Viðskipti innlent

Lufthansa fjölgar ferðum til Íslands

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á síðasta ári nýttu 25 þúsund farþegar sér ferðir Lufthansa til að komast til landsins.
Á síðasta ári nýttu 25 þúsund farþegar sér ferðir Lufthansa til að komast til landsins. Vísir/AFP
Þýska flugfélagið Lufthansa mun fjölga flugum milli Þýskalands og Íslands í sumar. Flogið verður þrisvar sinnum í viku milli Keflavíkur og Frankfúrt, auk þess sem flogið verður þrisvar í viku frá Munchen. Áður var aðeins flogið einu sinni í viku frá Munchen segir í tilkynningu.

Flogið verður frá Frankfúrt til Reykjavíkur þrisvar í viku milli 30. apríl og 1. október. Flogið verður frá Munchen frá 12. maí til 12. júlí tvisvar í viku og svo þrisvar í viku frá 13. júlí til 1. september.

Á síðasta ári nýttu 25 þúsund farþegar sér ferðir Lufthansa til að komast til landsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×