130 milljónir í ráðgjöf vegna skuldaviðræðna Ingvar Haraldsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Reykjanesbær fær stóran hluta af kostnaði vegna aðkeyptar sérfræðiráðgjafar endurgreiddan frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna samkvæmt Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar. vísir/gva Reykjanesbær og Reykjaneshöfn greiddu 130 milljónir króna fyrir aðkeypta ráðgjöf og aðra sérfræðivinnu á síðasta ári vegna viðræðna við kröfuhafa sína um niðurfellingu skulda. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, telur ráðgjöfina hafi verið nauðsynlega forsendu viðræðna við kröfuhafa bæjarins sem hófust í mars á síðasta ári. „Við hefðum ekki farið í þær annars,“ segir hann. Inni í upphæðinni sé meðal annars greiðsla fyrir fjárhagslega úttekt sem gerð var á Reykjanesbæ árið 2014. Fjöldi utanaðkomandi lögfræðinga, viðskiptafræðinga og endurskoðenda hafi unnið fyrir Reykjanesbæ í viðræðunum að sögn Kjartans. „Þessar útseldu stofur eru með háa taxta,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær greiddi sjálfur meginþorra upphæðarinnar eða 120 milljónir króna en Reykjaneshöfn 10 milljónir króna. Kjartan segir að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga muni endurgreiða stóran hluta af útlögðum kostnaði vegna ráðgjafarinnar. Það verði hins vegar ekki gert upp fyrr en viðræðum við kröfuhafa ljúki.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbæjarÍ kynningu Reykjanesbæjar til allra kröfuhafa frá 22. febrúar kemur fram að samkomulag hafi náðst við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. (EFF), um að afskrifa þyrfti 6.350 milljónir króna af heildarskuldum bæjarins svo hann geti uppfyllt lögbundið 150% skuldaviðmið árið 2022. Reykjanesbær hafði hótað því að óska eftir því að innanríkisráðuneytið skipaði fjárhagsstjórn yfir bænum myndi samkomulag ekki nást við kröfuhafa EFF. Samþykki annarra kröfuhafa fyrir afskriftarupphæðinni liggur hins vegar ekki fyrir að sögn Kjartans. Þá segir Kjartan ekkert samkomulag komið á um hve háa upphæð hver kröfuhafi afskrifi, hvorki í tilfelli kröfuhafa EFF né annarra. Bæjarfélagið skuldaði EFF 12,6 milljarða króna í árslok 2015. Heildarskuldir Reykjanesbæjar samkvæmt fjárhagsáætlun verða 44 milljarðar króna í árslok 2016 verði engar af skuldum bæjarins afskrifaðar. „Þetta er búið að taka miklu lengri tíma heldur en við reiknuðum með í upphafi,“ segir Kjartan Már. Hins vegar sé of seint að snúa við nú. „Við erum komin allt of langt í málinu til að setja niður fótinn eða hætta við núna,“ segir Kjartan Már. Þá muni ráðgjöfin borga sig, og vel það, takist að semja um tæplega 6,4 milljarða króna afskrift á skuldum bæjarins. „Þó að þetta séu vissulega háar tölur, ég er ekki að gera lítið úr því,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær ber ábyrgð á skuldum Reykjaneshafnar. Höfnin hefur verið í greiðslustöðvun frá 15.?október og fékk síðast greiðslufrest framlengdan til 15. mars. Kjartan segir að upphaflega hafi staðið til að funda þá með öllum kröfuhöfum en nú standi til að fresta fundinum um mánuð, til 15. apríl. Markmið viðræðnanna hefur verið að gera Reykjanesbæ kleift að koma bænum undir lögbundið 150% skuldaviðmið fyrir árið 2022. Skuldaviðmið Reykjanesbæjar eru nú 221 prósent og miðað við áætlunar Reykjanesbæjar verður hlutfallið yfir 200 prósent árið 2022 fáist skuldir ekki afskrifaðar. Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Reykjanesbær og Reykjaneshöfn greiddu 130 milljónir króna fyrir aðkeypta ráðgjöf og aðra sérfræðivinnu á síðasta ári vegna viðræðna við kröfuhafa sína um niðurfellingu skulda. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, telur ráðgjöfina hafi verið nauðsynlega forsendu viðræðna við kröfuhafa bæjarins sem hófust í mars á síðasta ári. „Við hefðum ekki farið í þær annars,“ segir hann. Inni í upphæðinni sé meðal annars greiðsla fyrir fjárhagslega úttekt sem gerð var á Reykjanesbæ árið 2014. Fjöldi utanaðkomandi lögfræðinga, viðskiptafræðinga og endurskoðenda hafi unnið fyrir Reykjanesbæ í viðræðunum að sögn Kjartans. „Þessar útseldu stofur eru með háa taxta,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær greiddi sjálfur meginþorra upphæðarinnar eða 120 milljónir króna en Reykjaneshöfn 10 milljónir króna. Kjartan segir að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga muni endurgreiða stóran hluta af útlögðum kostnaði vegna ráðgjafarinnar. Það verði hins vegar ekki gert upp fyrr en viðræðum við kröfuhafa ljúki.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbæjarÍ kynningu Reykjanesbæjar til allra kröfuhafa frá 22. febrúar kemur fram að samkomulag hafi náðst við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. (EFF), um að afskrifa þyrfti 6.350 milljónir króna af heildarskuldum bæjarins svo hann geti uppfyllt lögbundið 150% skuldaviðmið árið 2022. Reykjanesbær hafði hótað því að óska eftir því að innanríkisráðuneytið skipaði fjárhagsstjórn yfir bænum myndi samkomulag ekki nást við kröfuhafa EFF. Samþykki annarra kröfuhafa fyrir afskriftarupphæðinni liggur hins vegar ekki fyrir að sögn Kjartans. Þá segir Kjartan ekkert samkomulag komið á um hve háa upphæð hver kröfuhafi afskrifi, hvorki í tilfelli kröfuhafa EFF né annarra. Bæjarfélagið skuldaði EFF 12,6 milljarða króna í árslok 2015. Heildarskuldir Reykjanesbæjar samkvæmt fjárhagsáætlun verða 44 milljarðar króna í árslok 2016 verði engar af skuldum bæjarins afskrifaðar. „Þetta er búið að taka miklu lengri tíma heldur en við reiknuðum með í upphafi,“ segir Kjartan Már. Hins vegar sé of seint að snúa við nú. „Við erum komin allt of langt í málinu til að setja niður fótinn eða hætta við núna,“ segir Kjartan Már. Þá muni ráðgjöfin borga sig, og vel það, takist að semja um tæplega 6,4 milljarða króna afskrift á skuldum bæjarins. „Þó að þetta séu vissulega háar tölur, ég er ekki að gera lítið úr því,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær ber ábyrgð á skuldum Reykjaneshafnar. Höfnin hefur verið í greiðslustöðvun frá 15.?október og fékk síðast greiðslufrest framlengdan til 15. mars. Kjartan segir að upphaflega hafi staðið til að funda þá með öllum kröfuhöfum en nú standi til að fresta fundinum um mánuð, til 15. apríl. Markmið viðræðnanna hefur verið að gera Reykjanesbæ kleift að koma bænum undir lögbundið 150% skuldaviðmið fyrir árið 2022. Skuldaviðmið Reykjanesbæjar eru nú 221 prósent og miðað við áætlunar Reykjanesbæjar verður hlutfallið yfir 200 prósent árið 2022 fáist skuldir ekki afskrifaðar.
Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira