Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2016 07:00 Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Joe and the Juice á Íslandi, segir að verið sé að leggja lokahönd á framkvæmdirnar. vísir/vilhelm Samlokustaðurinn Joe and the Juice verður opnaður í Alþingishúsinu. Framkvæmdir við opnun staðarins standa yfir en gert er ráð fyrir að hann verði formlega opnaður þegar þingið kemur aftur saman á mánudag eftir páskafrí. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. „Starfsfólk þingsins og þingmenn höfðu verið að kalla eftir meiri fjölbreytileika og hollari kost en með þessu er verið að koma til móts við það,“ segir Einar.Joe and the Juice er nú með aðstöðu inni í mötuneyti Alþingis. Hún er í minni kantinum og verður einn starfsmaður á vegum staðarins til að byrja með.vísir/vilhelm„Kannski erum við með þessu að fylgja eftir einhverjum svokölluðum tíðaranda og fyrir gamlan íhaldsfausk eins og mig er það ekkert endilega eftirsóknarvert, en stundum lætur maður undan tískusveiflum, þó það gerist ekki mjög oft.“ Máltíðir í Alþingishúsinu eru niðurgreiddar og kosta 550 krónur en samlokurnar verða aðeins dýrari. Samloka og lítill safi mun kosta samtals 1.500 krónur en þessi sama máltíð fyrir hinn almenna borgara kostar 2.100 krónur. Staðurinn verður ekki opinn fyrir gesti og gangandi. Árni Páll segist ekki vita til þess að útboð hafi farið fram. Ekki fengust upplýsingar hvers vegna það var ekki.Vísir/vilhelmEkkert útboð Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist fagna auknum fjölbreytileika. Hann furðar sig þó á því að ekkert útboð hafi farið fram. „Mjög gott og jákvætt að koma með nýbreytni í matarkosti þingmanna. En ég man nú reyndar ekki að það hafi farið fram útboð á þessari þjónustu og velti því fyrir mér hvernig staðið var að því að semja við þetta tiltekna fyrirtæki. Það hefði nú verið eðlilegt ef þetta hefði verið boðið út," segir hann. Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Joe and the Juice á Íslandi, segir spenntur fyrir þessu nýja verkefni. „Við erum að leggja lokahönd á framkvæmdirnar en þetta ætti allt saman að verða klárt eftir helgi,“ segir hann. Joe and the Juice rekur fimm staði á Íslandi, tvo í flugstöðinni, í Smáralind, Kringlunni og í World Class Laugum. Tengdar fréttir Joe & the Juice stefnir á að opna í húsnæði Asíu Veitingahúsið Asía mun loka eftir 27 ára rekstur á nýju ári við lítinn fögnuð aðdáenda staðarins. 3. desember 2015 10:53 Seldu djús og samlokur fyrir tæpar 300 milljónir Tekjur Joe and the Juice á Íslandi jukust um 200 milljónir milli ára. 4. september 2015 16:44 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Samlokustaðurinn Joe and the Juice verður opnaður í Alþingishúsinu. Framkvæmdir við opnun staðarins standa yfir en gert er ráð fyrir að hann verði formlega opnaður þegar þingið kemur aftur saman á mánudag eftir páskafrí. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. „Starfsfólk þingsins og þingmenn höfðu verið að kalla eftir meiri fjölbreytileika og hollari kost en með þessu er verið að koma til móts við það,“ segir Einar.Joe and the Juice er nú með aðstöðu inni í mötuneyti Alþingis. Hún er í minni kantinum og verður einn starfsmaður á vegum staðarins til að byrja með.vísir/vilhelm„Kannski erum við með þessu að fylgja eftir einhverjum svokölluðum tíðaranda og fyrir gamlan íhaldsfausk eins og mig er það ekkert endilega eftirsóknarvert, en stundum lætur maður undan tískusveiflum, þó það gerist ekki mjög oft.“ Máltíðir í Alþingishúsinu eru niðurgreiddar og kosta 550 krónur en samlokurnar verða aðeins dýrari. Samloka og lítill safi mun kosta samtals 1.500 krónur en þessi sama máltíð fyrir hinn almenna borgara kostar 2.100 krónur. Staðurinn verður ekki opinn fyrir gesti og gangandi. Árni Páll segist ekki vita til þess að útboð hafi farið fram. Ekki fengust upplýsingar hvers vegna það var ekki.Vísir/vilhelmEkkert útboð Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist fagna auknum fjölbreytileika. Hann furðar sig þó á því að ekkert útboð hafi farið fram. „Mjög gott og jákvætt að koma með nýbreytni í matarkosti þingmanna. En ég man nú reyndar ekki að það hafi farið fram útboð á þessari þjónustu og velti því fyrir mér hvernig staðið var að því að semja við þetta tiltekna fyrirtæki. Það hefði nú verið eðlilegt ef þetta hefði verið boðið út," segir hann. Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Joe and the Juice á Íslandi, segir spenntur fyrir þessu nýja verkefni. „Við erum að leggja lokahönd á framkvæmdirnar en þetta ætti allt saman að verða klárt eftir helgi,“ segir hann. Joe and the Juice rekur fimm staði á Íslandi, tvo í flugstöðinni, í Smáralind, Kringlunni og í World Class Laugum.
Tengdar fréttir Joe & the Juice stefnir á að opna í húsnæði Asíu Veitingahúsið Asía mun loka eftir 27 ára rekstur á nýju ári við lítinn fögnuð aðdáenda staðarins. 3. desember 2015 10:53 Seldu djús og samlokur fyrir tæpar 300 milljónir Tekjur Joe and the Juice á Íslandi jukust um 200 milljónir milli ára. 4. september 2015 16:44 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Joe & the Juice stefnir á að opna í húsnæði Asíu Veitingahúsið Asía mun loka eftir 27 ára rekstur á nýju ári við lítinn fögnuð aðdáenda staðarins. 3. desember 2015 10:53
Seldu djús og samlokur fyrir tæpar 300 milljónir Tekjur Joe and the Juice á Íslandi jukust um 200 milljónir milli ára. 4. september 2015 16:44
Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46