Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. mars 2016 07:00 „Við höfum velt þessu upp í okkar samræðum. Þetta er einhvern veginn alveg fordæmalaus staða og kemur alveg vel til greina,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, aðspurður hvort til greina komi að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að slík vantrauststillaga hefði verið til umræðu innan allra stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi. Ástæðan er upplýsingar sem bárust í síðustu viku um að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona ráðherrans, eigi verulegar eignir inni í félaginu Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúreyjunum. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í síðustu viku. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Daginn eftir að Anna Sigurlaug upplýsti um félag sitt samþykkti Alþingi þingsályktun um siðareglur þingmanna þar sem kveðið er á um að þingmenn skuli við störf sín „forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir.“ Þá segir að takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skuli hann upplýsa um þá. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði við RÚV að óhugsandi væri að forsætisráðherra sæti áfram í ljósi upplýsinga sem fram hefðu komið. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir ekkert hafa verið ákveðið um að leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann. „Ég hef heyrt af þessum vangaveltum en við höfum ekki rætt það í okkar þingflokki,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um mögulega vantrauststillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, tekur í sama streng. „Það hefur ekkert verið rætt formlega innan þingflokks VG en þetta hefur verið til umræðu hjá einstaka þingmönnum,“ segir hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
„Við höfum velt þessu upp í okkar samræðum. Þetta er einhvern veginn alveg fordæmalaus staða og kemur alveg vel til greina,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, aðspurður hvort til greina komi að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að slík vantrauststillaga hefði verið til umræðu innan allra stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi. Ástæðan er upplýsingar sem bárust í síðustu viku um að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona ráðherrans, eigi verulegar eignir inni í félaginu Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúreyjunum. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í síðustu viku. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Daginn eftir að Anna Sigurlaug upplýsti um félag sitt samþykkti Alþingi þingsályktun um siðareglur þingmanna þar sem kveðið er á um að þingmenn skuli við störf sín „forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir.“ Þá segir að takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skuli hann upplýsa um þá. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði við RÚV að óhugsandi væri að forsætisráðherra sæti áfram í ljósi upplýsinga sem fram hefðu komið. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir ekkert hafa verið ákveðið um að leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann. „Ég hef heyrt af þessum vangaveltum en við höfum ekki rætt það í okkar þingflokki,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um mögulega vantrauststillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, tekur í sama streng. „Það hefur ekkert verið rætt formlega innan þingflokks VG en þetta hefur verið til umræðu hjá einstaka þingmönnum,“ segir hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira