Viðskipti innlent

Rúmlega helmingur getur nú sparað fé

Bjarki Ármannsson skrifar
Fjárhagur heimilanna virðist almennt vera að vænkast, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.
Fjárhagur heimilanna virðist almennt vera að vænkast, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Vísir/Vilhelm
Fjárhagur heimilanna virðist almennt vera að vænkast, og þeim fjölgar sem ná að safna sparifé. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýs Þjóðarspúls Gallup um fjárhag heimilanna.

Tæplega 42 prósent landsmanna segjast nú geta safnað svolitlu sparifé og hátt í ellefu prósent geta safnað talsverðu sparifé. Þá segjast 29 prósent landsmanna ná endum saman með naumindum.

Hlutfall þeirra landsmanna sem segjast geta safnað svolitlu eða talsverðu sparifé hefur aukist mjög frá því í síðustu Þjóðarpúlsum Gallup. Í júlí 2010 var hlutfallið samtals 31 prósent en nú 53 prósent.

Ríflega tíu prósent segjast nota sparifé sitt til að láta enda ná saman og rúmlega átta prósent segjast safna skuldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×