Viðskipti innlent

FME sektar RÚV um 800 þúsund

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fjármálaeftirlitið hefur sektað Ríkisútvarpið um 800 þúsund krónur vegna brots RÚV á lögum um verðbréfaviðskipti.
Fjármálaeftirlitið hefur sektað Ríkisútvarpið um 800 þúsund krónur vegna brots RÚV á lögum um verðbréfaviðskipti. Vísir/Vilhelm
Fjármálaeftirlitið hefur sektað Ríkisútvarpið um 800 þúsund krónur vegna brots RÚV á lögum um verðbréfaviðskipti, með því að hafa ekki staðið skil á listum yfir fruminnherja og aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum með fullnægjandi hætti á réttum tíma.

Samkomulagið felur það í sér að RÚV fallist á að greiða sektina auk þess að staðfesta að hafa upplýst að fullu um málsatvik sem samkomulagið varðar.

Málsatviki voru þau að RÚV var útgefandi skuldabréfaflokks sem skráður er í Kauphöll. RÚV skilaði lista yfir fruminnherja og lista yfir aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum hinn 4. maí 2015.

Regluverði var í byrjun nóvember send áminning að liðinn væri sá frestur sem útgefandi hefur til að skila uppfærðum lista yfir fruminnherja og/eða fjárhagslega tengda aðila.

Með áminningunni beindi Fjármálaeftirlitið þeim tilmælum til RÚV að skila umræddum listum innan sjö daga. Að frestinum liðnum hafði hvorki lista yfir fuminnherja né lista yfir fjárhagslega tengda aðila verið skilað. Hinn 12. nóvember 2015 var send ítrekun. Þann 22. desember sendi RÚV svo FME bréf þar sem kom fram að innherjalistum hefði ekki skilað vegna mannlegra mistaka og bréfinu fylgdi uppfærður listi. RÚV óskaði svo eftir að ljúka málinu með sátt.

Þann 18. febrúar 2016 gerðu svo FME og RÚV með sér samkomulagið til að ljúka með sátt málinu. Hér má lesa samkomulagið í heild sinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×