Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 07:33 Flestum farþegum vélarinnar hefur verið hleypt frá borði. vísir/afp Flugstjóri flugvélar EgyptAir, á leið frá Alexandriu til Kairó, var þvingaður til að lenda vél sinni á Larnaca flugvelli á Kýpur eftir að flugræningi tók yfir vélina. Þetta kemur fram á Twitter-síðu EgyptAir.Our flight MS181 is officially hijacked. we'll publish an official statement now. #Egyptair — EGYPTAIR (@EGYPTAIR) March 29, 2016 Gripið var til þessara aðgerða eftir að einn farþegi upplýsti um að hann væri íklæddur sprengjubelti. Hann skipaði áhöfn vélarinnar að breyta um stefnu og lenda í Kýpur. Flugvélin er af gerðinni Airbus A320 og 81 farþegi er um borð. Samkvæmt tísti frá EgyptAir hefur öllum farþegum verið hleypt frá borði að undanskildum fimm sem ekki eru egypskir. Áhöfn vélarinnar er enn í haldi um borð í vélinni. Lögreglan á Kýpur segir að ræningjarnir hafi enn sem komið er ekki lagt fram neinar kröfur. Samningateymi er á leið á völlinn. Larnaca flugvelli hefur verið lokað og er flugum til vallarins beint annað á meðan gíslatökuástandið stendur yfir.Uppfært 08.58: „Þetta er ekki atvik sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Nicos Anastasiades, forseti Kýpur í samtali við fjölmiðla. Fimm áhafnarmeðlimum hefur verið hleypt frá borði. Flugræninginn hefur nú sett fram þá kröfu, að fá að hitta fyrrverandi konu sína, sem er frá Kýpur. Nýjustu fregnir herma að verið sé að flytja konu mannsins á flugvöllinn. Maðurinn er 27 ára og er nú verið að kanna hvort sprengjubeltið, sem hann bar um sig, sé raunverulegt eða eftirlíking. Strax eftir lendingu sleppti hann öllum farþegum nema fjórum og áhöfninni. Hluta áhafnarinnar hefur nú verið sleppt samkvæmt fréttum frá AFP.Uppfært 09:35: Flugmálaráðherra Egyptalands segir að sjö manns sé enn haldið í gíslingu í vélinni: flugstjóri, flugmaður öryggisfulltrúi, flugfreyja og þrír farþegar.Uppfært 10:28: Kýpverskir fjölmiðlar segja flugræningjann nú hafa krafist þess að föngum í Egyptalandi verði sleppt. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira
Flugstjóri flugvélar EgyptAir, á leið frá Alexandriu til Kairó, var þvingaður til að lenda vél sinni á Larnaca flugvelli á Kýpur eftir að flugræningi tók yfir vélina. Þetta kemur fram á Twitter-síðu EgyptAir.Our flight MS181 is officially hijacked. we'll publish an official statement now. #Egyptair — EGYPTAIR (@EGYPTAIR) March 29, 2016 Gripið var til þessara aðgerða eftir að einn farþegi upplýsti um að hann væri íklæddur sprengjubelti. Hann skipaði áhöfn vélarinnar að breyta um stefnu og lenda í Kýpur. Flugvélin er af gerðinni Airbus A320 og 81 farþegi er um borð. Samkvæmt tísti frá EgyptAir hefur öllum farþegum verið hleypt frá borði að undanskildum fimm sem ekki eru egypskir. Áhöfn vélarinnar er enn í haldi um borð í vélinni. Lögreglan á Kýpur segir að ræningjarnir hafi enn sem komið er ekki lagt fram neinar kröfur. Samningateymi er á leið á völlinn. Larnaca flugvelli hefur verið lokað og er flugum til vallarins beint annað á meðan gíslatökuástandið stendur yfir.Uppfært 08.58: „Þetta er ekki atvik sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Nicos Anastasiades, forseti Kýpur í samtali við fjölmiðla. Fimm áhafnarmeðlimum hefur verið hleypt frá borði. Flugræninginn hefur nú sett fram þá kröfu, að fá að hitta fyrrverandi konu sína, sem er frá Kýpur. Nýjustu fregnir herma að verið sé að flytja konu mannsins á flugvöllinn. Maðurinn er 27 ára og er nú verið að kanna hvort sprengjubeltið, sem hann bar um sig, sé raunverulegt eða eftirlíking. Strax eftir lendingu sleppti hann öllum farþegum nema fjórum og áhöfninni. Hluta áhafnarinnar hefur nú verið sleppt samkvæmt fréttum frá AFP.Uppfært 09:35: Flugmálaráðherra Egyptalands segir að sjö manns sé enn haldið í gíslingu í vélinni: flugstjóri, flugmaður öryggisfulltrúi, flugfreyja og þrír farþegar.Uppfært 10:28: Kýpverskir fjölmiðlar segja flugræningjann nú hafa krafist þess að föngum í Egyptalandi verði sleppt. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira