Skortsölumarkaður ógegnsær hér á landi Ingvar Haraldsson skrifar 23. mars 2016 14:00 Jóhann Gísli Jóhannesson, sjóðsstjóri hjá GAMMA Lítið gegnsæi ríkir á markaði með skortsölu hér á landi. Þetta segir Jóhann Gísli Jóhannesson sjóðsstjóri, hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfasjóða hjá GAMMA, en hann flutti erindi um skortsölu á fundi Ungra fjárfesta í síðustu viku. „Í flestum kauphöllum erlendis er uppfært reglulega hvað mikið er útistandandi í skortstöðu.“ Jóhann segir að slíkt kerfi sé ekki við lýði hér á landi en æskilegt væri að Kauphöllin tæki upp slíkt kerfi svo allir aðilar á markaði hefðu sömu upplýsingar. Til þess að það sé mögulegt þyrfti ákveðnar lagabreytingar til. „Þetta getur orðið til þess að aðili sem á mikið af bréfum sem hann getur lánað með meiri upplýsingar en markaðurinn um hvað er verið að skortselja,“ segir hann. Skortsala gengur þannig fyrir sig að fjárfestar fá lánuð hlutabréf eða önnur verðbréf sem þeir selja í kjölfarið á markaði. Fjárfestarnir kaupa svo hlutabréfin aftur áður en þeir þurfa að skila þeim og vonast til að bréfin hafi lækkað í millitíðinni. Þannig reyna þeir að hagnast á lækkandi hlutabréfaverði. „Í grunninn ertu að veðja á móti markaðnum eða ákveðnu hlutabréfi.“ Hann segir að að virkur skortsölumarkaður eigi að draga úr sveiflum á markaði og þannig skapa heilbrigðari verðlagningu. Þetta geti dregið úr líkum á hlutabréfabólu. „Þegar þú getur bara keypt bréf á markaði þá skapar það hvata sem eru ekki eðlilegir á markaði.“ Jóhann bendir á að lífeyrissjóðirnir líti svo á að þeir megi ekki stunda skortsölu né lána bréf og Fjármálaeftirlitið sé sammála þeirri túlkun. „Skortur á lánsbréfum er oft stærsta vandamálið við skortsölu á Íslandi þar sem þeir eru stærstu fjárfestarnir í flestum skráðum hlutafélögunum. Þannig að það er búið að taka út stóran hluta af þeim bréfum sem mögulegt er að fá lánað.“ „Þetta getur bæði stuðlað að virkari markaði og þeir fengju einnig greidda leigu á bréfunum. Þeir væru því að bæta ávöxtun sína án þess að taka aukna áhættu.“ Ýmsar hættur þarf að varast við skortsölu að sögn Jóhanns. „Eðli hlutabréfa er að hækka yfir tíma. Þannig að langtíma skortsala er mjög erfið að eiga við nema að þú sért í efnahag sem er í mikilli niðursveiflu eða fyrirtæki séu í rosalegum rekstrarerfiðleikum,“ segir hann. Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Lítið gegnsæi ríkir á markaði með skortsölu hér á landi. Þetta segir Jóhann Gísli Jóhannesson sjóðsstjóri, hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfasjóða hjá GAMMA, en hann flutti erindi um skortsölu á fundi Ungra fjárfesta í síðustu viku. „Í flestum kauphöllum erlendis er uppfært reglulega hvað mikið er útistandandi í skortstöðu.“ Jóhann segir að slíkt kerfi sé ekki við lýði hér á landi en æskilegt væri að Kauphöllin tæki upp slíkt kerfi svo allir aðilar á markaði hefðu sömu upplýsingar. Til þess að það sé mögulegt þyrfti ákveðnar lagabreytingar til. „Þetta getur orðið til þess að aðili sem á mikið af bréfum sem hann getur lánað með meiri upplýsingar en markaðurinn um hvað er verið að skortselja,“ segir hann. Skortsala gengur þannig fyrir sig að fjárfestar fá lánuð hlutabréf eða önnur verðbréf sem þeir selja í kjölfarið á markaði. Fjárfestarnir kaupa svo hlutabréfin aftur áður en þeir þurfa að skila þeim og vonast til að bréfin hafi lækkað í millitíðinni. Þannig reyna þeir að hagnast á lækkandi hlutabréfaverði. „Í grunninn ertu að veðja á móti markaðnum eða ákveðnu hlutabréfi.“ Hann segir að að virkur skortsölumarkaður eigi að draga úr sveiflum á markaði og þannig skapa heilbrigðari verðlagningu. Þetta geti dregið úr líkum á hlutabréfabólu. „Þegar þú getur bara keypt bréf á markaði þá skapar það hvata sem eru ekki eðlilegir á markaði.“ Jóhann bendir á að lífeyrissjóðirnir líti svo á að þeir megi ekki stunda skortsölu né lána bréf og Fjármálaeftirlitið sé sammála þeirri túlkun. „Skortur á lánsbréfum er oft stærsta vandamálið við skortsölu á Íslandi þar sem þeir eru stærstu fjárfestarnir í flestum skráðum hlutafélögunum. Þannig að það er búið að taka út stóran hluta af þeim bréfum sem mögulegt er að fá lánað.“ „Þetta getur bæði stuðlað að virkari markaði og þeir fengju einnig greidda leigu á bréfunum. Þeir væru því að bæta ávöxtun sína án þess að taka aukna áhættu.“ Ýmsar hættur þarf að varast við skortsölu að sögn Jóhanns. „Eðli hlutabréfa er að hækka yfir tíma. Þannig að langtíma skortsala er mjög erfið að eiga við nema að þú sért í efnahag sem er í mikilli niðursveiflu eða fyrirtæki séu í rosalegum rekstrarerfiðleikum,“ segir hann.
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira