Viðskipti innlent

Ríkissjóður fékk eignarhlut í 16 félögum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Í flokki framsalseigna er meðal annars hlutur í Eimskip.
Í flokki framsalseigna er meðal annars hlutur í Eimskip. Vísir/GVA
Ríkissjóður fékk eignarhlut í sextán félögum í gegnum stöðugleikaframlög slitabúa viðskiptabankanna þriggja auk minni slitabúa. Þetta kemur fram í fyrirspurn Viðskiptablaðsins til fjármálaráðuneytisins.

Verðmætin má í meginatriðum flokka í þrennt, laust fé, framsalseignir og fjársópseignir. 

Í flokki framsalseigna eru hlutir í eftirtöldum félögum og sjóðum: ALMC eignarhaldsfélag ehf., Auður Capital, Bru II Venture Capital Fund, DOHOP, Eimskip, Eyrir ehf., Íslandsbanki hf., Internet á Íslandi, Klakki ehf., Lyfja hf., Nýji Norðurturninn ehf., Reitir hf., S Holding ehf., SAT eignarhaldsfélag hf., SCM ehf., og Skipti hf.

Ríkissjóður fær auk þess skuldabréf sem eru skráð á Arion banka, Ríkissjóð ríkisbréf, Hitaveita Suðurnesja, Lánasjóður sveitarfélaga. Einnig fær hann óskráð skuldabréf sem Kaupþing gefur út til ríkissjóðs, með veði í hlutabréfum Arion banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×