Átök á milli drauma okkar og daglegs strits Magnús Guðmundsson skrifar 10. mars 2016 12:00 Ásgrímur Sverrisson kvikmyndaleikstjóri frumsýndi í gærkvöldi sína fyrstu mynd í fullri lengd, Reykjavík, sem fer í almnennar sýningar annað kvöld. Visir/Anton Brink Kvikmyndir hafa samræmi sem lífið hefur ekki,“ segir kvikmyndanördinn Hringur, aðalpersóna kvikmyndarinnar Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson. Í Reykjavík segir frá tímabili í lífi ungra hjóna í Reykjavík, sambandi þeirra, baslinu og hversdeginum, sigrum og ósigrum. Hér er á ferðinni fyrsta kvikmynd Ásgríms í fullri lengd þó svo hann hafi áratugum saman starfað innan kvikmyndageirans og haft ástríðu fyrir kvikmyndum frá unga aldri.Kvikmyndanörd „Ég er búinn að vera kvikmyndagerðarmaður, hef skrifað um kvikmyndir, unnið mikið fyrir sjónvarp og margt fleira sem þessu tengist í áratugi og í raun verið kvikmyndanörd eins og sagt er frá því að ég var polli. Þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt, nema að þetta er náttúrulega mín fyrsta langmynd og það getur nú oft reynst snúið að koma slíkum myndum á koppinn. Þetta er einfaldlega eitt af þessum verkefnum sem maður hefur verið að vinna að í soldinn tíma en auðvitað er þetta skrítið fyrir mig sem hef verið að gera kvikmyndir frá því fyrir 1980. Málið er að kvikmyndagerðin náði mér mjög snemma vegna þess að pabbi var einn af fyrstu starfsmönnum sjónvarpsins svo ég kynntist þessum heimi þegar ég var strákur. Á þeim tíma var sjónvarpið nánast eina kvikmyndagerðin á landinu og þá gerði ég ekki svo mikinn greinarmun á sjónvarpi og kvikmyndum. Þetta var allt sami hluturinn fyrir mér en svo áttaði ég mig seinna á aðgreiningunni þarna á milli þó hún sé reyndar aftur að hverfa. En þetta var eflaust ástæðan fyrir því að ég fékk neistann á sínum tíma.“Nanna Kristín Magnúsdóttir og Atli Rafn Sigurðsson í hlutverkum sínum.Draumarnir og lífið Aðalsöguhetjan í Reykjavík er mikill kvikmyndaáhugamaður og leitar í erfiðleikum talsvert inn í heim kvikmyndanna og því vaknar óneitanlega sú spurning hvort persónan sé byggð á Ásgrími. „Auðvitað horfir maður á lífið og fólk í kringum sig og byggir á því sem maður þekkir en þetta er samt skáldskapur. En ég var alveg viss um að sagan sem ég er að segja væri eitthvað sem margir kannast við og að hún höfðaði til fólks. Hugmyndin var líka að skoða hvernig greint og klárt fólk tekur upp á því að gera hluti sem eru allt annað en gáfulegir og hvernig okkur tekst að stokka upp lífi okkar. Kvikmyndirnar eru vissulega ákveðið skjól fyrir aðalpersónu myndarinnar og ákveðin leið inn í annan heim á erfiðum tímum. Myndin er soldið um þessi átök á milli hugmyndanna og hugsjónanna annars vegar og svo veruleikann hins vegar. Átök á milli þess að lifa drauminn og setja salt í grautinn. Við þekkjum þetta flest.“Saga úr hversdagslífinu Kvikmyndir eða öllu heldur ástríðan fyrir þeim leika stórt hlutverk í Reykjavík. Aðalpersónan rekur vídeóleigu með listrænum og klassískum kvikmyndum og í myndinni er að finna fjölda vísana í marga snjalla kvikmyndagerðarmenn en Ásgrímur leggur áherslu á að áhorfendur þurfi alls ekki að vera kvikmyndanördar til þess að njóta myndarinnar. „Ég var lengi að pæla í því hvað aðalpersónan ætti að vera að gera í sínu lífi og ákvað að lokum að byggja þetta á einhverju sem ég þekki sjálfur sem er þessi kvikmyndaheimur og þess vegna fannst mér tilvalið að hafa þessar vísanir. Þetta er innri heimur persónunnar. En ef hann væri með bíladellu eða fótboltadellu þá hefðu vísanirnar tekið mið af því en þetta er sá heimur sem ég þekki best og því varð hann fyrir valinu. Margt af því sem er þarna er líka einfaldlega vegna þess að mér fannst það passa við ákveðnar aðstæður og stemningu