Erlent

Drottning hinnar bogadregnu línu látin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Zaha Hadid lést í dag, 65 ára að aldri.
Zaha Hadid lést í dag, 65 ára að aldri. Vísir/Getty
Hin heimsfrægi breski arkitekt, Zaha Hadid, lést í dag af völdum hjartaáfalls. Hún var 65 ára gömul og lést á spítala í Miami í Bandaríkjunum þar sem hún hlaut meðferð við berkjubólgu.

Hadid var jafnan nefnd drottning hinnar bogadregnu línu og skilur hún eftir sig gullfallegar og byltingarkenndar byggingar víða um heim. Var hún fyrsta konan til þess að hljóta sérstök heiðursverðlaun The Royal Institute of British Architects. Var hún jafnan talin virtasti kvenkyns arkítekt samtímans.

Byggingar sem hún hannaði má finna víða um heim og má þar nefna Ólympíusundhöllina í London sem reist var fyrir sumarólympíuleikana sem þar voru haldnir árið 2012. Þá hannaðu hún einnig óperuhúsið í Guangzhou sem talin er vera eitt mest töfrandi óperuhús sem byggt hefur verið og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

Samantekt The Guardian á tíu bestu byggingum Zaha Hadid.

Óperuhúsið í Guangzhou í Kína.Vísir/Getty
Meginsalur óperuhússins í GuangzhouVísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×