Segir hönnun Herjólfs þá bestu þrátt fyrir vonbrigði Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2016 16:00 Nýja Vestmannaeyjaferjan, eins og útlit hennar er sýnt á grafískri mynd. „Módelprófanir af ferju hafa leitt í ljós að ferjan uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar voru til hennar,“ segir í tveggja mánaða gömlu minnisblaði Vegagerðarinnar um nýja Vestmannaeyjaferju. Fréttavefurinn eyjar.net greinir frá þessu og birtir minnisblaðið í heild. Þar kemur fram að breyta þurfi mati á frátöfum frá því sem sett var fram í maímánuði síðastliðið vor. „Þótt þetta séu vissulega vonbrigði þá teljum við að við séum þrátt fyrir það með það besta sem við getum kallað fram í þessu skipi,“ sagði Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju, þegar fréttastofa 365-miðla leitaði viðbragða. Friðfinnur segir að þótt prófanir sýni að ferjan standist ekki upphaflegar kröfur sé niðurstaðan samt sem áður sú að hún muni stórbæta samgöngur til Eyja og nýting Landeyjahafnar muni aukast verulega.Frá líkanaprófun í Danmörku. Í minnisblaðinu, sem Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni ritaði, segir ennfremur: „Mat undirritaðs er að siglt verði 78-86% af tímanum til Landeyjahafnar á ári. Yfir háveturinn, frá desember til mars, getur það farið í allt að 50% af tímanum í viðkomandi mánuði. Reyndar ef óvissa um dýpi er til staðar þá getur það jafnvel orðið meira.“ Áætlaður er fjöldi daga sem siglingar falla niður til Landeyjahafnar á ári. Lágspá gerir ráð fyrir að 28 dagar falli niður, miðspá að 23 dagar falli niður og háspá að 18 dagar falli niður. Segir að óvissa sé um matið en reynt sé að hafa það varkárt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú innan ráðuneyta innanríkis- og fjármála verið að leggja lokahönd á undirbúning útboðs og talið líklegt að ákvörðun verði kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Nýjan ferjan er hönnuð til að flytja 540 farþega yfir sumartímann en 390 yfir vetrarmánuði. Hún á að geta flutt allt að 73 fólksbíla og 5 flutningabíla. Í frétt Stöðvar 2 í desember mátti sjá ferjuna í módelprófunum. Tengdar fréttir Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
„Módelprófanir af ferju hafa leitt í ljós að ferjan uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar voru til hennar,“ segir í tveggja mánaða gömlu minnisblaði Vegagerðarinnar um nýja Vestmannaeyjaferju. Fréttavefurinn eyjar.net greinir frá þessu og birtir minnisblaðið í heild. Þar kemur fram að breyta þurfi mati á frátöfum frá því sem sett var fram í maímánuði síðastliðið vor. „Þótt þetta séu vissulega vonbrigði þá teljum við að við séum þrátt fyrir það með það besta sem við getum kallað fram í þessu skipi,“ sagði Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju, þegar fréttastofa 365-miðla leitaði viðbragða. Friðfinnur segir að þótt prófanir sýni að ferjan standist ekki upphaflegar kröfur sé niðurstaðan samt sem áður sú að hún muni stórbæta samgöngur til Eyja og nýting Landeyjahafnar muni aukast verulega.Frá líkanaprófun í Danmörku. Í minnisblaðinu, sem Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni ritaði, segir ennfremur: „Mat undirritaðs er að siglt verði 78-86% af tímanum til Landeyjahafnar á ári. Yfir háveturinn, frá desember til mars, getur það farið í allt að 50% af tímanum í viðkomandi mánuði. Reyndar ef óvissa um dýpi er til staðar þá getur það jafnvel orðið meira.“ Áætlaður er fjöldi daga sem siglingar falla niður til Landeyjahafnar á ári. Lágspá gerir ráð fyrir að 28 dagar falli niður, miðspá að 23 dagar falli niður og háspá að 18 dagar falli niður. Segir að óvissa sé um matið en reynt sé að hafa það varkárt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú innan ráðuneyta innanríkis- og fjármála verið að leggja lokahönd á undirbúning útboðs og talið líklegt að ákvörðun verði kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Nýjan ferjan er hönnuð til að flytja 540 farþega yfir sumartímann en 390 yfir vetrarmánuði. Hún á að geta flutt allt að 73 fólksbíla og 5 flutningabíla. Í frétt Stöðvar 2 í desember mátti sjá ferjuna í módelprófunum.
Tengdar fréttir Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45