sem persónan er í. Fyrir persónunni er þetta líka nánast eins og boðun fagnaðarerindisins að reka þessa bíóbúð og veita fólki einhvers konar ánægju, innsýn og upplifun. En þú þarft alls ekki að þekkja þennan heim til þess að njóta myndarinnar. Þetta er fyrst og fremst saga úr hversdagslífinu með tengingu við þennan innri heim.Tökumaðurinn snjalli nestor Calvo á fyrsta tökudegi kvikmyndarinnar.Mikið af góðu fólki Aðalhlutverkin í Reykjavík eru í höndum þeirra Atla Rafns Sigurðssonar, Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Guðmundar Inga Þorvaldssonar og Grímu Kristjánsdóttur ásamt fleirum og Ásgrímur fer fögrum orðum um leikarahópinn. „Það var svo frábært að vinna með þessum leikurum því þau tóku utan um þetta af svo miklu öryggi og áreynsluleysi og það breytti svo miklu fyrir mig. Það er eitthvað sem er ofsalega verðmætt og gaman að upplifa því það eru svo ótal margir hlutir sem maður þarf að hafa áhyggjur af þegar maður er að gera mynd en ég þurfti aldrei að hafa áhyggjur af leikurunum. Var bara hæstánægður og organdi af gleði yfir þeirra vinnu. Við eigum líka orðið svo frábært fagfólk og þessi bransi hefur breyst mikið og fagmennskan aukist. Ég er svo með erlendan tökumann, Nestor Calvo sem var skólabróðir minn í Bretlandi fyrir tuttugu árum og okkur hefur alltaf langað til þess að vinna saman. Það var alveg ómetanlegt fyrir mig að hafa hann því hann er búinn að skjóta tuttugu og fimm bíómyndir og er einn af reyndustu tökumönnum Spánar. Svo fannst mér ég rosalega heppinn með að fá Sunnu Gunnlaugs til að gera tónlistina. Þessi kona er algjör gersemi því hún getur allt. Þetta er afskaplega skemmtileg djassmúsík sem hún hefur gert og við ætlum að gefa þessa tónlist út og svo verða tónleikar á fimmtudagskvöldið á Bryggjunni þar sem Sunna ætlar að spila tónlistina úr myndinni. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis, alveg tilvalin upphitun fyrir bíóferð um helgina.“ Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndir hafa samræmi sem lífið hefur ekki,“ segir kvikmyndanördinn Hringur, aðalpersóna kvikmyndarinnar Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson. Í Reykjavík segir frá tímabili í lífi ungra hjóna í Reykjavík, sambandi þeirra, baslinu og hversdeginum, sigrum og ósigrum. Hér er á ferðinni fyrsta kvikmynd Ásgríms í fullri lengd þó svo hann hafi áratugum saman starfað innan kvikmyndageirans og haft ástríðu fyrir kvikmyndum frá unga aldri.Kvikmyndanörd „Ég er búinn að vera kvikmyndagerðarmaður, hef skrifað um kvikmyndir, unnið mikið fyrir sjónvarp og margt fleira sem þessu tengist í áratugi og í raun verið kvikmyndanörd eins og sagt er frá því að ég var polli. Þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt, nema að þetta er náttúrulega mín fyrsta langmynd og það getur nú oft reynst snúið að koma slíkum myndum á koppinn. Þetta er einfaldlega eitt af þessum verkefnum sem maður hefur verið að vinna að í soldinn tíma en auðvitað er þetta skrítið fyrir mig sem hef verið að gera kvikmyndir frá því fyrir 1980. Málið er að kvikmyndagerðin náði mér mjög snemma vegna þess að pabbi var einn af fyrstu starfsmönnum sjónvarpsins svo ég kynntist þessum heimi þegar ég var strákur. Á þeim tíma var sjónvarpið nánast eina kvikmyndagerðin á landinu og þá gerði ég ekki svo mikinn greinarmun á sjónvarpi og kvikmyndum. Þetta var allt sami hluturinn fyrir mér en svo áttaði ég mig seinna á aðgreiningunni þarna á milli þó hún sé reyndar aftur að hverfa. En þetta var eflaust ástæðan fyrir því að ég fékk neistann á sínum tíma.“Nanna Kristín Magnúsdóttir og Atli Rafn Sigurðsson í hlutverkum sínum.Draumarnir og lífið Aðalsöguhetjan í Reykjavík er mikill kvikmyndaáhugamaður og leitar í erfiðleikum talsvert inn í heim kvikmyndanna og því vaknar óneitanlega sú spurning hvort persónan sé byggð á Ásgrími. „Auðvitað horfir maður á lífið og fólk í kringum sig og byggir á því sem maður þekkir en þetta er samt skáldskapur. En ég var alveg viss um að sagan sem ég er að segja væri eitthvað sem margir kannast við og að hún höfðaði til fólks. Hugmyndin var líka að skoða hvernig greint og klárt fólk tekur upp á því að gera hluti sem eru allt annað en gáfulegir og hvernig okkur tekst að stokka upp lífi okkar. Kvikmyndirnar eru vissulega ákveðið skjól fyrir aðalpersónu myndarinnar og ákveðin leið inn í annan heim á erfiðum tímum. Myndin er soldið um þessi átök á milli hugmyndanna og hugsjónanna annars vegar og svo veruleikann hins vegar. Átök á milli þess að lifa drauminn og setja salt í grautinn. Við þekkjum þetta flest.“Saga úr hversdagslífinu Kvikmyndir eða öllu heldur ástríðan fyrir þeim leika stórt hlutverk í Reykjavík. Aðalpersónan rekur vídeóleigu með listrænum og klassískum kvikmyndum og í myndinni er að finna fjölda vísana í marga snjalla kvikmyndagerðarmenn en Ásgrímur leggur áherslu á að áhorfendur þurfi alls ekki að vera kvikmyndanördar til þess að njóta myndarinnar. „Ég var lengi að pæla í því hvað aðalpersónan ætti að vera að gera í sínu lífi og ákvað að lokum að byggja þetta á einhverju sem ég þekki sjálfur sem er þessi kvikmyndaheimur og þess vegna fannst mér tilvalið að hafa þessar vísanir. Þetta er innri heimur persónunnar. En ef hann væri með bíladellu eða fótboltadellu þá hefðu vísanirnar tekið mið af því en þetta er sá heimur sem ég þekki best og því varð hann fyrir valinu. Margt af því sem er þarna er líka einfaldlega vegna þess að mér fannst það passa við ákveðnar aðstæður og stemningu sem persónan er í. Fyrir persónunni er þetta líka nánast eins og boðun fagnaðarerindisins að reka þessa bíóbúð og veita fólki einhvers konar ánægju, innsýn og upplifun. En þú þarft alls ekki að þekkja þennan heim til þess að njóta myndarinnar. Þetta er fyrst og fremst saga úr hversdagslífinu með tengingu við þennan innri heim.Tökumaðurinn snjalli nestor Calvo á fyrsta tökudegi kvikmyndarinnar.Mikið af góðu fólki Aðalhlutverkin í Reykjavík eru í höndum þeirra Atla Rafns Sigurðssonar, Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Guðmundar Inga Þorvaldssonar og Grímu Kristjánsdóttur ásamt fleirum og Ásgrímur fer fögrum orðum um leikarahópinn. „Það var svo frábært að vinna með þessum leikurum því þau tóku utan um þetta af svo miklu öryggi og áreynsluleysi og það breytti svo miklu fyrir mig. Það er eitthvað sem er ofsalega verðmætt og gaman að upplifa því það eru svo ótal margir hlutir sem maður þarf að hafa áhyggjur af þegar maður er að gera mynd en ég þurfti aldrei að hafa áhyggjur af leikurunum. Var bara hæstánægður og organdi af gleði yfir þeirra vinnu. Við eigum líka orðið svo frábært fagfólk og þessi bransi hefur breyst mikið og fagmennskan aukist. Ég er svo með erlendan tökumann, Nestor Calvo sem var skólabróðir minn í Bretlandi fyrir tuttugu árum og okkur hefur alltaf langað til þess að vinna saman. Það var alveg ómetanlegt fyrir mig að hafa hann því hann er búinn að skjóta tuttugu og fimm bíómyndir og er einn af reyndustu tökumönnum Spánar. Svo fannst mér ég rosalega heppinn með að fá Sunnu Gunnlaugs til að gera tónlistina. Þessi kona er algjör gersemi því hún getur allt. Þetta er afskaplega skemmtileg djassmúsík sem hún hefur gert og við ætlum að gefa þessa tónlist út og svo verða tónleikar á fimmtudagskvöldið á Bryggjunni þar sem Sunna ætlar að spila tónlistina úr myndinni. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis, alveg tilvalin upphitun fyrir bíóferð um helgina.“
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira