340 þúsund króna útgjöld á rúmu ári Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. mars 2016 20:45 Kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á Íslandi hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og greiða sjúklingar nú 20 prósent af öllum heilbrigðisútgjöldum. Kona sem nýlega gekk í gegnum krabbameinsmeðferð greiddi þrjúhundruð og fjörtíu þúsund krónur á rúmu ári vegna meðferðarinnar. Í skýrslu ASÍ um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu sem kom út í dag kemur fram að heilbrigðisútgjöld heilmila hafi vaxið mun hraðar en útgjöld hins opinbera undanfarna áratugi. Auknum beinum útgjöldum sjúklinga fylgir sú hætta að kostnaður verði hindrun á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa, en samkvæmt nýjum tölum Eurostat hafa um þrjú prósent Íslendinga ekki sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en innan við 0,5 prósent á hinum Norðurlöndunum. Í skýrslunni eru tekin raunveruleg dæmi um kostnaðarþátttöku sjúklinga á síðustu árum sem hleypur í mörgum tilfellum á hundruð þúsunda. Það þekkir Ingveldur Geirsdóttir af eigin raun en hún greindist með brjóstakrabbamein síðla árs 2014. „Þegar ég tók saman nú nýverið það sem ég er búin að greiða á tæpu einu og hálfu ári, nánast bara árið 2015, það eru 340 þúsund. Eingöngu sú þjónusta sem ég þurfti að sækja á Landspítalann. Það eru læknisheimsóknir, rannsóknir og sjúkraþjálfun. Þegar maður fór að taka þetta saman þá kom upphæðin á óvart. Maður er alin upp við það að hér sé ókeypis heilbrigðisþjónusta, eða svona nánast, en svo kemur í ljós að svo er ekki,“ segir Ingveldur. Ekkert raunverulegt þak er á heildarkostnaði sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins og því eru fjárhagsáhyggjur oft fylgifiskur alvarlegra veikinda. Ingveldur segir það ekki í lagi. Nauðsynlegt sé að setja þak á kostnað sjúklinga. „Ég er ekki búin. Ég er ennþá í eftirliti og á eftir að fara í brjóstauppbyggingu sem er heljarinnar aðgerð og það er ýmislegt annað sem á eftir að koma inn í. Ég gerði ráð fyrir að þurfa að borga eitthvað, sem er alveg eðlilegt, en ekki svona mikið. Þær konur sem greinast með brjóstakrabbamein á eftir mér eiga ekki að þurfa að greiða þessa upphæð,“ segir Ingveldur Geirsdóttir. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á Íslandi hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og greiða sjúklingar nú 20 prósent af öllum heilbrigðisútgjöldum. Kona sem nýlega gekk í gegnum krabbameinsmeðferð greiddi þrjúhundruð og fjörtíu þúsund krónur á rúmu ári vegna meðferðarinnar. Í skýrslu ASÍ um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu sem kom út í dag kemur fram að heilbrigðisútgjöld heilmila hafi vaxið mun hraðar en útgjöld hins opinbera undanfarna áratugi. Auknum beinum útgjöldum sjúklinga fylgir sú hætta að kostnaður verði hindrun á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa, en samkvæmt nýjum tölum Eurostat hafa um þrjú prósent Íslendinga ekki sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en innan við 0,5 prósent á hinum Norðurlöndunum. Í skýrslunni eru tekin raunveruleg dæmi um kostnaðarþátttöku sjúklinga á síðustu árum sem hleypur í mörgum tilfellum á hundruð þúsunda. Það þekkir Ingveldur Geirsdóttir af eigin raun en hún greindist með brjóstakrabbamein síðla árs 2014. „Þegar ég tók saman nú nýverið það sem ég er búin að greiða á tæpu einu og hálfu ári, nánast bara árið 2015, það eru 340 þúsund. Eingöngu sú þjónusta sem ég þurfti að sækja á Landspítalann. Það eru læknisheimsóknir, rannsóknir og sjúkraþjálfun. Þegar maður fór að taka þetta saman þá kom upphæðin á óvart. Maður er alin upp við það að hér sé ókeypis heilbrigðisþjónusta, eða svona nánast, en svo kemur í ljós að svo er ekki,“ segir Ingveldur. Ekkert raunverulegt þak er á heildarkostnaði sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins og því eru fjárhagsáhyggjur oft fylgifiskur alvarlegra veikinda. Ingveldur segir það ekki í lagi. Nauðsynlegt sé að setja þak á kostnað sjúklinga. „Ég er ekki búin. Ég er ennþá í eftirliti og á eftir að fara í brjóstauppbyggingu sem er heljarinnar aðgerð og það er ýmislegt annað sem á eftir að koma inn í. Ég gerði ráð fyrir að þurfa að borga eitthvað, sem er alveg eðlilegt, en ekki svona mikið. Þær konur sem greinast með brjóstakrabbamein á eftir mér eiga ekki að þurfa að greiða þessa upphæð,“ segir Ingveldur Geirsdóttir.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira