Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 07:33 Flestum farþegum vélarinnar hefur verið hleypt frá borði. vísir/afp Flugstjóri flugvélar EgyptAir, á leið frá Alexandriu til Kairó, var þvingaður til að lenda vél sinni á Larnaca flugvelli á Kýpur eftir að flugræningi tók yfir vélina. Þetta kemur fram á Twitter-síðu EgyptAir.Our flight MS181 is officially hijacked. we'll publish an official statement now. #Egyptair — EGYPTAIR (@EGYPTAIR) March 29, 2016 Gripið var til þessara aðgerða eftir að einn farþegi upplýsti um að hann væri íklæddur sprengjubelti. Hann skipaði áhöfn vélarinnar að breyta um stefnu og lenda í Kýpur. Flugvélin er af gerðinni Airbus A320 og 81 farþegi er um borð. Samkvæmt tísti frá EgyptAir hefur öllum farþegum verið hleypt frá borði að undanskildum fimm sem ekki eru egypskir. Áhöfn vélarinnar er enn í haldi um borð í vélinni. Lögreglan á Kýpur segir að ræningjarnir hafi enn sem komið er ekki lagt fram neinar kröfur. Samningateymi er á leið á völlinn. Larnaca flugvelli hefur verið lokað og er flugum til vallarins beint annað á meðan gíslatökuástandið stendur yfir.Uppfært 08.58: „Þetta er ekki atvik sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Nicos Anastasiades, forseti Kýpur í samtali við fjölmiðla. Fimm áhafnarmeðlimum hefur verið hleypt frá borði. Flugræninginn hefur nú sett fram þá kröfu, að fá að hitta fyrrverandi konu sína, sem er frá Kýpur. Nýjustu fregnir herma að verið sé að flytja konu mannsins á flugvöllinn. Maðurinn er 27 ára og er nú verið að kanna hvort sprengjubeltið, sem hann bar um sig, sé raunverulegt eða eftirlíking. Strax eftir lendingu sleppti hann öllum farþegum nema fjórum og áhöfninni. Hluta áhafnarinnar hefur nú verið sleppt samkvæmt fréttum frá AFP.Uppfært 09:35: Flugmálaráðherra Egyptalands segir að sjö manns sé enn haldið í gíslingu í vélinni: flugstjóri, flugmaður öryggisfulltrúi, flugfreyja og þrír farþegar.Uppfært 10:28: Kýpverskir fjölmiðlar segja flugræningjann nú hafa krafist þess að föngum í Egyptalandi verði sleppt. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Flugstjóri flugvélar EgyptAir, á leið frá Alexandriu til Kairó, var þvingaður til að lenda vél sinni á Larnaca flugvelli á Kýpur eftir að flugræningi tók yfir vélina. Þetta kemur fram á Twitter-síðu EgyptAir.Our flight MS181 is officially hijacked. we'll publish an official statement now. #Egyptair — EGYPTAIR (@EGYPTAIR) March 29, 2016 Gripið var til þessara aðgerða eftir að einn farþegi upplýsti um að hann væri íklæddur sprengjubelti. Hann skipaði áhöfn vélarinnar að breyta um stefnu og lenda í Kýpur. Flugvélin er af gerðinni Airbus A320 og 81 farþegi er um borð. Samkvæmt tísti frá EgyptAir hefur öllum farþegum verið hleypt frá borði að undanskildum fimm sem ekki eru egypskir. Áhöfn vélarinnar er enn í haldi um borð í vélinni. Lögreglan á Kýpur segir að ræningjarnir hafi enn sem komið er ekki lagt fram neinar kröfur. Samningateymi er á leið á völlinn. Larnaca flugvelli hefur verið lokað og er flugum til vallarins beint annað á meðan gíslatökuástandið stendur yfir.Uppfært 08.58: „Þetta er ekki atvik sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Nicos Anastasiades, forseti Kýpur í samtali við fjölmiðla. Fimm áhafnarmeðlimum hefur verið hleypt frá borði. Flugræninginn hefur nú sett fram þá kröfu, að fá að hitta fyrrverandi konu sína, sem er frá Kýpur. Nýjustu fregnir herma að verið sé að flytja konu mannsins á flugvöllinn. Maðurinn er 27 ára og er nú verið að kanna hvort sprengjubeltið, sem hann bar um sig, sé raunverulegt eða eftirlíking. Strax eftir lendingu sleppti hann öllum farþegum nema fjórum og áhöfninni. Hluta áhafnarinnar hefur nú verið sleppt samkvæmt fréttum frá AFP.Uppfært 09:35: Flugmálaráðherra Egyptalands segir að sjö manns sé enn haldið í gíslingu í vélinni: flugstjóri, flugmaður öryggisfulltrúi, flugfreyja og þrír farþegar.Uppfært 10:28: Kýpverskir fjölmiðlar segja flugræningjann nú hafa krafist þess að föngum í Egyptalandi verði sleppt. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira