Bonneau sleit hásin í hægri fæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2016 21:44 Stefan Bonneau er með slitna hásin í hægri fæti en það staðfesti Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Vísi í kvöld. Bonneau var að spila sinn fyrsta leik í vetur eftir að hann sleit hásin í vinstri fæti á undirbúningstímabilinu í haust. Síðan þá hefur hann verið í endurhæfingu í Njarðvík. Bonneau náði aðeins að spila í þrjár mínútur og 37 sekúndur í kvöld áður en hann meiddist. Á þeim tíma náði hann ekki að skora stig, en tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. Sjá einnig: Bonneau fór meiddur af velli „Ég fékk þær fréttir af spítalanum áðan að Stefan er með slitna hásin í hinum fætinum,“ sagði Gunnar þegar Vísir heyrði í honum í kvöld. „Það er eins sorglegt og það getur orðið, miðað við það ferli sem hann hefur verið í að undanförnu.“ „Við erum einfaldlega að taka utan um strákinn. Þetta er gríðarlegt sjokk og maður skilur þetta ekki alveg. Af hverju gerist þetta fyrir sama manninn eftir aðeins þrjár mínútur.“ Njarðvíkingar hafa verið með Bonneau hjá sér í allan vetur eftir að hann meiddist og Gunnar segir að það muni áfram standa honum til boða að vera í endurhæfingu í Njarðvík. „Við viljum taka fram að okkur þykir jafn vænt um þennan fót og hinn. Við munum taka strákinn að okkur og hlúa að honum, alveg eins og áður,“ segir Gunnar. „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Maður er bara orðlaus. Hann var tilbúinn enda hefði hann aldrei farið í búning öðruvísi, án þess að fá grænt ljós frá sjúkraþjálfara. Það er ekkert við þá að sakast.“ „Nú er mitt fólk hjá honum. En Stefan er sterkur karakter og kann að brosa í gegnum vandræðin. Ég fékk fregnir af því strax.“ „Auðvitað er hann í áfalli en það eina sem við getum gert núna er að hugsa um hann. Við hugsum vel um okkar stráka og skiptir engu máli hvort þeir heita Stefan Bonneau eða ekki. Nú þarf hann á hjálp að halda og við munum veita hana.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 70-82 | Stjarnan svaraði Stjarnan bar sigurorð af Njarðvík, 70-82, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. 21. mars 2016 21:45 Bonneau fór meiddur af velli | Myndband Spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu með Njarðvík í vetur en haltraði af velli eftir þrjár mínútur. 21. mars 2016 19:48 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Stefan Bonneau er með slitna hásin í hægri fæti en það staðfesti Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Vísi í kvöld. Bonneau var að spila sinn fyrsta leik í vetur eftir að hann sleit hásin í vinstri fæti á undirbúningstímabilinu í haust. Síðan þá hefur hann verið í endurhæfingu í Njarðvík. Bonneau náði aðeins að spila í þrjár mínútur og 37 sekúndur í kvöld áður en hann meiddist. Á þeim tíma náði hann ekki að skora stig, en tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. Sjá einnig: Bonneau fór meiddur af velli „Ég fékk þær fréttir af spítalanum áðan að Stefan er með slitna hásin í hinum fætinum,“ sagði Gunnar þegar Vísir heyrði í honum í kvöld. „Það er eins sorglegt og það getur orðið, miðað við það ferli sem hann hefur verið í að undanförnu.“ „Við erum einfaldlega að taka utan um strákinn. Þetta er gríðarlegt sjokk og maður skilur þetta ekki alveg. Af hverju gerist þetta fyrir sama manninn eftir aðeins þrjár mínútur.“ Njarðvíkingar hafa verið með Bonneau hjá sér í allan vetur eftir að hann meiddist og Gunnar segir að það muni áfram standa honum til boða að vera í endurhæfingu í Njarðvík. „Við viljum taka fram að okkur þykir jafn vænt um þennan fót og hinn. Við munum taka strákinn að okkur og hlúa að honum, alveg eins og áður,“ segir Gunnar. „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Maður er bara orðlaus. Hann var tilbúinn enda hefði hann aldrei farið í búning öðruvísi, án þess að fá grænt ljós frá sjúkraþjálfara. Það er ekkert við þá að sakast.“ „Nú er mitt fólk hjá honum. En Stefan er sterkur karakter og kann að brosa í gegnum vandræðin. Ég fékk fregnir af því strax.“ „Auðvitað er hann í áfalli en það eina sem við getum gert núna er að hugsa um hann. Við hugsum vel um okkar stráka og skiptir engu máli hvort þeir heita Stefan Bonneau eða ekki. Nú þarf hann á hjálp að halda og við munum veita hana.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 70-82 | Stjarnan svaraði Stjarnan bar sigurorð af Njarðvík, 70-82, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. 21. mars 2016 21:45 Bonneau fór meiddur af velli | Myndband Spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu með Njarðvík í vetur en haltraði af velli eftir þrjár mínútur. 21. mars 2016 19:48 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 70-82 | Stjarnan svaraði Stjarnan bar sigurorð af Njarðvík, 70-82, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. 21. mars 2016 21:45
Bonneau fór meiddur af velli | Myndband Spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu með Njarðvík í vetur en haltraði af velli eftir þrjár mínútur. 21. mars 2016 19:48