Guðjón Valur: Er ekki svo einfaldur að halda hommar hafi ekki áhuga á íþróttum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 12:30 Guðjón Valur Sigurðsson skilur ekki hvers vegna kynhneigð kemur málinu við í íþróttum. vísir/valli Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, vill að þjálfarar í handboltaheiminum fái þá fræðslu sem til þarf um samkynhneigð til að tækla það komi leikmaður út úr skápnum í hans liði. Fyrirliðinn er í stóru viðtali um samkynhneigð í íþróttum á vefsíðunni gayiceland.is þar sem hann segir það mikilvægt að forsvarsmenn félaganna í handboltanum sýni fordæmi þegar kemur að andrúmslofti innan þeirra félaga. „Ef einhver vill koma út úr skápnum er mikilvægt að vita hvernig liðið er og þjálfarinn verður að setja fordæmi,“ segir Guðjón Valur. Fræðsla um samkynhneigð er eitthvað sem á að vera hluti af þjálfaramenntun þannig menn geti lært að bregðast við öllu því sem kemur upp á en fyrst og fremst til að setja gott fordæmi innan sinna liða.“Guðjón Valur vildi spila með regnbogafyrirliðaband á EM en fékk það ekki.mynd/instagramHeimskulegt og fáránlegt Guðjón Valur vill samt ekki að samkynhneigð einhvers leikmanns verði blásin upp og kynhneigð hans gerð að einhverju aðalatriði komi einhver út úr skápnum. „Það að einhver sé hommi í einhverju liði á ekki að vera aðalatriði heldur bara að viðkomandi sé íþróttamaður. Ef maður er hluti af einverju liði er það vegna þess að þú ert nógu góður en ekki vegna þess að þú ert samkynhneigður, gagnkynhneigður, svartur eða hvítur,“ segir Guðjón Valur. „Ég er í liði með tveimur svörtum mönnum og einum Múslima. Það skiptir okkur liðsfélaga þeirra engu máli. Það er öllum sama um hvernig þeir eru á litin eða til hvers þeir biðja. Það sem skiptir máli er að þeir eru góðir í handbolta.“ „Þeir eru dæmdir á frammistöðu sinni og auðvitað á það sama að gilda um kynhneigð. En þannig er það víst ekki og það er virkilega pirrandi og heimskulegt. Ég bara skil ekki hvers vegna kynhneigð einhvers skiptir máli. Þetta er fáránlegt!“ segir Guðjón Valur. Einn leikmaður hér heima hefur komið út úr skápnum, en það gerði Daníel Örn Einarsson, hornamaður sem spilað hefur með Stjörnunni, HK, Akureyri, Víkingi og KR hér heima.Kári Garðarsson, þjálfari Íslands- og deildarmeistara Gróttu, er einnig samkynhneigður en hann kom „óvart“ út úr skápnum eins og hann greindi frá í viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem heyra má hér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," segir Kári. Guðjón Valur aftur á móti segist aldrei hafa spilað með opinberlega samkynhneigðum manni. „Ég hef aldrei spilað með opinberlega samkynhneigðum leikmanni þannig ég veit ekki hvernig er komið fram við þá. En ég er ekki svo einfaldur að halda að hommar hafi ekki áhuga á íþróttum,“ segir hann. „Ég hef heyrt orðróma um að hinir og þessir séu samkynhneigðir, sérstaklega erlendis, og það eru líka sögur um að skápahommar séu í einhverjum sýningarsamböndum með konum,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Allt viðtalið við Guðjón Val á ensku má lesa hér. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, vill að þjálfarar í handboltaheiminum fái þá fræðslu sem til þarf um samkynhneigð til að tækla það komi leikmaður út úr skápnum í hans liði. Fyrirliðinn er í stóru viðtali um samkynhneigð í íþróttum á vefsíðunni gayiceland.is þar sem hann segir það mikilvægt að forsvarsmenn félaganna í handboltanum sýni fordæmi þegar kemur að andrúmslofti innan þeirra félaga. „Ef einhver vill koma út úr skápnum er mikilvægt að vita hvernig liðið er og þjálfarinn verður að setja fordæmi,“ segir Guðjón Valur. Fræðsla um samkynhneigð er eitthvað sem á að vera hluti af þjálfaramenntun þannig menn geti lært að bregðast við öllu því sem kemur upp á en fyrst og fremst til að setja gott fordæmi innan sinna liða.“Guðjón Valur vildi spila með regnbogafyrirliðaband á EM en fékk það ekki.mynd/instagramHeimskulegt og fáránlegt Guðjón Valur vill samt ekki að samkynhneigð einhvers leikmanns verði blásin upp og kynhneigð hans gerð að einhverju aðalatriði komi einhver út úr skápnum. „Það að einhver sé hommi í einhverju liði á ekki að vera aðalatriði heldur bara að viðkomandi sé íþróttamaður. Ef maður er hluti af einverju liði er það vegna þess að þú ert nógu góður en ekki vegna þess að þú ert samkynhneigður, gagnkynhneigður, svartur eða hvítur,“ segir Guðjón Valur. „Ég er í liði með tveimur svörtum mönnum og einum Múslima. Það skiptir okkur liðsfélaga þeirra engu máli. Það er öllum sama um hvernig þeir eru á litin eða til hvers þeir biðja. Það sem skiptir máli er að þeir eru góðir í handbolta.“ „Þeir eru dæmdir á frammistöðu sinni og auðvitað á það sama að gilda um kynhneigð. En þannig er það víst ekki og það er virkilega pirrandi og heimskulegt. Ég bara skil ekki hvers vegna kynhneigð einhvers skiptir máli. Þetta er fáránlegt!“ segir Guðjón Valur. Einn leikmaður hér heima hefur komið út úr skápnum, en það gerði Daníel Örn Einarsson, hornamaður sem spilað hefur með Stjörnunni, HK, Akureyri, Víkingi og KR hér heima.Kári Garðarsson, þjálfari Íslands- og deildarmeistara Gróttu, er einnig samkynhneigður en hann kom „óvart“ út úr skápnum eins og hann greindi frá í viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem heyra má hér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," segir Kári. Guðjón Valur aftur á móti segist aldrei hafa spilað með opinberlega samkynhneigðum manni. „Ég hef aldrei spilað með opinberlega samkynhneigðum leikmanni þannig ég veit ekki hvernig er komið fram við þá. En ég er ekki svo einfaldur að halda að hommar hafi ekki áhuga á íþróttum,“ segir hann. „Ég hef heyrt orðróma um að hinir og þessir séu samkynhneigðir, sérstaklega erlendis, og það eru líka sögur um að skápahommar séu í einhverjum sýningarsamböndum með konum,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Allt viðtalið við Guðjón Val á ensku má lesa hér.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30