„Hefði getað verið hver sem er úr mínum hópi“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. mars 2016 20:30 Íslensk kona, sem fór til Norður Kóreu með sömu ferðaskrifstofu, og dvaldi á sama hóteli og bandarískur námsmaður sem í síðustu viku var dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu þar í landi, segist vera slegin yfir fréttum af málinu. Hver sem er úr hennar hópi hefði getað hlotið sömu örlög. Heimspressan fjallaði í síðustu viku um dóm Norður Kóreskra yfirvalda yfir Otto Warmbier, tuttugu og eins árs gömlum bandaríkjamanni. Var hann dæmdur í fimmtán ára fangelsi og þrælkunarvinnu fyrir að hafa stolið áróðursskilti af hóteli sem hann dvaldi á í fimm daga í desember. Sagðist hann hafa ætlað að fara heim til Bandaríkjanna með minjagrip. Ása Steinarsdóttir hefur undanfarið ár ferðast um Asíu. Hún fór til Norður Kóreu ásamt kærasta sínum í nóvember á síðasta ári með ferðaskrifstofunni Young Pioneer Tours. Það er sama skrifstofa og OttO fór með mánuði seinna. Ása dvaldi á sama hóteli og Ottó, þaðan sem hann stal áróðursskiltinu. „Maður hugsar bara að þetta hefði getað verið hver sem er úr hópnum mínum í rauninni. Það var alveg stemning fyrir því að reyna að taka minjagripi hér og þar. Það lágu dagblöð á borðum og tímarit, og fólki langar að eiga minjagripi frá Norður Kóreu. Maður gleymdi því svolítið að maður væri í svona hættulegu landi,“ segir Ása. Hún kveðst vera slegin yfir fréttum af málinu þar sem það sé afar vinsælt það afar vinsælt að ferðamenn taki með sér minjagripi með áróðri Norður Kóreskra yfirvalda. „Það voru minjagripabúðir með vörum sem var ritstýrt. Þannig að sjá alvöru dagblöð eða eitthvað annað skrifað á þeirra tungumáli var einhvern veginn meiri minjagripur fyrir fólk. Eins og fyrir þennan strák, hann hefur kannski séð þetta plakat og bara kippt því með sér,,“ segir Ása. Ása segist í raun hafa gert sér grein fyrir hversu hættulegt það raunverulega er fyrir ferðamenn að taka ólöglega hluti með sér út úr Norður Kóreu eftir að hún kom heim og las fréttir af máli Ottos. Þetta er svona búið að vera að síast inn. Að maður hafi farið þangað. Maður er bara heppin að ekkert hafi komið fyrir því við vorum líka alveg að taka ljósmyndir, frekar mikið af ljósmyndum, og það eru ákveðnir staðir og hermenn til dæmis sem þú mátt ekki taka myndir af en við vorum alveg að stelast til þess. Þegar maður hugsar þetta eftir á þá á maður ekkert að vera að gera svoleiðis í hættulegum löndum,“ segir Ása Steinarsdóttir. Tengdar fréttir Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum. 16. mars 2016 07:25 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira
Íslensk kona, sem fór til Norður Kóreu með sömu ferðaskrifstofu, og dvaldi á sama hóteli og bandarískur námsmaður sem í síðustu viku var dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu þar í landi, segist vera slegin yfir fréttum af málinu. Hver sem er úr hennar hópi hefði getað hlotið sömu örlög. Heimspressan fjallaði í síðustu viku um dóm Norður Kóreskra yfirvalda yfir Otto Warmbier, tuttugu og eins árs gömlum bandaríkjamanni. Var hann dæmdur í fimmtán ára fangelsi og þrælkunarvinnu fyrir að hafa stolið áróðursskilti af hóteli sem hann dvaldi á í fimm daga í desember. Sagðist hann hafa ætlað að fara heim til Bandaríkjanna með minjagrip. Ása Steinarsdóttir hefur undanfarið ár ferðast um Asíu. Hún fór til Norður Kóreu ásamt kærasta sínum í nóvember á síðasta ári með ferðaskrifstofunni Young Pioneer Tours. Það er sama skrifstofa og OttO fór með mánuði seinna. Ása dvaldi á sama hóteli og Ottó, þaðan sem hann stal áróðursskiltinu. „Maður hugsar bara að þetta hefði getað verið hver sem er úr hópnum mínum í rauninni. Það var alveg stemning fyrir því að reyna að taka minjagripi hér og þar. Það lágu dagblöð á borðum og tímarit, og fólki langar að eiga minjagripi frá Norður Kóreu. Maður gleymdi því svolítið að maður væri í svona hættulegu landi,“ segir Ása. Hún kveðst vera slegin yfir fréttum af málinu þar sem það sé afar vinsælt það afar vinsælt að ferðamenn taki með sér minjagripi með áróðri Norður Kóreskra yfirvalda. „Það voru minjagripabúðir með vörum sem var ritstýrt. Þannig að sjá alvöru dagblöð eða eitthvað annað skrifað á þeirra tungumáli var einhvern veginn meiri minjagripur fyrir fólk. Eins og fyrir þennan strák, hann hefur kannski séð þetta plakat og bara kippt því með sér,,“ segir Ása. Ása segist í raun hafa gert sér grein fyrir hversu hættulegt það raunverulega er fyrir ferðamenn að taka ólöglega hluti með sér út úr Norður Kóreu eftir að hún kom heim og las fréttir af máli Ottos. Þetta er svona búið að vera að síast inn. Að maður hafi farið þangað. Maður er bara heppin að ekkert hafi komið fyrir því við vorum líka alveg að taka ljósmyndir, frekar mikið af ljósmyndum, og það eru ákveðnir staðir og hermenn til dæmis sem þú mátt ekki taka myndir af en við vorum alveg að stelast til þess. Þegar maður hugsar þetta eftir á þá á maður ekkert að vera að gera svoleiðis í hættulegum löndum,“ segir Ása Steinarsdóttir.
Tengdar fréttir Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum. 16. mars 2016 07:25 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira
Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum. 16. mars 2016 07:25