Erlent

Sérfræðingur í "shaken baby" málum sviptur leyfi

Þórdís Valsdóttir skrifar
Dr. Waney Squier gaf skýrslu í máli Sigurðar Guðmundssonar í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2014.
Dr. Waney Squier gaf skýrslu í máli Sigurðar Guðmundssonar í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2014. Vísir/Ernir
Ensk aganefnd um störf lækna hefur svipt barnataugalækninn Waney Squier lækningaleyfi vegna villandi framburðar í barnahristimálum. Hún hefur því verið tekin af lista yfir skráða lækna á Englandi.

Nefndin telur Squier vísvitandi hafa veitt rangar og villandi upplýsingar þegar hún var kölluð til sem sérfræðingur og að hún hafi ekki veitt óvilhallan framburð í sex málum frá árunum 2006-2010.

Squier hefur skilað matsgerðum í 150 til 200 dómsmálum sem tengjast dauða ungra barn frá því á miðjum tíunda áratugnum.

Squier gaf skýrslu í máli Sigurðar Guðmundssonar sem dæmdur var til átján mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs í daggæslu í Kópavogi árið 2001 en endurupptökunefnd samþykkti á síðasta ári að taka mál Sigurðar upp að nýju.



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×