Segir hönnun Herjólfs þá bestu þrátt fyrir vonbrigði Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2016 16:00 Nýja Vestmannaeyjaferjan, eins og útlit hennar er sýnt á grafískri mynd. „Módelprófanir af ferju hafa leitt í ljós að ferjan uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar voru til hennar,“ segir í tveggja mánaða gömlu minnisblaði Vegagerðarinnar um nýja Vestmannaeyjaferju. Fréttavefurinn eyjar.net greinir frá þessu og birtir minnisblaðið í heild. Þar kemur fram að breyta þurfi mati á frátöfum frá því sem sett var fram í maímánuði síðastliðið vor. „Þótt þetta séu vissulega vonbrigði þá teljum við að við séum þrátt fyrir það með það besta sem við getum kallað fram í þessu skipi,“ sagði Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju, þegar fréttastofa 365-miðla leitaði viðbragða. Friðfinnur segir að þótt prófanir sýni að ferjan standist ekki upphaflegar kröfur sé niðurstaðan samt sem áður sú að hún muni stórbæta samgöngur til Eyja og nýting Landeyjahafnar muni aukast verulega.Frá líkanaprófun í Danmörku. Í minnisblaðinu, sem Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni ritaði, segir ennfremur: „Mat undirritaðs er að siglt verði 78-86% af tímanum til Landeyjahafnar á ári. Yfir háveturinn, frá desember til mars, getur það farið í allt að 50% af tímanum í viðkomandi mánuði. Reyndar ef óvissa um dýpi er til staðar þá getur það jafnvel orðið meira.“ Áætlaður er fjöldi daga sem siglingar falla niður til Landeyjahafnar á ári. Lágspá gerir ráð fyrir að 28 dagar falli niður, miðspá að 23 dagar falli niður og háspá að 18 dagar falli niður. Segir að óvissa sé um matið en reynt sé að hafa það varkárt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú innan ráðuneyta innanríkis- og fjármála verið að leggja lokahönd á undirbúning útboðs og talið líklegt að ákvörðun verði kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Nýjan ferjan er hönnuð til að flytja 540 farþega yfir sumartímann en 390 yfir vetrarmánuði. Hún á að geta flutt allt að 73 fólksbíla og 5 flutningabíla. Í frétt Stöðvar 2 í desember mátti sjá ferjuna í módelprófunum. Tengdar fréttir Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
„Módelprófanir af ferju hafa leitt í ljós að ferjan uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar voru til hennar,“ segir í tveggja mánaða gömlu minnisblaði Vegagerðarinnar um nýja Vestmannaeyjaferju. Fréttavefurinn eyjar.net greinir frá þessu og birtir minnisblaðið í heild. Þar kemur fram að breyta þurfi mati á frátöfum frá því sem sett var fram í maímánuði síðastliðið vor. „Þótt þetta séu vissulega vonbrigði þá teljum við að við séum þrátt fyrir það með það besta sem við getum kallað fram í þessu skipi,“ sagði Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju, þegar fréttastofa 365-miðla leitaði viðbragða. Friðfinnur segir að þótt prófanir sýni að ferjan standist ekki upphaflegar kröfur sé niðurstaðan samt sem áður sú að hún muni stórbæta samgöngur til Eyja og nýting Landeyjahafnar muni aukast verulega.Frá líkanaprófun í Danmörku. Í minnisblaðinu, sem Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni ritaði, segir ennfremur: „Mat undirritaðs er að siglt verði 78-86% af tímanum til Landeyjahafnar á ári. Yfir háveturinn, frá desember til mars, getur það farið í allt að 50% af tímanum í viðkomandi mánuði. Reyndar ef óvissa um dýpi er til staðar þá getur það jafnvel orðið meira.“ Áætlaður er fjöldi daga sem siglingar falla niður til Landeyjahafnar á ári. Lágspá gerir ráð fyrir að 28 dagar falli niður, miðspá að 23 dagar falli niður og háspá að 18 dagar falli niður. Segir að óvissa sé um matið en reynt sé að hafa það varkárt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú innan ráðuneyta innanríkis- og fjármála verið að leggja lokahönd á undirbúning útboðs og talið líklegt að ákvörðun verði kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Nýjan ferjan er hönnuð til að flytja 540 farþega yfir sumartímann en 390 yfir vetrarmánuði. Hún á að geta flutt allt að 73 fólksbíla og 5 flutningabíla. Í frétt Stöðvar 2 í desember mátti sjá ferjuna í módelprófunum.
Tengdar fréttir Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45