Skýr dómur og hluti neyðarbrautar þegar farinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. mars 2016 19:30 Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að samningur sem innanríkisráðherra undirritaði í október 2013 feli í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu ráðherra um að loka brautinni. Því er slegið föstu með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær að innanríkisráðherra geti gefið Isavia bindandi fyrirmæli um lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Og að í lögum sé ekki að finna sérstakar reglur um flugvöllinn sem takmarka vald ráðherra við ákvarðanir um málefni hans. Síðan er í forsendum dómsins vitnað í samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðhera og Jón Gnarr þáverandi borgarstjóri undirrituðu 25. október 2013 en dómnum segir: „Við túlkun skjalsins verður í fyrsta lagi að líta til þess að orðalag annars liðar þess felur í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu innanríkisráðherra um að loka umræddri NA/SV-flugbraut og endurskoða skipulagsreglur flugvallarins til samræmis við það.“ Dómurinn er mjög afdráttarlaus en í forsendum hans segir til dæmis: „Verður yfirlýsingin jafnframt ekki túlkuð á aðra leið en að meginskylda ráðherrans hafi falist í því að loka umræddri flugbraut.“ NA/SV-flugbrautin hefur verið kölluð neyðarbraut í opinberri umræðu. Búið er að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á Hlíðarenda, bæði af einka- og opinberu fé. Þá hefur stór hluti neyðarbrautarinnar þegar verið fjarlægður en hér sjást leifar þess hluta sem tekinn var. „Þær framkvæmdir sem hér hafa verið í gangi undanfarið ár eru mestmegnis gatnagerðarframkvæmdir sem borgin ber kostnað af. Ég gæti trúað að þær framkvæmdir væru einhvers staðar á bilinu 5-600 milljónir,“ segir Brynjar Harðarson frakmvæmdastjóri Valsmanna hf. Fastlega má búast við að íbúðir við Hlíðarenda verði eftirsóttar. Fermetraverð í Norðurmýri er um hálf milljón króna ef menn vilja glöggva sig á verðinu. Á Hlíðarenda verður blönduð byggð með litlum og meðalstórum íbúðum fyrir fjölskyldur. Brynjar Harðarson segir að fyrstu húsin gætu risið á þessu ári ef allt gengur eftir. „Ég á von á því að raunverulegar byggingaframkvæmdir hefjist á þessu ári. Og helst bara í sumar en það fer eftir því hvort ríkið áfrýjar þessum dómi til Hæstaréttar,“ segir Brynjar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hjá ríkislögmanni um áfrýjun dómsins. Vegna eðlis málsins og hversu umdeilt það er í samfélaginu er frekar líklegt að dómnum verði áfrýjað en ríkislögmaður mun taka slíka ákvörðun að fengnu samráði við innanríkisráðuneytið. Þá má allt eins búast við fjölskipuðum Hæstarétti þegar málið verður tekið fyrir. Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að samningur sem innanríkisráðherra undirritaði í október 2013 feli í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu ráðherra um að loka brautinni. Því er slegið föstu með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær að innanríkisráðherra geti gefið Isavia bindandi fyrirmæli um lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Og að í lögum sé ekki að finna sérstakar reglur um flugvöllinn sem takmarka vald ráðherra við ákvarðanir um málefni hans. Síðan er í forsendum dómsins vitnað í samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðhera og Jón Gnarr þáverandi borgarstjóri undirrituðu 25. október 2013 en dómnum segir: „Við túlkun skjalsins verður í fyrsta lagi að líta til þess að orðalag annars liðar þess felur í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu innanríkisráðherra um að loka umræddri NA/SV-flugbraut og endurskoða skipulagsreglur flugvallarins til samræmis við það.“ Dómurinn er mjög afdráttarlaus en í forsendum hans segir til dæmis: „Verður yfirlýsingin jafnframt ekki túlkuð á aðra leið en að meginskylda ráðherrans hafi falist í því að loka umræddri flugbraut.“ NA/SV-flugbrautin hefur verið kölluð neyðarbraut í opinberri umræðu. Búið er að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á Hlíðarenda, bæði af einka- og opinberu fé. Þá hefur stór hluti neyðarbrautarinnar þegar verið fjarlægður en hér sjást leifar þess hluta sem tekinn var. „Þær framkvæmdir sem hér hafa verið í gangi undanfarið ár eru mestmegnis gatnagerðarframkvæmdir sem borgin ber kostnað af. Ég gæti trúað að þær framkvæmdir væru einhvers staðar á bilinu 5-600 milljónir,“ segir Brynjar Harðarson frakmvæmdastjóri Valsmanna hf. Fastlega má búast við að íbúðir við Hlíðarenda verði eftirsóttar. Fermetraverð í Norðurmýri er um hálf milljón króna ef menn vilja glöggva sig á verðinu. Á Hlíðarenda verður blönduð byggð með litlum og meðalstórum íbúðum fyrir fjölskyldur. Brynjar Harðarson segir að fyrstu húsin gætu risið á þessu ári ef allt gengur eftir. „Ég á von á því að raunverulegar byggingaframkvæmdir hefjist á þessu ári. Og helst bara í sumar en það fer eftir því hvort ríkið áfrýjar þessum dómi til Hæstaréttar,“ segir Brynjar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hjá ríkislögmanni um áfrýjun dómsins. Vegna eðlis málsins og hversu umdeilt það er í samfélaginu er frekar líklegt að dómnum verði áfrýjað en ríkislögmaður mun taka slíka ákvörðun að fengnu samráði við innanríkisráðuneytið. Þá má allt eins búast við fjölskipuðum Hæstarétti þegar málið verður tekið fyrir.
Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira