Viðskipti innlent

Jóhannes Baldursson úr stjórn Thorsil eftir dóm

ingvar haraldsson skrifar
Jóhannes Baldursson, fyrrverandi stjórnarmaður í Thorsil.
Jóhannes Baldursson, fyrrverandi stjórnarmaður í Thorsil. Fréttablaðið/Anton Brink
Jóhannes Baldursson, er hættur í stjórn Thorsil og Northsil, stærsta hluthafa Thorsil. Jóhannes hóf fyrr á þessu ári afplánun á Kvía­bryggju vegna BK-47-málsins þar sem hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti.

Jóhannes var þar að auki dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta árs fyrir aðild sína að Stím-málinu. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þá gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur Jóhannesi og fjórum öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis í markaðsmisnotkunarmáli fyrr í þessum mánuði.

Thorsil stefnir á að reisa Kísilver í Helguvík. Hákon Björnsson, forstjóri Thorsil, á 9,7 prósenta hlut í Northsil og vonast til að ljúka megi fjármögnun kísilversins fyrir apríllok. Gangi það eftir sé vonast til að framkvæmdir af hálfu Thorsil geti hafist með haustinu og framkvæmdatími verði um tvö ár. Fyrirtækið hefur fimm sinnum fengið frest til að hefja greiðslu gatnagerðargjalda, nú síðast til 15. maí.

Jóhannes var fulltrúi félagsins Traðarsteins í stjórnunum en félagið á 19,6 prósenta hlut í North­sil. Traðarsteinn er til helminga í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fyrrverandi eiginkonu hans, Helgu S. Guðmundsdóttur. Northsil á svo 68 prósenta hlut í Thorsil.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×