Segir fjölgun borgarfulltrúa ekki endilega kalla á aukinn kostnað Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. mars 2016 14:15 Halldór bendir á að fjöldi fulltrúa hefur verið óbreyttur í um 100 ár. Vísir/samsett mynd Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kostnaður við fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík gæti kostað meira en 56 milljónir króna árlega. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá árinu 2011 mun Reykjavíkurborg fjölga borgarfulltrúum sínum í 23 fulltrúa hið minnsta en þeir eru 15 í dag. Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur segir að kostnaður við fjölgunina geti verið óverulegur ef að borgin ráðist í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu samhliða fjölguninni. Forsætisnefnd borgarinnar hefur þegar hafið umræðu um hvernig mætti breyta til svo að fjölgunin muni kosta sem minnst. „Það er ýmislegt hægt að gera og við höfum verið að skoða möguleika í forsætisnefnd,“ segir Halldór Auðar. „Við erum í raun með tvöfalt kerfi eins og er. Við höfum mikið verið að sækja mikið fulltrúa í ráð og nefndir út fyrir hóp borgarfulltrúa. Kerfið hefur svolítið vaxið þannig þó að fjöldi borgarfulltrúa hafi ekki gert það. Í staðinn myndu bara borgarfulltrúar sitja þarna og þá væri kostnaðurinn kannski svipaður. Svo erum við með fyrstu varaborgarfulltrúa á launum, það er ekki víst að við höldum í það. Svo er ekki víst að við höldum launakjörum fyrir alla fulltrúa þannig að það er margt sem hægt er að gera,“ segir hann og bendir á að þetta sé gert í samræmi við landslög en breytingin á að taka gildi fyrir næstu sveitastjórnarkosningar 2018. Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa í Reykjavík hefur verið nær óbreyttur frá árinu 1908 þegar íbúar Reykjavíkur voru 11 þúsund en nú eru þeir orðnir fleiri en 120 þúsund. Ein undantekning er á þessu er kjörtímabilið 1978 til 1982 var borgarfulltrúum fjölgað í 21 en því var breytt strax á næsta kjörtímabili. Verkefnum sveitastjórnarfulltrúa hefur fjölgað mjög undanfarna áratugi og telja margir að fjölga þurfi í hópnum. „Fjöldi fulltrúa hefur staðið í stað um hundrað ár. Fjöldi fulltrúa hefur ekki aukist þrátt fyrir að skattstofninn vex með auknum fjölda íbúa. Ég held að hver fyrir sig verði að spyrja sig hvort að fulltrúafjöldi eigi að halda við í íbúa,“ segir Halldór. Tengdar fréttir Fjölgun fulltrúa gæti kostað meira en 56 milljónir króna Að öllu óbreyttu stendur til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík um átta fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kostnaður við fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík gæti kostað meira en 56 milljónir króna árlega. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá árinu 2011 mun Reykjavíkurborg fjölga borgarfulltrúum sínum í 23 fulltrúa hið minnsta en þeir eru 15 í dag. Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur segir að kostnaður við fjölgunina geti verið óverulegur ef að borgin ráðist í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu samhliða fjölguninni. Forsætisnefnd borgarinnar hefur þegar hafið umræðu um hvernig mætti breyta til svo að fjölgunin muni kosta sem minnst. „Það er ýmislegt hægt að gera og við höfum verið að skoða möguleika í forsætisnefnd,“ segir Halldór Auðar. „Við erum í raun með tvöfalt kerfi eins og er. Við höfum mikið verið að sækja mikið fulltrúa í ráð og nefndir út fyrir hóp borgarfulltrúa. Kerfið hefur svolítið vaxið þannig þó að fjöldi borgarfulltrúa hafi ekki gert það. Í staðinn myndu bara borgarfulltrúar sitja þarna og þá væri kostnaðurinn kannski svipaður. Svo erum við með fyrstu varaborgarfulltrúa á launum, það er ekki víst að við höldum í það. Svo er ekki víst að við höldum launakjörum fyrir alla fulltrúa þannig að það er margt sem hægt er að gera,“ segir hann og bendir á að þetta sé gert í samræmi við landslög en breytingin á að taka gildi fyrir næstu sveitastjórnarkosningar 2018. Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa í Reykjavík hefur verið nær óbreyttur frá árinu 1908 þegar íbúar Reykjavíkur voru 11 þúsund en nú eru þeir orðnir fleiri en 120 þúsund. Ein undantekning er á þessu er kjörtímabilið 1978 til 1982 var borgarfulltrúum fjölgað í 21 en því var breytt strax á næsta kjörtímabili. Verkefnum sveitastjórnarfulltrúa hefur fjölgað mjög undanfarna áratugi og telja margir að fjölga þurfi í hópnum. „Fjöldi fulltrúa hefur staðið í stað um hundrað ár. Fjöldi fulltrúa hefur ekki aukist þrátt fyrir að skattstofninn vex með auknum fjölda íbúa. Ég held að hver fyrir sig verði að spyrja sig hvort að fulltrúafjöldi eigi að halda við í íbúa,“ segir Halldór.
Tengdar fréttir Fjölgun fulltrúa gæti kostað meira en 56 milljónir króna Að öllu óbreyttu stendur til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík um átta fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fjölgun fulltrúa gæti kostað meira en 56 milljónir króna Að öllu óbreyttu stendur til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík um átta fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. 21. mars 2016 07:00