Guðjón Valur: Er ekki svo einfaldur að halda hommar hafi ekki áhuga á íþróttum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 12:30 Guðjón Valur Sigurðsson skilur ekki hvers vegna kynhneigð kemur málinu við í íþróttum. vísir/valli Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, vill að þjálfarar í handboltaheiminum fái þá fræðslu sem til þarf um samkynhneigð til að tækla það komi leikmaður út úr skápnum í hans liði. Fyrirliðinn er í stóru viðtali um samkynhneigð í íþróttum á vefsíðunni gayiceland.is þar sem hann segir það mikilvægt að forsvarsmenn félaganna í handboltanum sýni fordæmi þegar kemur að andrúmslofti innan þeirra félaga. „Ef einhver vill koma út úr skápnum er mikilvægt að vita hvernig liðið er og þjálfarinn verður að setja fordæmi,“ segir Guðjón Valur. Fræðsla um samkynhneigð er eitthvað sem á að vera hluti af þjálfaramenntun þannig menn geti lært að bregðast við öllu því sem kemur upp á en fyrst og fremst til að setja gott fordæmi innan sinna liða.“Guðjón Valur vildi spila með regnbogafyrirliðaband á EM en fékk það ekki.mynd/instagramHeimskulegt og fáránlegt Guðjón Valur vill samt ekki að samkynhneigð einhvers leikmanns verði blásin upp og kynhneigð hans gerð að einhverju aðalatriði komi einhver út úr skápnum. „Það að einhver sé hommi í einhverju liði á ekki að vera aðalatriði heldur bara að viðkomandi sé íþróttamaður. Ef maður er hluti af einverju liði er það vegna þess að þú ert nógu góður en ekki vegna þess að þú ert samkynhneigður, gagnkynhneigður, svartur eða hvítur,“ segir Guðjón Valur. „Ég er í liði með tveimur svörtum mönnum og einum Múslima. Það skiptir okkur liðsfélaga þeirra engu máli. Það er öllum sama um hvernig þeir eru á litin eða til hvers þeir biðja. Það sem skiptir máli er að þeir eru góðir í handbolta.“ „Þeir eru dæmdir á frammistöðu sinni og auðvitað á það sama að gilda um kynhneigð. En þannig er það víst ekki og það er virkilega pirrandi og heimskulegt. Ég bara skil ekki hvers vegna kynhneigð einhvers skiptir máli. Þetta er fáránlegt!“ segir Guðjón Valur. Einn leikmaður hér heima hefur komið út úr skápnum, en það gerði Daníel Örn Einarsson, hornamaður sem spilað hefur með Stjörnunni, HK, Akureyri, Víkingi og KR hér heima.Kári Garðarsson, þjálfari Íslands- og deildarmeistara Gróttu, er einnig samkynhneigður en hann kom „óvart“ út úr skápnum eins og hann greindi frá í viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem heyra má hér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," segir Kári. Guðjón Valur aftur á móti segist aldrei hafa spilað með opinberlega samkynhneigðum manni. „Ég hef aldrei spilað með opinberlega samkynhneigðum leikmanni þannig ég veit ekki hvernig er komið fram við þá. En ég er ekki svo einfaldur að halda að hommar hafi ekki áhuga á íþróttum,“ segir hann. „Ég hef heyrt orðróma um að hinir og þessir séu samkynhneigðir, sérstaklega erlendis, og það eru líka sögur um að skápahommar séu í einhverjum sýningarsamböndum með konum,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Allt viðtalið við Guðjón Val á ensku má lesa hér. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Fleiri fréttir Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, vill að þjálfarar í handboltaheiminum fái þá fræðslu sem til þarf um samkynhneigð til að tækla það komi leikmaður út úr skápnum í hans liði. Fyrirliðinn er í stóru viðtali um samkynhneigð í íþróttum á vefsíðunni gayiceland.is þar sem hann segir það mikilvægt að forsvarsmenn félaganna í handboltanum sýni fordæmi þegar kemur að andrúmslofti innan þeirra félaga. „Ef einhver vill koma út úr skápnum er mikilvægt að vita hvernig liðið er og þjálfarinn verður að setja fordæmi,“ segir Guðjón Valur. Fræðsla um samkynhneigð er eitthvað sem á að vera hluti af þjálfaramenntun þannig menn geti lært að bregðast við öllu því sem kemur upp á en fyrst og fremst til að setja gott fordæmi innan sinna liða.“Guðjón Valur vildi spila með regnbogafyrirliðaband á EM en fékk það ekki.mynd/instagramHeimskulegt og fáránlegt Guðjón Valur vill samt ekki að samkynhneigð einhvers leikmanns verði blásin upp og kynhneigð hans gerð að einhverju aðalatriði komi einhver út úr skápnum. „Það að einhver sé hommi í einhverju liði á ekki að vera aðalatriði heldur bara að viðkomandi sé íþróttamaður. Ef maður er hluti af einverju liði er það vegna þess að þú ert nógu góður en ekki vegna þess að þú ert samkynhneigður, gagnkynhneigður, svartur eða hvítur,“ segir Guðjón Valur. „Ég er í liði með tveimur svörtum mönnum og einum Múslima. Það skiptir okkur liðsfélaga þeirra engu máli. Það er öllum sama um hvernig þeir eru á litin eða til hvers þeir biðja. Það sem skiptir máli er að þeir eru góðir í handbolta.“ „Þeir eru dæmdir á frammistöðu sinni og auðvitað á það sama að gilda um kynhneigð. En þannig er það víst ekki og það er virkilega pirrandi og heimskulegt. Ég bara skil ekki hvers vegna kynhneigð einhvers skiptir máli. Þetta er fáránlegt!“ segir Guðjón Valur. Einn leikmaður hér heima hefur komið út úr skápnum, en það gerði Daníel Örn Einarsson, hornamaður sem spilað hefur með Stjörnunni, HK, Akureyri, Víkingi og KR hér heima.Kári Garðarsson, þjálfari Íslands- og deildarmeistara Gróttu, er einnig samkynhneigður en hann kom „óvart“ út úr skápnum eins og hann greindi frá í viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem heyra má hér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," segir Kári. Guðjón Valur aftur á móti segist aldrei hafa spilað með opinberlega samkynhneigðum manni. „Ég hef aldrei spilað með opinberlega samkynhneigðum leikmanni þannig ég veit ekki hvernig er komið fram við þá. En ég er ekki svo einfaldur að halda að hommar hafi ekki áhuga á íþróttum,“ segir hann. „Ég hef heyrt orðróma um að hinir og þessir séu samkynhneigðir, sérstaklega erlendis, og það eru líka sögur um að skápahommar séu í einhverjum sýningarsamböndum með konum,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Allt viðtalið við Guðjón Val á ensku má lesa hér.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Fleiri fréttir Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Sjá meira
Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30