Lífið

Líflegasta erfidrykkja sem internetið hefur séð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fæstir, ef einhverjir Íslendingar, kannast við hinn írska Ger Foley. Sá lést á dögunum aðeins 45 ára aldri eftir að hafa glímt við slímseigjusjúkdóm alla sína ævi.

Foley, sem gekk undir gælunafninu bóndinn, var borinn til grafar á skírdag og til að heiðra minningu hans komu vinir hans í smábænum Killorglin saman á krá bæjarins.

Aðeins ein leið kom til greina til að heiðra hann en það var að öskursyngja með laginu Mr. Brightside með bandarísku hljómsveitinni The Killers. Úr varð einhver eftirminnilegasta erfidrykkja sem ratað hefur á netið.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×