Þuríði sundafylli hampað í sjávarbyggðum Lofoten Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2016 20:00 Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. Þar segja menn að þessi einstæða móðir hafi verið frumkvöðull í fiskveiðum og flutt þekkinguna með sér til Íslands. Á Lofoten eru fiskveiðar ein helsta atvinnugreinin og athyglisvert fyrir Íslendinga að sjá hverjum hér er hampað. Fyrir framan ráðhúsið í bænum Leknes stendur minningarsteinn um Þuríði sundafylli sem Sögufélag Vestur-Vogeyjar lét gera fyrir þremur árum. „Við eigum að minnast hennar sem sigldi héðan fyrir 1100 árum. Það var mikið afrek fyrir konu að búa skip sitt, sigla til Íslands og nema þar land og láta að sér kveða,“ segir Kolbjørn Bugge, formaður Sögufélagsins á Vestvågøy, en Landnámabók segir Þuríði hafa komið frá Hálogalandi. „Hún var því kölluð sundafyllir, að hún seiddi til þess í hallæri á Hálogalandi, að hvert sund var fullt af fiskum,“ segir um Þuríði.Alf Ragnar Nielsen, prófessor í Bodø við háskólann í Nordland.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sagnfræðiprófessorinn Alf Ragnar Nielsen segir að þeir landnámsmenn sem mesta reynsluna höfðu af nýtingu sjávarfangs hafi komið úr Norður-Noregi. „Sú þekking kom með þegar flutt var til Íslands. Þeir voru því brautryðjendur í nýtingu sjávarauðlinda,“ segir Alf Ragnar Nielsen. Frásögn Landnámu af gjaldtöku Þuríðar sundafyllis af fiskveiðum í Ísafjarðardjúpi bendi til að hún hafi verið í forystuhlutverki. „Hún setti og Kvíarmið á Ísafjarðardjúpi og tók til á kollótta af hverjum bónda í Ísafirði,“ segir Landnámabók.Þuríður tók fiskitoll af hverjum bónda í Ísafjarðardjúpi,Teikning/Jakob Jóhannsson.„Það bendir til þess að hún hafi skipulagt fiskveiðar með einhverjum hætti og haft stöðu höfðingja, þrátt fyrir að vera kona,“ segir Alf Ragnar. Í Bolungarvík er félag um Þuríði. „Mér finnst eiginlega að allar konur, sérstaklega bolvískar, ættu að hafa áhuga á þessari sögu,“ segir Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda Þuríðar sundafyllis ehf. „Þuríður sundafyllir, landnámskona Bolungarvíkur, hún er fyrirmynd allra kvenna.“ Fjallað er um Þuríði í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld.Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda félagsins Þuríður sundafyllir ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Telur vörðuna Illþurrku vera hringgröf úr heiðni Þetta gætu verið einhverjar elstu fornminjar á Íslandi ef rétt reynist að þarna liggi eiginkona Geirmundar heljarskinns. 17. mars 2016 20:30 Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. Þar segja menn að þessi einstæða móðir hafi verið frumkvöðull í fiskveiðum og flutt þekkinguna með sér til Íslands. Á Lofoten eru fiskveiðar ein helsta atvinnugreinin og athyglisvert fyrir Íslendinga að sjá hverjum hér er hampað. Fyrir framan ráðhúsið í bænum Leknes stendur minningarsteinn um Þuríði sundafylli sem Sögufélag Vestur-Vogeyjar lét gera fyrir þremur árum. „Við eigum að minnast hennar sem sigldi héðan fyrir 1100 árum. Það var mikið afrek fyrir konu að búa skip sitt, sigla til Íslands og nema þar land og láta að sér kveða,“ segir Kolbjørn Bugge, formaður Sögufélagsins á Vestvågøy, en Landnámabók segir Þuríði hafa komið frá Hálogalandi. „Hún var því kölluð sundafyllir, að hún seiddi til þess í hallæri á Hálogalandi, að hvert sund var fullt af fiskum,“ segir um Þuríði.Alf Ragnar Nielsen, prófessor í Bodø við háskólann í Nordland.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sagnfræðiprófessorinn Alf Ragnar Nielsen segir að þeir landnámsmenn sem mesta reynsluna höfðu af nýtingu sjávarfangs hafi komið úr Norður-Noregi. „Sú þekking kom með þegar flutt var til Íslands. Þeir voru því brautryðjendur í nýtingu sjávarauðlinda,“ segir Alf Ragnar Nielsen. Frásögn Landnámu af gjaldtöku Þuríðar sundafyllis af fiskveiðum í Ísafjarðardjúpi bendi til að hún hafi verið í forystuhlutverki. „Hún setti og Kvíarmið á Ísafjarðardjúpi og tók til á kollótta af hverjum bónda í Ísafirði,“ segir Landnámabók.Þuríður tók fiskitoll af hverjum bónda í Ísafjarðardjúpi,Teikning/Jakob Jóhannsson.„Það bendir til þess að hún hafi skipulagt fiskveiðar með einhverjum hætti og haft stöðu höfðingja, þrátt fyrir að vera kona,“ segir Alf Ragnar. Í Bolungarvík er félag um Þuríði. „Mér finnst eiginlega að allar konur, sérstaklega bolvískar, ættu að hafa áhuga á þessari sögu,“ segir Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda Þuríðar sundafyllis ehf. „Þuríður sundafyllir, landnámskona Bolungarvíkur, hún er fyrirmynd allra kvenna.“ Fjallað er um Þuríði í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld.Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda félagsins Þuríður sundafyllir ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Telur vörðuna Illþurrku vera hringgröf úr heiðni Þetta gætu verið einhverjar elstu fornminjar á Íslandi ef rétt reynist að þarna liggi eiginkona Geirmundar heljarskinns. 17. mars 2016 20:30 Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23
Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Telur vörðuna Illþurrku vera hringgröf úr heiðni Þetta gætu verið einhverjar elstu fornminjar á Íslandi ef rétt reynist að þarna liggi eiginkona Geirmundar heljarskinns. 17. mars 2016 20:30
Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45