NBA-leikmaðurinn skráði sig í HeForShe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2016 15:30 Pétur Guðmundsson skráir sig á fundinum í dag. Hér er hann með Ingu Dóru Pétursdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi og Hannesi Jónssyni, formannni KKÍ. Vísir/Ernir Pétur Guðmundsson, eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni í körfubolta, var sérstakur heiðursgestur á kynningarfundi fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna sem fram fór í dag. Á fundinum var talað um nýtt samstarfsverkefni þar sem Körfuknattleiksamband Íslands, Domino’s deildin og UN Women á Íslandi hafa tekið höndum saman í sameiginlegu HeForShe átaki. Pétur var kallaður upp á fundinum þar sem hann skráði sig sem HeForShe á www.heforshe.is en það gerði hann í gegnum spjaldtölvu í pontu. Markmið átaksins er að hvetja sérstaklega karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og skrá sig sem HeForShe á www.heforshe.is Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildar karla skráðu sig sem HeForShe á kynningarfundi karladeildarinnar en að þessu sinni voru það þjálfarar liðanna fjögurra sem komust í úrslitakeppnina en það eru allt karlar. Pétur Guðmundsson spilaði í NBA-deildinni með Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á árunum 1981 til 1988 en á að baki alls 150 leiki í deildinni þar af 20 þeirra í byrjunarliði. Pétur varð fyrsti Evrópuleikmaðurinn til að spila í NBA-deildinni, það er leikmaður sem er fæddur í Evrópu. Hann var valinn af liði Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981. Pétur skoraði flest stig í leik með Los Angeles Lakers tímabilið 1985-86 en hann var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali á 16,0 mínútum í leik. HeForShe miðar að því að vekja karlmenn til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni fyrir kynjajafnrétti lið í nærumhverfi sínu. Líkt og að sleppa því að hlæja að óviðeigandi bröndurum sem miða að því að niðurlægja konur á einhvern hátt, svara „nettrollunum“ þegar þau fara yfir strikið með niðrandi orðalagi í garð kvenna og minna sig reglulega á að það eru ekki til neinar stelpu eða stráka íþróttir. Hægt er skrá sig og fræðast meira um hvað felst í að vera HeForShe á www.heforshe.is. Í dag eru einn af hverjum tólf, yfir 18 ára gamlir karlmenn hér á landi, búnir að heita því að vera HeForShe. Markmiðið er að einn af hverjum fimm verði HeForShe.Vísir/Ernir Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Pétur Guðmundsson, eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni í körfubolta, var sérstakur heiðursgestur á kynningarfundi fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna sem fram fór í dag. Á fundinum var talað um nýtt samstarfsverkefni þar sem Körfuknattleiksamband Íslands, Domino’s deildin og UN Women á Íslandi hafa tekið höndum saman í sameiginlegu HeForShe átaki. Pétur var kallaður upp á fundinum þar sem hann skráði sig sem HeForShe á www.heforshe.is en það gerði hann í gegnum spjaldtölvu í pontu. Markmið átaksins er að hvetja sérstaklega karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og skrá sig sem HeForShe á www.heforshe.is Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildar karla skráðu sig sem HeForShe á kynningarfundi karladeildarinnar en að þessu sinni voru það þjálfarar liðanna fjögurra sem komust í úrslitakeppnina en það eru allt karlar. Pétur Guðmundsson spilaði í NBA-deildinni með Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á árunum 1981 til 1988 en á að baki alls 150 leiki í deildinni þar af 20 þeirra í byrjunarliði. Pétur varð fyrsti Evrópuleikmaðurinn til að spila í NBA-deildinni, það er leikmaður sem er fæddur í Evrópu. Hann var valinn af liði Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981. Pétur skoraði flest stig í leik með Los Angeles Lakers tímabilið 1985-86 en hann var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali á 16,0 mínútum í leik. HeForShe miðar að því að vekja karlmenn til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni fyrir kynjajafnrétti lið í nærumhverfi sínu. Líkt og að sleppa því að hlæja að óviðeigandi bröndurum sem miða að því að niðurlægja konur á einhvern hátt, svara „nettrollunum“ þegar þau fara yfir strikið með niðrandi orðalagi í garð kvenna og minna sig reglulega á að það eru ekki til neinar stelpu eða stráka íþróttir. Hægt er skrá sig og fræðast meira um hvað felst í að vera HeForShe á www.heforshe.is. Í dag eru einn af hverjum tólf, yfir 18 ára gamlir karlmenn hér á landi, búnir að heita því að vera HeForShe. Markmiðið er að einn af hverjum fimm verði HeForShe.Vísir/Ernir
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira