Stóra bomban heldur áfram: Sakar Sigmund um innherjasvik og krefst afsagnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 09:30 Forstjórinn og ráðherrann karpa enn en að undanförnu hefur talsvert meira heyrst í Kára. Ritdeila Kára Stefánssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, „Stóra bomban“ hin síðari, heldur áfram. Í dag birtist í Morgunblaðinu opið bréf Kára til forsætisráðherra þar sem forstjórinn krefst þess að Sigmundur segi af sér auk þess að saka hann um innherjaviðskipti og möguleg landráð. „[Neyðist þú] ekki til þess að standa upp úr stólnum vegna þess að Alþingi er að einhverju leyti skipað lúðulökum og lufsum, þá er ég viss um að þú munir gera það af fúsum og frjálsum vilja af því þú ert góður drengur og af því þér þykir vænt um þína þjóð,“ skrifar Kári. Til stuðnings máli sínu bendir Kári á tvo punkta. Í fyrsta lagi bendir Kári á að Sigmundur Davíð sé einn þeirra kröfuhafa sem bera 550 milljörðum meira úr býtum en stefnt var að í upphafi. Forstjórinn segir að þar skipti engu þó að krafan hafi verið komin til vegna séreignar eiginkonu hans þar sem að reglur um innherjaviðskipti geri ráð fyrir að hagsmunir maka leið til sömu hagsmunaárekstra og þínir eigin. „Þjóðarleiðtogi sem er að semja fyrir hönd þjóðarsinnar og hefur sem einstaklingur hagsmuna að gæta með þeim sem hann er að semja við og gegn þjóðinni er óhæfur til þess að sinna starfi sínu og ef hann heldur því leyndi má leiða að því rök að hann hafi orðið uppvís að landráðum,“ skrifar Kári.Rifjar upp mál Baldurs Guðlaugs Í öðru lagi telur Kári að sú staðreynd að Sigmundur Davíð hafi haft innsýn í möguleg framtíðarverðmæti kröfu sinnar feli í sér að hann sé sekur um innherjaviðskipti. Líkir Kári máli Sigmundar meðal annars saman við mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. „Nú er líklegt að það séu þeir bæði í pólitík og utan sem mér eru ósammála um það sem ég hef sagt í þessu bréfi vegna þess að þú átt vegna verðleika þinna stuðningsmenn og aðdáendur út um allt en það er næsta víst að margir koma til með að sjá þetta svipuðum augum og ég. Þar af leiðandi kemurðu til með að hrekjast úr embætti að endingu þótt þú berjist gegn því með kjafti og klóm,“ segir í niðurlagi opna bréfsins.Stóra bomban hinni fyrri átti sér stað árið 1930 en það var ritdeila Jónasar Jónssonar frá Hriflu, þáverandi dómsmálaráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, og Helga Tómassonar yfirlæknis á Kleppi. Þó að efnistök þeirrar deilu hafi verið önnur eru atvik svipuð að hluta þar sem um ráðherra Framsóknarflokksins og læknir eru þátttakendur. Opinn pennavinskapur Kára og Sigmundar hefur einnig staðið yfir í talsvert lengri tíma. Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“ Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma. 18. febrúar 2016 10:37 Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Ritdeila Kára Stefánssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, „Stóra bomban“ hin síðari, heldur áfram. Í dag birtist í Morgunblaðinu opið bréf Kára til forsætisráðherra þar sem forstjórinn krefst þess að Sigmundur segi af sér auk þess að saka hann um innherjaviðskipti og möguleg landráð. „[Neyðist þú] ekki til þess að standa upp úr stólnum vegna þess að Alþingi er að einhverju leyti skipað lúðulökum og lufsum, þá er ég viss um að þú munir gera það af fúsum og frjálsum vilja af því þú ert góður drengur og af því þér þykir vænt um þína þjóð,“ skrifar Kári. Til stuðnings máli sínu bendir Kári á tvo punkta. Í fyrsta lagi bendir Kári á að Sigmundur Davíð sé einn þeirra kröfuhafa sem bera 550 milljörðum meira úr býtum en stefnt var að í upphafi. Forstjórinn segir að þar skipti engu þó að krafan hafi verið komin til vegna séreignar eiginkonu hans þar sem að reglur um innherjaviðskipti geri ráð fyrir að hagsmunir maka leið til sömu hagsmunaárekstra og þínir eigin. „Þjóðarleiðtogi sem er að semja fyrir hönd þjóðarsinnar og hefur sem einstaklingur hagsmuna að gæta með þeim sem hann er að semja við og gegn þjóðinni er óhæfur til þess að sinna starfi sínu og ef hann heldur því leyndi má leiða að því rök að hann hafi orðið uppvís að landráðum,“ skrifar Kári.Rifjar upp mál Baldurs Guðlaugs Í öðru lagi telur Kári að sú staðreynd að Sigmundur Davíð hafi haft innsýn í möguleg framtíðarverðmæti kröfu sinnar feli í sér að hann sé sekur um innherjaviðskipti. Líkir Kári máli Sigmundar meðal annars saman við mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. „Nú er líklegt að það séu þeir bæði í pólitík og utan sem mér eru ósammála um það sem ég hef sagt í þessu bréfi vegna þess að þú átt vegna verðleika þinna stuðningsmenn og aðdáendur út um allt en það er næsta víst að margir koma til með að sjá þetta svipuðum augum og ég. Þar af leiðandi kemurðu til með að hrekjast úr embætti að endingu þótt þú berjist gegn því með kjafti og klóm,“ segir í niðurlagi opna bréfsins.Stóra bomban hinni fyrri átti sér stað árið 1930 en það var ritdeila Jónasar Jónssonar frá Hriflu, þáverandi dómsmálaráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, og Helga Tómassonar yfirlæknis á Kleppi. Þó að efnistök þeirrar deilu hafi verið önnur eru atvik svipuð að hluta þar sem um ráðherra Framsóknarflokksins og læknir eru þátttakendur. Opinn pennavinskapur Kára og Sigmundar hefur einnig staðið yfir í talsvert lengri tíma.
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“ Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma. 18. febrúar 2016 10:37 Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45
Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“ Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma. 18. febrúar 2016 10:37
Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52
Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45