Lebron James dreymir um ofurlið í NBA með öllum vinum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 15:30 LeBron James, Dwyane Wade og Carmelo Anthony unnu gull saman á ÓL í Peking 2008 og hér fagna þeir því með Kobe Bryant. Vísir/Getty NBA-stórstjarnan LeBron James hefur það þegar á ferilsskrá sinni að setja saman súperlið í Miami Heat þegar hann, Dwayne Wade og Chris Bosh fundu leið til að spila saman í á suðurströnd Flórída en hann dreymir nú um annað ofurlið. LeBron James snéri aftur heim til Cleveland Cavaliers sumarið 2014, Cleveland-liðið fór í lokaúrslitin í fyrra og er núna með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það breytir ekki því að kappinn dreymir núna um að setja saman ofurlið. ESPN segir frá. Nú vill hann fá tækifæri til að spila með öllum bestu vinum sínum í NBA-deildinni eða þeim Carmelo Anthony, Chris Paul og Dwyane Wade. Þeir Wade og James hafa orðið NBA-meistarar en Anthony og Paul hafa aldrei verið nálægt því að vinna titilinn eftirsótta. „Ég vona það virkilega að við getum allir spilað saman áður en ferillinn okkar er á enda. Í það minnsta eitt tímabil en kannski tvö tímabil. Ég vona að ég, Melo, D-Wade og CP fáum tækifæri til að ná einu eða tveimur tímabilum saman," sagði LeBron James í viðtali um samband hans og Carmelo Anthony í Bleacher Report. „Ég myndi ekki hika við að taka á mig launalækkun til þess að gæti orðið að veruleika," bætti James við. Hann hefur einnig sagt frá því að vinirnir hafi rætt þennan möguleika. James, Anthony og Wade voru allir í nýliðavalinu 2003. James var valinn fyrstur, Anthony númer þrjú og Wade númer fimm. Paul var valinn fjórði í 2005-nýliðavalinu. Þeir hafa allir fjórir spilað saman því þeir unnu gullið saman með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þeir hafa líka spilað saman í Stjörnuleiknum. LeBron James og Dwayne Wade unnu tvo NBA-titla saman með Miami Heat en Wade hafði einnig unnið einn NBA-titil með Miami Heat áður en LeBron kom. Wade hefur spilað allan sinn feril með Miami Heat en allir hinir hafa skipt um lið á ferlinum."It would definitely be cool if it happened."LeBron on teaming up with D-Wade, Melo & CP3: https://t.co/91jwbkrUdY pic.twitter.com/tFmy52fBhM— ESPN (@espn) March 24, 2016 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
NBA-stórstjarnan LeBron James hefur það þegar á ferilsskrá sinni að setja saman súperlið í Miami Heat þegar hann, Dwayne Wade og Chris Bosh fundu leið til að spila saman í á suðurströnd Flórída en hann dreymir nú um annað ofurlið. LeBron James snéri aftur heim til Cleveland Cavaliers sumarið 2014, Cleveland-liðið fór í lokaúrslitin í fyrra og er núna með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það breytir ekki því að kappinn dreymir núna um að setja saman ofurlið. ESPN segir frá. Nú vill hann fá tækifæri til að spila með öllum bestu vinum sínum í NBA-deildinni eða þeim Carmelo Anthony, Chris Paul og Dwyane Wade. Þeir Wade og James hafa orðið NBA-meistarar en Anthony og Paul hafa aldrei verið nálægt því að vinna titilinn eftirsótta. „Ég vona það virkilega að við getum allir spilað saman áður en ferillinn okkar er á enda. Í það minnsta eitt tímabil en kannski tvö tímabil. Ég vona að ég, Melo, D-Wade og CP fáum tækifæri til að ná einu eða tveimur tímabilum saman," sagði LeBron James í viðtali um samband hans og Carmelo Anthony í Bleacher Report. „Ég myndi ekki hika við að taka á mig launalækkun til þess að gæti orðið að veruleika," bætti James við. Hann hefur einnig sagt frá því að vinirnir hafi rætt þennan möguleika. James, Anthony og Wade voru allir í nýliðavalinu 2003. James var valinn fyrstur, Anthony númer þrjú og Wade númer fimm. Paul var valinn fjórði í 2005-nýliðavalinu. Þeir hafa allir fjórir spilað saman því þeir unnu gullið saman með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þeir hafa líka spilað saman í Stjörnuleiknum. LeBron James og Dwayne Wade unnu tvo NBA-titla saman með Miami Heat en Wade hafði einnig unnið einn NBA-titil með Miami Heat áður en LeBron kom. Wade hefur spilað allan sinn feril með Miami Heat en allir hinir hafa skipt um lið á ferlinum."It would definitely be cool if it happened."LeBron on teaming up with D-Wade, Melo & CP3: https://t.co/91jwbkrUdY pic.twitter.com/tFmy52fBhM— ESPN (@espn) March 24, 2016
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn