Fótbolti

Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Getty
Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni.

Frankfurt, sem vann Meistaradeildina í fjórða sinn í fyrravor, vann vítakeppnina 5-4 og er því komið í undanúrslit keppninnar.

Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði marki Rosengård í leiknum sem vann upp 1-0 forskot Frankfurt frá því í fyrri leiknum en bæði lið unnu 1-0 útisigur.

Sara Björk skoraði markið sitt strax á 28. mínútu leiksins en það kom eftir stoðsendingu frá Linu Nilsson. Sara Björk skoraði markið sitt með laglegum skalla eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. 

Sara Björk tók fyrstu spyrnuna í vítakeppninni og klikkaði. Það varð örlagaríkt því leikmenn Frankfurt nýttu allar sínar fimm vítaspyrnur og tryggðu sér sigur.

Sara skorar markið sitt.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×