Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2016 11:48 „Af hverju að verja peningunum sem þú hefur unnið hörðum höndum fyrir í hótelherbergi, bíl og leiðsögumann þegar klikkaða ævintýrið bíður í ódýrum húsbíl á Íslandi. Farðu hvert sem er, sofðu hvar sem er og gerðu allt mögulegt á alveg ótrúlega ódýran hátt.“ Þannig er kostum KúKú Campers lýst á heimasíðu fyrirtækisins sem er annað tveggja sem býður erlendum ferðamönnum upp á ódýran valkost sem vill sækja landið heim. Að geta gist í bílnum sem þeir nota til að rúnta um landið. Ekki eru þó allir sáttir, þeirra á meðal Æsa Gísladóttir sem rekur gistiheimilið Norður-Vík nærri Vík í Mýrdal. Reglulega leggja ferðalangar umræddum húsbílum á bílastæði utan við gistiheimilið, nýta sér salernisaðstöðu og nettengingu en greiða ekkert fyrir. „Ég er alveg að gefast upp á þessum camperum. Telst til undantekninga ef þetta fólk er ekki að stunda nytjastuld. Gistir á bílastæðinu fyrir utan gististaðinn hjá okkur, er á netinu, hleypur inn á klósettið...Mér finnst gaman í vinnunni en þetta er eitthvað sem mér líkar ekki,“ segir Æsa sem kvað sér hljóðs í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Æsa segist í samtali við Vísi ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerlingin sem standi í því að reka fólk af svæðinu. Hins vegar sé ekki sanngjarnt að gestir sem greiði fyrir aðstöðuna þurfi að deila aðstöðu með þessu fólki og jafnvel bíða í röð eftir að komast á salernið. Þá hafi komið fyrir að viðkomandi fólk óski eftir því að fá lánaða hluti úr eldhúsinu. Ekki sé svo að um daglegt brauð er að ræða en þó nærri því. Um daginn voru átta gestir á gistiheimilinu og á sama tíma átta gestir á bílastæðinu. Geri fólk ekki þarfir sínar innanhúss þá finnur það sér stað í grenndinni utanhúss til að sinna kalli náttúrunnar.Að neðan má sjá eina af fjölmörgum auglýsingum frá Happy Campers.Æsa segist viss um að hún sé ekki sú eina sem sé ósátt við stöðuna eins og hún sé í dag. Hún telur lausnina á vandamálinu hljóta að snúa að því að fyrirtækin, KúKú Campers og Happy Campers, kynni þessi mál betur fyrir viðskiptavinum sínum. Þeir geti ekki lagt hvar sem er og treyst á að nýta sér þjónustu á gistiheimilum þar sem annað fólk greiði fyrir sömu þjónustu. Heilmikil umræða hefur skapast um málið á fyrrnefndri Facebook-síðu og sýnist sitt hverjum. Hvetja sumir Æsu til að setja upp skilti, það hafi reynst vel, og einnig að loka fyrir internetið sitt og skipta reglulega um lykilorð. Æsa þakkar ábendingarnar sem hún ætlar að nýta sér og fara brosandi inn í sumarið. „Vona að fljótlega verði líka gerð bragarbót á hvernig þessir bílar eru kynntir og seldir út svo vandamálið verði smærra í sniðum.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Af hverju að verja peningunum sem þú hefur unnið hörðum höndum fyrir í hótelherbergi, bíl og leiðsögumann þegar klikkaða ævintýrið bíður í ódýrum húsbíl á Íslandi. Farðu hvert sem er, sofðu hvar sem er og gerðu allt mögulegt á alveg ótrúlega ódýran hátt.“ Þannig er kostum KúKú Campers lýst á heimasíðu fyrirtækisins sem er annað tveggja sem býður erlendum ferðamönnum upp á ódýran valkost sem vill sækja landið heim. Að geta gist í bílnum sem þeir nota til að rúnta um landið. Ekki eru þó allir sáttir, þeirra á meðal Æsa Gísladóttir sem rekur gistiheimilið Norður-Vík nærri Vík í Mýrdal. Reglulega leggja ferðalangar umræddum húsbílum á bílastæði utan við gistiheimilið, nýta sér salernisaðstöðu og nettengingu en greiða ekkert fyrir. „Ég er alveg að gefast upp á þessum camperum. Telst til undantekninga ef þetta fólk er ekki að stunda nytjastuld. Gistir á bílastæðinu fyrir utan gististaðinn hjá okkur, er á netinu, hleypur inn á klósettið...Mér finnst gaman í vinnunni en þetta er eitthvað sem mér líkar ekki,“ segir Æsa sem kvað sér hljóðs í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Æsa segist í samtali við Vísi ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerlingin sem standi í því að reka fólk af svæðinu. Hins vegar sé ekki sanngjarnt að gestir sem greiði fyrir aðstöðuna þurfi að deila aðstöðu með þessu fólki og jafnvel bíða í röð eftir að komast á salernið. Þá hafi komið fyrir að viðkomandi fólk óski eftir því að fá lánaða hluti úr eldhúsinu. Ekki sé svo að um daglegt brauð er að ræða en þó nærri því. Um daginn voru átta gestir á gistiheimilinu og á sama tíma átta gestir á bílastæðinu. Geri fólk ekki þarfir sínar innanhúss þá finnur það sér stað í grenndinni utanhúss til að sinna kalli náttúrunnar.Að neðan má sjá eina af fjölmörgum auglýsingum frá Happy Campers.Æsa segist viss um að hún sé ekki sú eina sem sé ósátt við stöðuna eins og hún sé í dag. Hún telur lausnina á vandamálinu hljóta að snúa að því að fyrirtækin, KúKú Campers og Happy Campers, kynni þessi mál betur fyrir viðskiptavinum sínum. Þeir geti ekki lagt hvar sem er og treyst á að nýta sér þjónustu á gistiheimilum þar sem annað fólk greiði fyrir sömu þjónustu. Heilmikil umræða hefur skapast um málið á fyrrnefndri Facebook-síðu og sýnist sitt hverjum. Hvetja sumir Æsu til að setja upp skilti, það hafi reynst vel, og einnig að loka fyrir internetið sitt og skipta reglulega um lykilorð. Æsa þakkar ábendingarnar sem hún ætlar að nýta sér og fara brosandi inn í sumarið. „Vona að fljótlega verði líka gerð bragarbót á hvernig þessir bílar eru kynntir og seldir út svo vandamálið verði smærra í sniðum.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira