Nico Rosberg vann í Ástralíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. mars 2016 06:49 Nico Rosberg tókst að koma fyrstur í mark eftir dramatíska keppni. Vísir/Getty Nico Rosberg kom fyrstur í mark í fyrstu Formúlu 1 keppni ársins. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, ríkjandi heimsmeistari Lewis Hamilton varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. Rosberg vann sína fjórðu keppni í röð. Hamilton hefur þurft að sætta sig við að lúta í lægra haldi fyrir honum síðan í Austin Texas þegar Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitil síðasta árs. Rosberg tekur forystuna í heimsmeistarakeppninni. Hamilton átti afleidda ræsingu af ráspól, hann tapaði fimm sætum í fyrstu beygju. Sebastian Vettel tók forystuna fyrir Ferrari með góðri ræsingu, liðsfélagi hans Kimi Raikkonen var annar eftir ræsinguna. Nico Rosberg á Mercedes var þriðji eftir ræsinguna. Mismunandi keppnisáætlanir skiluðu spennandi keppni frá upphafi til enda um alla braut, fremst, í miðjunni og aftast. Árekstur Fernando Alonso og Esteban Gutierrez leiddi til þess að keppnin var stöðvuð sem ruglaði keppnisáætlunum liðanna. Þrír ökumenn þreyttu frumraun sína í Formúlu 1 keppni í dag. Jolyon Palmer á Renault og Manor ökumennirnir Rio Haryanto og Pascal Wehrlein. Bíll Haryanto bilaði og hann þurfti að hætta keppni. Haas F1 liðið tók líka þátt í sinni fyrstu keppni í dag.Það var ekki mikið nytsamlegt eftir af McLaren bíl Fernando Alonso eftir veltuna sem hann fór.Vísir/GettyMikil spenna var fyrir ræsingunni, liðin máttu veita ökumönnum mjög takmarkaðar upplýsingar og ökumenn að læra á mikið af nýjum verkferlum. Á daginn kom að Daniil Kvyat á Red Bull missti af ræsingunni, hann stöðvaði aftast á ráslínunni og aðrir fóru annan upphitunarhring. Hamilton hóf að vinna sig upp listann og tók fram úr Felipe Massa á Williams, frekar auðveldlega en Max Verstappen á Toro Rosso olli heimsmeistaranum vandræðum í upphafi keppninnar. Hamilton sagði í talstöðinni „ég kemst ekki fram úr honum.“ Liðið sagði að hann yrði þá lengur á þessum dekkjum. Rosberg kom inn á þjónustusvæði á 13. hring og rétt komst út á brautina á undan Nico Hulkenberg. Vettel kom svo inn á næsta hring en náði að halda Rosberg fyrir aftan sig. Raikkonen fékk ofurmjúk dekk undir á 16. hring og Hamilton millihörð dekk. Alonso og Gutierrez lentu í samstuði á 17. hring. Keppnin var stöðvuð, rauðum flöggum veifað og aðrir bílar sendir inn á þjónustusvæðið í halarófu. Ökumenn stigu upp úr bílunum og liðin máttu þjónusta bílana að vild. Við endurræsingu voru Ferrari menn á ofurmjúkum dekkjum en Mercedes á millihörðum dekkjum. Vettel leiddi og Raikkonen var þriðji með Rosberg á milli í öðru sæti. Mercedes var að veðja á að meðalhörðu dekkin kæmu þeim í endamark. Raikkonen kom inn á þjónustusvæðið á 22. hring. Það logaði eldur í loftinntakinu fyrir ofan höfuð Raikkonen. Hann var þriðji en þurfti að hætta keppni. Ofurmjúku dekkin dugðu Vettel ekki til að mynda bil fyrir annað þjónustuhlé. Ferrari gerði mistök við dekkjaval þegar keppnin var stöðvuð. Vettel kom inn á 35. hring og fékk mjúk dekk undir í hægu þjónustuhléi. Vettel kom út í fjórða sæti, rúmum 20 sekúndum á eftir Rosberg sem leiddi keppnina. Hamilton náði öðru sæti á hring 42 með því að taka fram úr Ricciardo á Red Bull. Ricciardo kom svo fljótlega inn og efstu þrír voru þá Rosberg, Hamilton og Vettel. Þannig hélst staðan til loka en Hamilton gerði mistök sem hleyptu Vettel afar nálægt honum. Hins vegar gerði Vettel svo sín eigin mistök sem gerði út um baráttuna um annað sæti.