Viðskipti innlent

WOW air fær lóð undir nýjar höfuðstöðvar sínar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skúli Mogensen er stofnandi og forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen er stofnandi og forstjóri WOW air. vísir/vilhelm
Bæjarráð Kópavogsbæjar samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að úthluta lóðunum Vesturvör 38a og b til WOW air undir nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins.

Flugfélagið óskaði eftir viðræðum við Kópavogsbæ á síðasta ári um að fá lóð undir byggingu níu þúsund fermetra atvinnu- og skrifstofuhúsnæðis við sjávarsíðuna á Kársnesi. Áætlað er að fyrsti áfangi hússins verði tilbúinn á árinu 2017 eða 2018. 

Í bréfi sem Skúli Mogensen sendi Kópavogsbæ í október kemur fram að Þá segir að WOW air muni halda samkeppni fjögurra eða fimm arkitektastofa um hönnunina. Hugað verði að tengingum við göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga og fyrirhugaða Fossvogsbrú. Lóðin eigi að hluta að nýtast almenningi og geti orðið áfangastaður fyrir þá sem fara um svæðið með einhverri afþreyingu.

Núverandi höfuðstöðvar WOW eru í Katrínartúni og Bríetartúni í Reykjavík og eru samtals tvö þúsund fermetrar. 

Loftmynd af svæðinu þar sem WOW air hefur verið úthlutað lóðum undir nýjar höfuðstöðvar sínar.mynd/loftmynd.is

Tengdar fréttir

Vill nýjar höfuðstöðvar fyrir WOW á Kársnesi

WOW air vill lóð til að reisa níu þúsund fermetra húsnæði í Kópavogi. Þar verði kaffihús og listsýningar. Bæjarstjórinn segir Kársnesið í þróun. Þar sé gert ráð fyrir yndishöfn.

WOW air skilar 1,5 milljarða hagnaði

Rekstrarhagnaður WOW air fyrir árið 2015 nam 1,5 milljörðum króna en það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flugfélagið tapaði 700 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×