Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2016 15:08 Svo virðist sem BDSM-fólk hafi fagnað of snemma því að vera orðið fullgildir aðilar að Samtökunum ´78. visir/pjetur Stjórn Samtakanna ´78 ætlar að leggja það til á opnum félagsfundi í kvöld að boðað verði til sérstaks félagsfundar 31. mars þar sem kosning um umdeilda aðild BDSM á Íslandi, að samtökunum, fari fram aftur. Þetta er vegna formgalla á fundarboði á aðalfund þar sem aðildin var samþykkt. Málið hefur vakið mikla athygli og er umdeilt en á laugardag var samþykkt á aðalfundi Samtakanna ´78 að veita BDSM aðild að samtökunum. Eitthvað hefur borið á úrsögnum úr Samtökunum í kjölfar þessa. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og meðal annars birt viðtal við Magnús Hákonarson, formann BDSM á Íslandi, þar sem hann taldi aðildina mikilvægt skref til að útrýma fordómum gegn BDSM-fólki. En, svo virðist sem Magnús hafi fagnað þessum áfanga of snemma. Samtökin hafa gefið út tilkynningu um málið á síðu sinni.Stjórn Samtakanna ´78. Hún leggur til að kosið verði aftur um aðild BDSM á Íslandi.Mynd fengin af síðu Samtakanna ´78Stjórnin leitaði til Bjargar Valgeirsdóttur lögmann sem hefur útbúið minnisblað fyrir stjórnina þar sem hún leitar svara við spurningunni hvort stjórn Samtakanna ´78 hafi verið skylt að leggja umsókn BDSM á Íslandi fyrir aðalfund samtakanna þann 5. mars 2016. Við skoðun á lögmæti aðalfundarins, þar sem aðildin var samþykkt, kom í ljós formgalli á boðun fundarins. Til hans þarf að boða bréflega. Boðun fór hins vegar fram í gegnum tölvupóst, og þó hefð sé fyrir því telst það ekki duga til að aðalfundur teljist lögmætur. Því þarf kosningin að fara fram aftur. Efni félagsfundar yrði þá endurtekin kosningar um aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum ´78 og Aðild HIN – Hinsegin Norðurlands að Samtökunum auk kosningar aðila til stjórnar, trúnaðarráðs og skoðunarmanna reikninga. Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Stjórn Samtakanna ´78 ætlar að leggja það til á opnum félagsfundi í kvöld að boðað verði til sérstaks félagsfundar 31. mars þar sem kosning um umdeilda aðild BDSM á Íslandi, að samtökunum, fari fram aftur. Þetta er vegna formgalla á fundarboði á aðalfund þar sem aðildin var samþykkt. Málið hefur vakið mikla athygli og er umdeilt en á laugardag var samþykkt á aðalfundi Samtakanna ´78 að veita BDSM aðild að samtökunum. Eitthvað hefur borið á úrsögnum úr Samtökunum í kjölfar þessa. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og meðal annars birt viðtal við Magnús Hákonarson, formann BDSM á Íslandi, þar sem hann taldi aðildina mikilvægt skref til að útrýma fordómum gegn BDSM-fólki. En, svo virðist sem Magnús hafi fagnað þessum áfanga of snemma. Samtökin hafa gefið út tilkynningu um málið á síðu sinni.Stjórn Samtakanna ´78. Hún leggur til að kosið verði aftur um aðild BDSM á Íslandi.Mynd fengin af síðu Samtakanna ´78Stjórnin leitaði til Bjargar Valgeirsdóttur lögmann sem hefur útbúið minnisblað fyrir stjórnina þar sem hún leitar svara við spurningunni hvort stjórn Samtakanna ´78 hafi verið skylt að leggja umsókn BDSM á Íslandi fyrir aðalfund samtakanna þann 5. mars 2016. Við skoðun á lögmæti aðalfundarins, þar sem aðildin var samþykkt, kom í ljós formgalli á boðun fundarins. Til hans þarf að boða bréflega. Boðun fór hins vegar fram í gegnum tölvupóst, og þó hefð sé fyrir því telst það ekki duga til að aðalfundur teljist lögmætur. Því þarf kosningin að fara fram aftur. Efni félagsfundar yrði þá endurtekin kosningar um aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum ´78 og Aðild HIN – Hinsegin Norðurlands að Samtökunum auk kosningar aðila til stjórnar, trúnaðarráðs og skoðunarmanna reikninga.
Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13
Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00
Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54
Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08