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort þar sem öll úrslit helgarinnar birtast og uppfærast eftir sem á líður.Formúlu 1 keppnistímabilið hófst í Ástralíu um helgina. Tryggðu þér áskrift á 365.is. Formúla Tengdar fréttir Hamilton og Rosberg talast varla við Sigursælustu ökuþórar síðustu tveggja ára og samherjar hjá Mercedes eru engir vinir. 18. mars 2016 06:30 Horner: Þetta fyrirkomulag virkaði ekki Lewis Hamilton landaði sínum 50. ráspól í Ástralíu í dag. Umræðan eftir tímatökuna snérist aðallega um fyrirkomulag tímatökunnar. Almenn skoðun fólks var að það hefði ekki virkað. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 19. mars 2016 07:40 Hamilton fljótastur en Rosberg endaði á varnarvegg Lewis Hamilton var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir ástralska kappaksturinn. Daniil Kvyat var annar á fyrri æfingunni á Red Bull og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 18. mars 2016 10:15 Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 19. mars 2016 07:02 Sjáðu ítarlegan upphitunarþátt fyrir Formúlu 1 Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt það helsta sem viðkemur Formúlu 1 en nýtt keppnistímabil hefst um helgina. 18. mars 2016 11:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Nico Rosberg kom fyrstur í mark í fyrstu Formúlu 1 keppni ársins. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, ríkjandi heimsmeistari Lewis Hamilton varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. Rosberg vann sína fjórðu keppni í röð. Hamilton hefur þurft að sætta sig við að lúta í lægra haldi fyrir honum síðan í Austin Texas þegar Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitil síðasta árs. Rosberg tekur forystuna í heimsmeistarakeppninni. Hamilton átti afleidda ræsingu af ráspól, hann tapaði fimm sætum í fyrstu beygju. Sebastian Vettel tók forystuna fyrir Ferrari með góðri ræsingu, liðsfélagi hans Kimi Raikkonen var annar eftir ræsinguna. Nico Rosberg á Mercedes var þriðji eftir ræsinguna. Mismunandi keppnisáætlanir skiluðu spennandi keppni frá upphafi til enda um alla braut, fremst, í miðjunni og aftast. Árekstur Fernando Alonso og Esteban Gutierrez leiddi til þess að keppnin var stöðvuð sem ruglaði keppnisáætlunum liðanna. Þrír ökumenn þreyttu frumraun sína í Formúlu 1 keppni í dag. Jolyon Palmer á Renault og Manor ökumennirnir Rio Haryanto og Pascal Wehrlein. Bíll Haryanto bilaði og hann þurfti að hætta keppni. Haas F1 liðið tók líka þátt í sinni fyrstu keppni í dag.Það var ekki mikið nytsamlegt eftir af McLaren bíl Fernando Alonso eftir veltuna sem hann fór.Vísir/GettyMikil spenna var fyrir ræsingunni, liðin máttu veita ökumönnum mjög takmarkaðar upplýsingar og ökumenn að læra á mikið af nýjum verkferlum. Á daginn kom að Daniil Kvyat á Red Bull missti af ræsingunni, hann stöðvaði aftast á ráslínunni og aðrir fóru annan upphitunarhring. Hamilton hóf að vinna sig upp listann og tók fram úr Felipe Massa á Williams, frekar auðveldlega en Max Verstappen á Toro Rosso olli heimsmeistaranum vandræðum í upphafi keppninnar. Hamilton sagði í talstöðinni „ég kemst ekki fram úr honum.“ Liðið sagði að hann yrði þá lengur á þessum dekkjum. Rosberg kom inn á þjónustusvæði á 13. hring og rétt komst út á brautina á undan Nico Hulkenberg. Vettel kom svo inn á næsta hring en náði að halda Rosberg fyrir aftan sig. Raikkonen fékk ofurmjúk dekk undir á 16. hring og Hamilton millihörð dekk. Alonso og Gutierrez lentu í samstuði á 17. hring. Keppnin var stöðvuð, rauðum flöggum veifað og aðrir bílar sendir inn á þjónustusvæðið í halarófu. Ökumenn stigu upp úr bílunum og liðin máttu þjónusta bílana að vild. Við endurræsingu voru Ferrari menn á ofurmjúkum dekkjum en Mercedes á millihörðum dekkjum. Vettel leiddi og Raikkonen var þriðji með Rosberg á milli í öðru sæti. Mercedes var að veðja á að meðalhörðu dekkin kæmu þeim í endamark. Raikkonen kom inn á þjónustusvæðið á 22. hring. Það logaði eldur í loftinntakinu fyrir ofan höfuð Raikkonen. Hann var þriðji en þurfti að hætta keppni. Ofurmjúku dekkin dugðu Vettel ekki til að mynda bil fyrir annað þjónustuhlé. Ferrari gerði mistök við dekkjaval þegar keppnin var stöðvuð. Vettel kom inn á 35. hring og fékk mjúk dekk undir í hægu þjónustuhléi. Vettel kom út í fjórða sæti, rúmum 20 sekúndum á eftir Rosberg sem leiddi keppnina. Hamilton náði öðru sæti á hring 42 með því að taka fram úr Ricciardo á Red Bull. Ricciardo kom svo fljótlega inn og efstu þrír voru þá Rosberg, Hamilton og Vettel. Þannig hélst staðan til loka en Hamilton gerði mistök sem hleyptu Vettel afar nálægt honum. Hins vegar gerði Vettel svo sín eigin mistök sem gerði út um baráttuna um annað sæti.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort þar sem öll úrslit helgarinnar birtast og uppfærast eftir sem á líður.Formúlu 1 keppnistímabilið hófst í Ástralíu um helgina. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton og Rosberg talast varla við Sigursælustu ökuþórar síðustu tveggja ára og samherjar hjá Mercedes eru engir vinir. 18. mars 2016 06:30 Horner: Þetta fyrirkomulag virkaði ekki Lewis Hamilton landaði sínum 50. ráspól í Ástralíu í dag. Umræðan eftir tímatökuna snérist aðallega um fyrirkomulag tímatökunnar. Almenn skoðun fólks var að það hefði ekki virkað. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 19. mars 2016 07:40 Hamilton fljótastur en Rosberg endaði á varnarvegg Lewis Hamilton var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir ástralska kappaksturinn. Daniil Kvyat var annar á fyrri æfingunni á Red Bull og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 18. mars 2016 10:15 Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 19. mars 2016 07:02 Sjáðu ítarlegan upphitunarþátt fyrir Formúlu 1 Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt það helsta sem viðkemur Formúlu 1 en nýtt keppnistímabil hefst um helgina. 18. mars 2016 11:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Hamilton og Rosberg talast varla við Sigursælustu ökuþórar síðustu tveggja ára og samherjar hjá Mercedes eru engir vinir. 18. mars 2016 06:30
Horner: Þetta fyrirkomulag virkaði ekki Lewis Hamilton landaði sínum 50. ráspól í Ástralíu í dag. Umræðan eftir tímatökuna snérist aðallega um fyrirkomulag tímatökunnar. Almenn skoðun fólks var að það hefði ekki virkað. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 19. mars 2016 07:40
Hamilton fljótastur en Rosberg endaði á varnarvegg Lewis Hamilton var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir ástralska kappaksturinn. Daniil Kvyat var annar á fyrri æfingunni á Red Bull og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 18. mars 2016 10:15
Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 19. mars 2016 07:02
Sjáðu ítarlegan upphitunarþátt fyrir Formúlu 1 Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt það helsta sem viðkemur Formúlu 1 en nýtt keppnistímabil hefst um helgina. 18. mars 2016 11:00