Guðjón Valur: Er ekki svo einfaldur að halda hommar hafi ekki áhuga á íþróttum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 12:30 Guðjón Valur Sigurðsson skilur ekki hvers vegna kynhneigð kemur málinu við í íþróttum. vísir/valli Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, vill að þjálfarar í handboltaheiminum fái þá fræðslu sem til þarf um samkynhneigð til að tækla það komi leikmaður út úr skápnum í hans liði. Fyrirliðinn er í stóru viðtali um samkynhneigð í íþróttum á vefsíðunni gayiceland.is þar sem hann segir það mikilvægt að forsvarsmenn félaganna í handboltanum sýni fordæmi þegar kemur að andrúmslofti innan þeirra félaga. „Ef einhver vill koma út úr skápnum er mikilvægt að vita hvernig liðið er og þjálfarinn verður að setja fordæmi,“ segir Guðjón Valur. Fræðsla um samkynhneigð er eitthvað sem á að vera hluti af þjálfaramenntun þannig menn geti lært að bregðast við öllu því sem kemur upp á en fyrst og fremst til að setja gott fordæmi innan sinna liða.“Guðjón Valur vildi spila með regnbogafyrirliðaband á EM en fékk það ekki.mynd/instagramHeimskulegt og fáránlegt Guðjón Valur vill samt ekki að samkynhneigð einhvers leikmanns verði blásin upp og kynhneigð hans gerð að einhverju aðalatriði komi einhver út úr skápnum. „Það að einhver sé hommi í einhverju liði á ekki að vera aðalatriði heldur bara að viðkomandi sé íþróttamaður. Ef maður er hluti af einverju liði er það vegna þess að þú ert nógu góður en ekki vegna þess að þú ert samkynhneigður, gagnkynhneigður, svartur eða hvítur,“ segir Guðjón Valur. „Ég er í liði með tveimur svörtum mönnum og einum Múslima. Það skiptir okkur liðsfélaga þeirra engu máli. Það er öllum sama um hvernig þeir eru á litin eða til hvers þeir biðja. Það sem skiptir máli er að þeir eru góðir í handbolta.“ „Þeir eru dæmdir á frammistöðu sinni og auðvitað á það sama að gilda um kynhneigð. En þannig er það víst ekki og það er virkilega pirrandi og heimskulegt. Ég bara skil ekki hvers vegna kynhneigð einhvers skiptir máli. Þetta er fáránlegt!“ segir Guðjón Valur. Einn leikmaður hér heima hefur komið út úr skápnum, en það gerði Daníel Örn Einarsson, hornamaður sem spilað hefur með Stjörnunni, HK, Akureyri, Víkingi og KR hér heima.Kári Garðarsson, þjálfari Íslands- og deildarmeistara Gróttu, er einnig samkynhneigður en hann kom „óvart“ út úr skápnum eins og hann greindi frá í viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem heyra má hér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," segir Kári. Guðjón Valur aftur á móti segist aldrei hafa spilað með opinberlega samkynhneigðum manni. „Ég hef aldrei spilað með opinberlega samkynhneigðum leikmanni þannig ég veit ekki hvernig er komið fram við þá. En ég er ekki svo einfaldur að halda að hommar hafi ekki áhuga á íþróttum,“ segir hann. „Ég hef heyrt orðróma um að hinir og þessir séu samkynhneigðir, sérstaklega erlendis, og það eru líka sögur um að skápahommar séu í einhverjum sýningarsamböndum með konum,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Allt viðtalið við Guðjón Val á ensku má lesa hér. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, vill að þjálfarar í handboltaheiminum fái þá fræðslu sem til þarf um samkynhneigð til að tækla það komi leikmaður út úr skápnum í hans liði. Fyrirliðinn er í stóru viðtali um samkynhneigð í íþróttum á vefsíðunni gayiceland.is þar sem hann segir það mikilvægt að forsvarsmenn félaganna í handboltanum sýni fordæmi þegar kemur að andrúmslofti innan þeirra félaga. „Ef einhver vill koma út úr skápnum er mikilvægt að vita hvernig liðið er og þjálfarinn verður að setja fordæmi,“ segir Guðjón Valur. Fræðsla um samkynhneigð er eitthvað sem á að vera hluti af þjálfaramenntun þannig menn geti lært að bregðast við öllu því sem kemur upp á en fyrst og fremst til að setja gott fordæmi innan sinna liða.“Guðjón Valur vildi spila með regnbogafyrirliðaband á EM en fékk það ekki.mynd/instagramHeimskulegt og fáránlegt Guðjón Valur vill samt ekki að samkynhneigð einhvers leikmanns verði blásin upp og kynhneigð hans gerð að einhverju aðalatriði komi einhver út úr skápnum. „Það að einhver sé hommi í einhverju liði á ekki að vera aðalatriði heldur bara að viðkomandi sé íþróttamaður. Ef maður er hluti af einverju liði er það vegna þess að þú ert nógu góður en ekki vegna þess að þú ert samkynhneigður, gagnkynhneigður, svartur eða hvítur,“ segir Guðjón Valur. „Ég er í liði með tveimur svörtum mönnum og einum Múslima. Það skiptir okkur liðsfélaga þeirra engu máli. Það er öllum sama um hvernig þeir eru á litin eða til hvers þeir biðja. Það sem skiptir máli er að þeir eru góðir í handbolta.“ „Þeir eru dæmdir á frammistöðu sinni og auðvitað á það sama að gilda um kynhneigð. En þannig er það víst ekki og það er virkilega pirrandi og heimskulegt. Ég bara skil ekki hvers vegna kynhneigð einhvers skiptir máli. Þetta er fáránlegt!“ segir Guðjón Valur. Einn leikmaður hér heima hefur komið út úr skápnum, en það gerði Daníel Örn Einarsson, hornamaður sem spilað hefur með Stjörnunni, HK, Akureyri, Víkingi og KR hér heima.Kári Garðarsson, þjálfari Íslands- og deildarmeistara Gróttu, er einnig samkynhneigður en hann kom „óvart“ út úr skápnum eins og hann greindi frá í viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem heyra má hér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," segir Kári. Guðjón Valur aftur á móti segist aldrei hafa spilað með opinberlega samkynhneigðum manni. „Ég hef aldrei spilað með opinberlega samkynhneigðum leikmanni þannig ég veit ekki hvernig er komið fram við þá. En ég er ekki svo einfaldur að halda að hommar hafi ekki áhuga á íþróttum,“ segir hann. „Ég hef heyrt orðróma um að hinir og þessir séu samkynhneigðir, sérstaklega erlendis, og það eru líka sögur um að skápahommar séu í einhverjum sýningarsamböndum með konum,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Allt viðtalið við Guðjón Val á ensku má lesa hér.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða