Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 10:11 „Ég frekar hissa á að ég fái að hanga þarna inni. Mig grunar að ég hafi pirrað meðlimi hópsins duglega,“ segir leigubílstjórinn Grétar Ólason. Grétar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Facebook-hópurinn Skutlarar! til umræðu. Hópurinn telur tæplega 24.000 manns en tilgangur hans er að ökumenn geti boðið öðrum far með sér ákveðna leið, gegn gjaldi. Margir ökumannanna eru með ýmsar veigar í skottinu sem þeir bjóða farþegum einnig til kaups. „Þarna setur einhver inn skeyti þar sem kemur fram að hann sé með vín eða kaldan í skottinu. Þar er ekki verið að bjóða upp á einn eða tvo bjóra heldur eru menn með litla Heiðrúnu í skottinu. Síðan eru þarna stöku póstar þar sem menn óska eftir eða auglýsa eiturlyf,“ segir Grétar.Þingmaður kominn í málið Hann bendir á að leigubílstjórar sitji undir ákveðnum hætti og þurfi að uppfylla ýmis skilyrði til að geta hafið störf. Að auki þurfi þeir að greiða tryggingar í botn og há stöðvargjöld til bifreiðastöðva. Þá séu farþegar í skutlarahópnum algerlega ótryggðir ef eitthvað kemur upp á. „Þessi hópur pirrar okkur því þetta er hörku samkeppni. Vinna okkar um helgar hefur snarminnkað vegna þessa hóps.“ Hann segir að hann hafi tekið skjáskot af póstum úr hópnum og sent áfram á lögregluna sem þakkar ætíð ábendinguna en geri lítið í málunum. Í viðtalinu upplýsti Grétar einnig að hann hefði rætt við þingmann Sjálfstæðisflokksins um að taka málið upp á þinginu. Ásmundur hefur flutt ræðu um málið undir liðnum störf þingsins og stefnir að því að ræða málið í fyrirspurnatíma við innanríkisráðherra. „Það er vonandi að innanríkisráðherra hjóli í málið og það komist einhver hreyfing á þetta,“ segir Grétar. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira
„Ég frekar hissa á að ég fái að hanga þarna inni. Mig grunar að ég hafi pirrað meðlimi hópsins duglega,“ segir leigubílstjórinn Grétar Ólason. Grétar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Facebook-hópurinn Skutlarar! til umræðu. Hópurinn telur tæplega 24.000 manns en tilgangur hans er að ökumenn geti boðið öðrum far með sér ákveðna leið, gegn gjaldi. Margir ökumannanna eru með ýmsar veigar í skottinu sem þeir bjóða farþegum einnig til kaups. „Þarna setur einhver inn skeyti þar sem kemur fram að hann sé með vín eða kaldan í skottinu. Þar er ekki verið að bjóða upp á einn eða tvo bjóra heldur eru menn með litla Heiðrúnu í skottinu. Síðan eru þarna stöku póstar þar sem menn óska eftir eða auglýsa eiturlyf,“ segir Grétar.Þingmaður kominn í málið Hann bendir á að leigubílstjórar sitji undir ákveðnum hætti og þurfi að uppfylla ýmis skilyrði til að geta hafið störf. Að auki þurfi þeir að greiða tryggingar í botn og há stöðvargjöld til bifreiðastöðva. Þá séu farþegar í skutlarahópnum algerlega ótryggðir ef eitthvað kemur upp á. „Þessi hópur pirrar okkur því þetta er hörku samkeppni. Vinna okkar um helgar hefur snarminnkað vegna þessa hóps.“ Hann segir að hann hafi tekið skjáskot af póstum úr hópnum og sent áfram á lögregluna sem þakkar ætíð ábendinguna en geri lítið í málunum. Í viðtalinu upplýsti Grétar einnig að hann hefði rætt við þingmann Sjálfstæðisflokksins um að taka málið upp á þinginu. Ásmundur hefur flutt ræðu um málið undir liðnum störf þingsins og stefnir að því að ræða málið í fyrirspurnatíma við innanríkisráðherra. „Það er vonandi að innanríkisráðherra hjóli í málið og það komist einhver hreyfing á þetta,“ segir Grétar. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira
Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20