sér fyrir mótið. „Fyrst og fremst var ég ánægður með hversu góð frammistaða liðsins var heilt yfir og hversu gott hugarfar leikmenn voru með. Við þjálfararnir fengum jákvæð svör við þeim spurningum sem við höfðum og erum með mun skýrari sýn fyrir liðið eftir mótið,“ segir Freyr sem segir að leikmenn hefðu náð að bregðast vel við þeim lagfæringum sem hann vildi gera á leik liðsins. „Við vorum svo heppin að fá að spila við lið sem höfðu mismundandi leikstíl og leikfræði og náðum við að bregðast mjög vel við aðstæðum hverju sinni,“ sagði Freyr en Ísland vann Belgíu og Danmörku í fyrstu tveimur leikjunum en tapaði svo fyrir Kanda.Styrkti mína sannfæringu „Eftir leikinn gegn Kanada, þar sem við áttum fremur dapran fyrri hálfleik, mættum við Nýja-Sjálandi sem spilar svipaðan fótbolta. Þar áttum við skínandi góðan fyrri hálfleik og náðum að leysa það sem við gerðum ekki vel gegn Kanada.“ Það var stutt á milli leikja á mótinu í Portúgal og eins og sjá má á meðfylgjandi tölum notaði Freyr stóran hóp leikmanna. „Það styrkti þá sannfæringu sem við höfðum um hversu góða breidd við erum með í okkar hópi. Allir tóku sínum hlutverkum fagnandi og voru með sitt á hreinu. Aldursbilið í hópnum er einnig mjög gott og spannar mörg ár. Það er mjög góður aldur á íslenska landsliðinu.“Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark á Algarve-mótinu.vísir/stefánUndirbúningur fyrir stórmót Ísland hefur verið fastagestur á Algarve-mótinu undanfarin ár og Freyr segir að mikilvægi þess sé gríðarlega mikið fyrir íslenska landsliðið. „Það er eitt og sér ákveðin prófraun fyrir liðið að vera saman, dag og nótt, í ellefu daga. Það er í raun ekki hægt að fá betri æfingu fyrir stórmót,“ segir hann. „Þá eru leikirnir allir í virkilega góðum gæðaflokki og öll lið sem við mætum ýmist betri en við eða jafn góð.“ Hann segir einnig gott að geta dreift álaginu á milli leikmanna. „Það þýðir að við eigum nú hóp 30-35 leikmanna sem við treystum fyllilega til að spila með landsliðinu, sem er afar dýrmætt.“Horfum bjartsýn til framtíðar Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2017 í haust en liðið mætir næst Hvít-Rússum ytra þann 12. apríl. Ísland mætir svo Skotum, sem er einnig með fullt hús stiga, ytra 3. júní og gæti sá leikur ráðið miklu um toppbaráttu riðilsins og sæti á EM 2017 í Hollandi. Ísland hefur verið þátttakandi á síðustu tveimur Evrópumeistaramótum og Freyr er ánægður með hversu vel hafi gengið að móta nýja kynslóð sem taki við af brautryðjendunum sem komu Íslandi á sitt fyrsta stórmót fyrir sjö árum síðan. „Við getum horft bjartsýn til framtíðar. Við eigum stóran hóp ungra leikmanna sem hafa sýnt að þeir geta staðið í lappirnar og gripið sín tækifæri. Þetta eru leikmenn sem eiga bara eftir að verða betri. Þegar fyrsta kynslóðin, sem kom okkur fyrst á EM, hverfur endanlega þá er ný kynslóðin tilbúin.“Tölur frá Algarve-mótinu í Portúgal Fengu tækifæri í byrjunarliðinu hjá Frey Alexanderssyni á Algarve-mótinu. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir var sú síðasta og skoraði í sinum fyrsta byrjunarliðsleik á mótinu.6 Skoruðu fyrir íslenska liðið á mótinu. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Elín Metta Jensen, Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoruðu allar.4 Byrjuðu flesta leiki á mótinu. Anna Björk Kristjánsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir voru allar þrisvar sinnum í byrjunarliðinu.3 Báru fyrirliðabandið á mótinu. Margrét Lára Viðarsdóttir var fyrirliði í tveimur leikjum og þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir í hinum.
Fótbolti Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira